Öryggisverðir í Katar hótuðu að brjóta tökuvél TV2 í beinni útsendingu Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2022 08:34 Öryggisverðirnir reyndu að stöðva útsendingu dansks fréttamanns sem lét ekki vaða yfir sig. Danski fjölmiðlamaðurinn Rasmus Tantholdt er ýmsu vanur og lét ekki öryggisverði í Katar vaða yfir sig þegar þeir reyndu að stöðva hann í beinni útsendingu TV2 frá götu í höfuðborginni Doha. HM í fótbolta hefst í Katar á sunnudaginn og eru leikmenn, stuðningsmenn og fjölmiðlamenn farnir að safnast saman í landinu. Mikið hefur verið rætt um mannréttindabrot í Katar. Ekki síst þá staðreynd að þúsundir verkamanna hafa látist í landinu á þeim áratug sem liðinn er frá því að FIFA ákvað að leyfa Katar að halda HM með meðfylgjandi kröfum um glænýja leikvanga og fleiri mannvirki. Katar er ekki heldur þekkt fyrir frjálsa fjölmiðlun og því fékk Tantholdt að kynnast þegar hann vildi veita dönskum áhorfendum innsýn í lífið í Doha, í beinni útsendingu í gærkvöld. Öryggisverðir komu aðvífandi og héldu fyrir linsuna á tökuvél TV2, og sögðu Dönunum að slökkva á henni þar sem að þeir væru ekki með leyfi til að mynda, þó að um almenningssvæði væri að ræða, eins og sjá má á myndbandi neðst í fréttinni. Því meiri óhreinn þvottur, því erfiðara fyrir fjölmiðla „Þið buðuð allan heiminn velkominn hingað. Af hverju megum við ekki taka upp? Þetta er almenningssvæði,“ sagði Tantholdt og benti þeim á að hann væri vissulega með fjölmiðlaskírteini og leyfi til að mynda. Þá hótaði einn öryggisvarðanna að brjóta tökuvélina en ekki kom til þess, en ljóst er að Katarar vilja gæta þess að umfjöllun sé þeim hliðholl á meðan að gagnrýni á þjóðina hefur til að mynda snúist að því að samkynhneigð er þar ólögleg. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja lögin í landinu mismuna innflytjendum, konum og LGBTQ fólki. „Þeir eru hræddir um að einhverjir af þessum hlutum komi fram. Upplifun mín eftir að hafa ferðast til 110 landa um allan heim er að eftir því sem óhreini þvotturinn sem maður er með í kjallaranum er meiri, sem maður vill ekki að sjáist, þeim mun erfiðara er fjölmiðlamönnum gert að gera fréttir. Það er það sem við erum að upplifa hérna,“ sagði Tantholdt sem nú segist hafa fengið afsökunarbeiðni frá Katörum vegna málsins. We now got an apology from Qatar International Media Office and from Qatar Supreme Commitee. This is what happened when we were broadcasting live for @tv2nyhederne from a roundabout today in Doha. But will it happen to other media as well? #FIFAWorldCupQatar2022 pic.twitter.com/NSJj50kLql— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 15, 2022 Danmörk leikur í D-riðli á HM og hefur keppni næsta þriðjudag með leik við Túnis. Liðið er einnig í riðli með Frökkum og Áströlum. HM 2022 í Katar Fótbolti Tengdar fréttir D-riðill á HM í Katar: Greið leið fyrir Mbappé og Eriksen Frakkland og Danmörk tefla bæði fram afar sterkum liðum sem gætu náð langt á HM í Katar. Liðin ættu aðeins að þurfa lágmarksskammt af svita og blóði til að komast upp úr D-riðli og í 16-liða úrslitin. 14. nóvember 2022 10:59 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Fleiri fréttir Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira
HM í fótbolta hefst í Katar á sunnudaginn og eru leikmenn, stuðningsmenn og fjölmiðlamenn farnir að safnast saman í landinu. Mikið hefur verið rætt um mannréttindabrot í Katar. Ekki síst þá staðreynd að þúsundir verkamanna hafa látist í landinu á þeim áratug sem liðinn er frá því að FIFA ákvað að leyfa Katar að halda HM með meðfylgjandi kröfum um glænýja leikvanga og fleiri mannvirki. Katar er ekki heldur þekkt fyrir frjálsa fjölmiðlun og því fékk Tantholdt að kynnast þegar hann vildi veita dönskum áhorfendum innsýn í lífið í Doha, í beinni útsendingu í gærkvöld. Öryggisverðir komu aðvífandi og héldu fyrir linsuna á tökuvél TV2, og sögðu Dönunum að slökkva á henni þar sem að þeir væru ekki með leyfi til að mynda, þó að um almenningssvæði væri að ræða, eins og sjá má á myndbandi neðst í fréttinni. Því meiri óhreinn þvottur, því erfiðara fyrir fjölmiðla „Þið buðuð allan heiminn velkominn hingað. Af hverju megum við ekki taka upp? Þetta er almenningssvæði,“ sagði Tantholdt og benti þeim á að hann væri vissulega með fjölmiðlaskírteini og leyfi til að mynda. Þá hótaði einn öryggisvarðanna að brjóta tökuvélina en ekki kom til þess, en ljóst er að Katarar vilja gæta þess að umfjöllun sé þeim hliðholl á meðan að gagnrýni á þjóðina hefur til að mynda snúist að því að samkynhneigð er þar ólögleg. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja lögin í landinu mismuna innflytjendum, konum og LGBTQ fólki. „Þeir eru hræddir um að einhverjir af þessum hlutum komi fram. Upplifun mín eftir að hafa ferðast til 110 landa um allan heim er að eftir því sem óhreini þvotturinn sem maður er með í kjallaranum er meiri, sem maður vill ekki að sjáist, þeim mun erfiðara er fjölmiðlamönnum gert að gera fréttir. Það er það sem við erum að upplifa hérna,“ sagði Tantholdt sem nú segist hafa fengið afsökunarbeiðni frá Katörum vegna málsins. We now got an apology from Qatar International Media Office and from Qatar Supreme Commitee. This is what happened when we were broadcasting live for @tv2nyhederne from a roundabout today in Doha. But will it happen to other media as well? #FIFAWorldCupQatar2022 pic.twitter.com/NSJj50kLql— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 15, 2022 Danmörk leikur í D-riðli á HM og hefur keppni næsta þriðjudag með leik við Túnis. Liðið er einnig í riðli með Frökkum og Áströlum.
HM 2022 í Katar Fótbolti Tengdar fréttir D-riðill á HM í Katar: Greið leið fyrir Mbappé og Eriksen Frakkland og Danmörk tefla bæði fram afar sterkum liðum sem gætu náð langt á HM í Katar. Liðin ættu aðeins að þurfa lágmarksskammt af svita og blóði til að komast upp úr D-riðli og í 16-liða úrslitin. 14. nóvember 2022 10:59 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Fleiri fréttir Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira
D-riðill á HM í Katar: Greið leið fyrir Mbappé og Eriksen Frakkland og Danmörk tefla bæði fram afar sterkum liðum sem gætu náð langt á HM í Katar. Liðin ættu aðeins að þurfa lágmarksskammt af svita og blóði til að komast upp úr D-riðli og í 16-liða úrslitin. 14. nóvember 2022 10:59