Út úr skápnum í klefanum: Þarf ekki að vera í felum þó maður sé íþróttamaður Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2022 07:31 Isaac Humphries opnaði sig um samkynhneigð sína með liðsfélögum sínum. Skjáskot/Twitter Ástralska körfuboltafélagið Melbourne United hefur birt hjartnæmt myndband af því þegar Isaac Humphries tilkynnti liðsfélögum sínum að hann væri samkynhneigður. Humphries er 24 ára gamall og fyrrverandi leikmaður NBA-liðsins Atlanta Hawks. Samkvæmt CNN er hann eini karlmaðurinn í heiminum, af þeim sem spila í efstu deild í körfubolta, sem opinberað hefur samkynhneigð sína. Humphries átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann sagði liðsfélögum sínum frá því að fyrir nokkrum árum hefði hann verið kominn á mjög slæman stað, í afneitun gagnvart eigin kynhneigð, og reynt að taka eigið líf. Myndbandið má sjá hér að neðan. Today was a special day as we had the honour of helping @IsaacHumphries7 share his truth.We wanted to share some more of that moment with you. This video shows a portion of our Head Coach, @DeanVickerman's remarks following on from Isaac's brave statement to his team. pic.twitter.com/XrwQVvSpz5— Melbourne United (@MelbUnited) November 16, 2022 Humphries sagði ástæðuna fyrir því hve honum leið illa hafa verið hve erfitt hann hafi átt með að sætta sig við þá staðreynd að hann væri samkynhneigður. „Ég fylltist viðbjóði gagnvart sjálfum mér og fannst ég ekki geta verið þessi manneskja í körfuboltaumhverfinu,“ sagði Humphries. Hann hafi hins vegar komist í umhverfi sem var fullt af ánægju og gleði þar sem hann gat opnað sig og verið hann sjálfur, og sætt sig við hver hann væri í raun og veru. Þá hafi staðið eftir spurningin um körfuboltann en hann hafi ekki viljað fela kynhneigð sína. Isaac Humphries í leik með Melbourne United í áströlsku úrvalsdeildinni.Getty/Kelly Defina „Ég ákvað að ef að ég færi í nýtt lið þá myndi ég koma út úr skápnum opinberlega og sjá til þess að fólk viti að maður getur lifað og þurfi ekki að vera í felum, bara vegna þess að maður er íþróttamaður,“ sagði Humphries við liðsfélaga sína, með grátstafinn í kverkunum. Fulltrúi fólks sem er í sömu stöðu og hann var í „En ég vil segja að við sem íþróttamenn berum ábyrgð á því að vera öðrum fordæmi. Og staðreyndin er að það er svo mikið af fólki í öðrum kimum heimsins sem á erfitt á hverjum degi, og veit ekki hvernig það á að komast á fætur eða lifa. Ég veit hvernig tilfinning það er og ég vil vera fulltrúi þessa fólks. Það er markmiðið mitt. Að fólk viti að maður getur verið eins og maður vill, sama hver maður er eða hvað maður gerir. Maður getur verið „Big Ice“ og verið samkynhneigður, og samt verið frábær körfuboltamaður. Það hefur ekkert að gera með kynhneigð manns. Ég vil bara vera ég sjálfur. Þetta er markmið mitt í lífinu og ég ætla að gera mitt besta,“ sagði Humphries og uppskar fagnaðarlæti og faðmlög liðsfélaga sinna. Körfubolti Hinsegin Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Íslensku stuðningsmennirnir hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Sjá meira
Humphries er 24 ára gamall og fyrrverandi leikmaður NBA-liðsins Atlanta Hawks. Samkvæmt CNN er hann eini karlmaðurinn í heiminum, af þeim sem spila í efstu deild í körfubolta, sem opinberað hefur samkynhneigð sína. Humphries átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann sagði liðsfélögum sínum frá því að fyrir nokkrum árum hefði hann verið kominn á mjög slæman stað, í afneitun gagnvart eigin kynhneigð, og reynt að taka eigið líf. Myndbandið má sjá hér að neðan. Today was a special day as we had the honour of helping @IsaacHumphries7 share his truth.We wanted to share some more of that moment with you. This video shows a portion of our Head Coach, @DeanVickerman's remarks following on from Isaac's brave statement to his team. pic.twitter.com/XrwQVvSpz5— Melbourne United (@MelbUnited) November 16, 2022 Humphries sagði ástæðuna fyrir því hve honum leið illa hafa verið hve erfitt hann hafi átt með að sætta sig við þá staðreynd að hann væri samkynhneigður. „Ég fylltist viðbjóði gagnvart sjálfum mér og fannst ég ekki geta verið þessi manneskja í körfuboltaumhverfinu,“ sagði Humphries. Hann hafi hins vegar komist í umhverfi sem var fullt af ánægju og gleði þar sem hann gat opnað sig og verið hann sjálfur, og sætt sig við hver hann væri í raun og veru. Þá hafi staðið eftir spurningin um körfuboltann en hann hafi ekki viljað fela kynhneigð sína. Isaac Humphries í leik með Melbourne United í áströlsku úrvalsdeildinni.Getty/Kelly Defina „Ég ákvað að ef að ég færi í nýtt lið þá myndi ég koma út úr skápnum opinberlega og sjá til þess að fólk viti að maður getur lifað og þurfi ekki að vera í felum, bara vegna þess að maður er íþróttamaður,“ sagði Humphries við liðsfélaga sína, með grátstafinn í kverkunum. Fulltrúi fólks sem er í sömu stöðu og hann var í „En ég vil segja að við sem íþróttamenn berum ábyrgð á því að vera öðrum fordæmi. Og staðreyndin er að það er svo mikið af fólki í öðrum kimum heimsins sem á erfitt á hverjum degi, og veit ekki hvernig það á að komast á fætur eða lifa. Ég veit hvernig tilfinning það er og ég vil vera fulltrúi þessa fólks. Það er markmiðið mitt. Að fólk viti að maður getur verið eins og maður vill, sama hver maður er eða hvað maður gerir. Maður getur verið „Big Ice“ og verið samkynhneigður, og samt verið frábær körfuboltamaður. Það hefur ekkert að gera með kynhneigð manns. Ég vil bara vera ég sjálfur. Þetta er markmið mitt í lífinu og ég ætla að gera mitt besta,“ sagði Humphries og uppskar fagnaðarlæti og faðmlög liðsfélaga sinna.
Körfubolti Hinsegin Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Íslensku stuðningsmennirnir hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Sjá meira