Út úr skápnum í klefanum: Þarf ekki að vera í felum þó maður sé íþróttamaður Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2022 07:31 Isaac Humphries opnaði sig um samkynhneigð sína með liðsfélögum sínum. Skjáskot/Twitter Ástralska körfuboltafélagið Melbourne United hefur birt hjartnæmt myndband af því þegar Isaac Humphries tilkynnti liðsfélögum sínum að hann væri samkynhneigður. Humphries er 24 ára gamall og fyrrverandi leikmaður NBA-liðsins Atlanta Hawks. Samkvæmt CNN er hann eini karlmaðurinn í heiminum, af þeim sem spila í efstu deild í körfubolta, sem opinberað hefur samkynhneigð sína. Humphries átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann sagði liðsfélögum sínum frá því að fyrir nokkrum árum hefði hann verið kominn á mjög slæman stað, í afneitun gagnvart eigin kynhneigð, og reynt að taka eigið líf. Myndbandið má sjá hér að neðan. Today was a special day as we had the honour of helping @IsaacHumphries7 share his truth.We wanted to share some more of that moment with you. This video shows a portion of our Head Coach, @DeanVickerman's remarks following on from Isaac's brave statement to his team. pic.twitter.com/XrwQVvSpz5— Melbourne United (@MelbUnited) November 16, 2022 Humphries sagði ástæðuna fyrir því hve honum leið illa hafa verið hve erfitt hann hafi átt með að sætta sig við þá staðreynd að hann væri samkynhneigður. „Ég fylltist viðbjóði gagnvart sjálfum mér og fannst ég ekki geta verið þessi manneskja í körfuboltaumhverfinu,“ sagði Humphries. Hann hafi hins vegar komist í umhverfi sem var fullt af ánægju og gleði þar sem hann gat opnað sig og verið hann sjálfur, og sætt sig við hver hann væri í raun og veru. Þá hafi staðið eftir spurningin um körfuboltann en hann hafi ekki viljað fela kynhneigð sína. Isaac Humphries í leik með Melbourne United í áströlsku úrvalsdeildinni.Getty/Kelly Defina „Ég ákvað að ef að ég færi í nýtt lið þá myndi ég koma út úr skápnum opinberlega og sjá til þess að fólk viti að maður getur lifað og þurfi ekki að vera í felum, bara vegna þess að maður er íþróttamaður,“ sagði Humphries við liðsfélaga sína, með grátstafinn í kverkunum. Fulltrúi fólks sem er í sömu stöðu og hann var í „En ég vil segja að við sem íþróttamenn berum ábyrgð á því að vera öðrum fordæmi. Og staðreyndin er að það er svo mikið af fólki í öðrum kimum heimsins sem á erfitt á hverjum degi, og veit ekki hvernig það á að komast á fætur eða lifa. Ég veit hvernig tilfinning það er og ég vil vera fulltrúi þessa fólks. Það er markmiðið mitt. Að fólk viti að maður getur verið eins og maður vill, sama hver maður er eða hvað maður gerir. Maður getur verið „Big Ice“ og verið samkynhneigður, og samt verið frábær körfuboltamaður. Það hefur ekkert að gera með kynhneigð manns. Ég vil bara vera ég sjálfur. Þetta er markmið mitt í lífinu og ég ætla að gera mitt besta,“ sagði Humphries og uppskar fagnaðarlæti og faðmlög liðsfélaga sinna. Körfubolti Hinsegin Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira
Humphries er 24 ára gamall og fyrrverandi leikmaður NBA-liðsins Atlanta Hawks. Samkvæmt CNN er hann eini karlmaðurinn í heiminum, af þeim sem spila í efstu deild í körfubolta, sem opinberað hefur samkynhneigð sína. Humphries átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann sagði liðsfélögum sínum frá því að fyrir nokkrum árum hefði hann verið kominn á mjög slæman stað, í afneitun gagnvart eigin kynhneigð, og reynt að taka eigið líf. Myndbandið má sjá hér að neðan. Today was a special day as we had the honour of helping @IsaacHumphries7 share his truth.We wanted to share some more of that moment with you. This video shows a portion of our Head Coach, @DeanVickerman's remarks following on from Isaac's brave statement to his team. pic.twitter.com/XrwQVvSpz5— Melbourne United (@MelbUnited) November 16, 2022 Humphries sagði ástæðuna fyrir því hve honum leið illa hafa verið hve erfitt hann hafi átt með að sætta sig við þá staðreynd að hann væri samkynhneigður. „Ég fylltist viðbjóði gagnvart sjálfum mér og fannst ég ekki geta verið þessi manneskja í körfuboltaumhverfinu,“ sagði Humphries. Hann hafi hins vegar komist í umhverfi sem var fullt af ánægju og gleði þar sem hann gat opnað sig og verið hann sjálfur, og sætt sig við hver hann væri í raun og veru. Þá hafi staðið eftir spurningin um körfuboltann en hann hafi ekki viljað fela kynhneigð sína. Isaac Humphries í leik með Melbourne United í áströlsku úrvalsdeildinni.Getty/Kelly Defina „Ég ákvað að ef að ég færi í nýtt lið þá myndi ég koma út úr skápnum opinberlega og sjá til þess að fólk viti að maður getur lifað og þurfi ekki að vera í felum, bara vegna þess að maður er íþróttamaður,“ sagði Humphries við liðsfélaga sína, með grátstafinn í kverkunum. Fulltrúi fólks sem er í sömu stöðu og hann var í „En ég vil segja að við sem íþróttamenn berum ábyrgð á því að vera öðrum fordæmi. Og staðreyndin er að það er svo mikið af fólki í öðrum kimum heimsins sem á erfitt á hverjum degi, og veit ekki hvernig það á að komast á fætur eða lifa. Ég veit hvernig tilfinning það er og ég vil vera fulltrúi þessa fólks. Það er markmiðið mitt. Að fólk viti að maður getur verið eins og maður vill, sama hver maður er eða hvað maður gerir. Maður getur verið „Big Ice“ og verið samkynhneigður, og samt verið frábær körfuboltamaður. Það hefur ekkert að gera með kynhneigð manns. Ég vil bara vera ég sjálfur. Þetta er markmið mitt í lífinu og ég ætla að gera mitt besta,“ sagði Humphries og uppskar fagnaðarlæti og faðmlög liðsfélaga sinna.
Körfubolti Hinsegin Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira