Samflot iðn- og tæknifólks vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 20:32 Skrifstofur Ríkissáttasemjara Vísir/Egill Samninganefndir allra stéttarfélaga iðn- og tæknifólks hafa ákveðið að vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara en kjarasamningar hafa verið lausir síðan 1. nóvember sl. Stéttarfélög iðn- og tæknifólks hafa síðustu vikur reynt að ná nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins en í dag kom endanlega í ljós að of langt er á milli viðsemjenda. Að samfloti iðn- og tæknifólks standa MATVÍS, Rafiðnaðarsamband Íslands vegna aðildarfélaga, Samiðn vegna aðildarfélaga og VM félag vélstjóra og málmiðnaðarmanna. Í tilkynningu segir að Samninganefnd iðn- og tæknifólks hafi lagt áherslu á að viðhalda kaupmætti sinna félagsmanna auk þess að leggja áherslu á fjölskyldu- og manneskjulegt starfsumhverfi t.d með því að taka annað skref í styttingu vinnuvikunnar þannig að vinnutímastytting henti öllu félagsfólki. Félögin hafi lagt fram töluleg gögn sem sýna fram á mun lakari launaþróun iðnaðarmanna samanborið við aðra hópa á vinnumarkaði og mikilvægi þess að taxtar iðnaðarmanna hækki í takt við þann mismun. „Samninganefnd iðn- og tæknifólks hefur nálgast verkefnið með ábyrgum hætti og lagt sig fram við að hugsa í lausnum og hlusta á viðsemjendur. Við munum þó aldrei samþykkja þá skoðun sem virðist vera ríkjandi við samningaborðið að eingöngu launafólk eigi að viðhalda stöðuleika og halda niðri verðbólgu í íslensku samfélagi.“ Stjórnvöld og sveitarfélög hafa boðað gjaldskrár- og skattahækkanir um næstu áramót, að undanförnu hafa dunið á launafólki hækkanir vegna vaxtahækkana Seðlabankans og á almennri neysluvöru. Stéttarfélög iðnaðarmanna fara því fram með sanngjarna kröfu um að verja og auka kaupmátt til framtíðar. „Það er réttlát krafa að iðn- og tæknifólk fái sanngjarna hlutdeild af þeirri verðmætasköpun sem þau leggja til íslensku hagkerfi.“ Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir VR/LÍV og SGS vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hafa tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Lífskjarasamningurinn, sem undirritaður var árið 2019, rann út um síðustu mánaðamót. 14. nóvember 2022 13:49 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira
Stéttarfélög iðn- og tæknifólks hafa síðustu vikur reynt að ná nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins en í dag kom endanlega í ljós að of langt er á milli viðsemjenda. Að samfloti iðn- og tæknifólks standa MATVÍS, Rafiðnaðarsamband Íslands vegna aðildarfélaga, Samiðn vegna aðildarfélaga og VM félag vélstjóra og málmiðnaðarmanna. Í tilkynningu segir að Samninganefnd iðn- og tæknifólks hafi lagt áherslu á að viðhalda kaupmætti sinna félagsmanna auk þess að leggja áherslu á fjölskyldu- og manneskjulegt starfsumhverfi t.d með því að taka annað skref í styttingu vinnuvikunnar þannig að vinnutímastytting henti öllu félagsfólki. Félögin hafi lagt fram töluleg gögn sem sýna fram á mun lakari launaþróun iðnaðarmanna samanborið við aðra hópa á vinnumarkaði og mikilvægi þess að taxtar iðnaðarmanna hækki í takt við þann mismun. „Samninganefnd iðn- og tæknifólks hefur nálgast verkefnið með ábyrgum hætti og lagt sig fram við að hugsa í lausnum og hlusta á viðsemjendur. Við munum þó aldrei samþykkja þá skoðun sem virðist vera ríkjandi við samningaborðið að eingöngu launafólk eigi að viðhalda stöðuleika og halda niðri verðbólgu í íslensku samfélagi.“ Stjórnvöld og sveitarfélög hafa boðað gjaldskrár- og skattahækkanir um næstu áramót, að undanförnu hafa dunið á launafólki hækkanir vegna vaxtahækkana Seðlabankans og á almennri neysluvöru. Stéttarfélög iðnaðarmanna fara því fram með sanngjarna kröfu um að verja og auka kaupmátt til framtíðar. „Það er réttlát krafa að iðn- og tæknifólk fái sanngjarna hlutdeild af þeirri verðmætasköpun sem þau leggja til íslensku hagkerfi.“
Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir VR/LÍV og SGS vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hafa tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Lífskjarasamningurinn, sem undirritaður var árið 2019, rann út um síðustu mánaðamót. 14. nóvember 2022 13:49 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira
VR/LÍV og SGS vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hafa tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Lífskjarasamningurinn, sem undirritaður var árið 2019, rann út um síðustu mánaðamót. 14. nóvember 2022 13:49