Spurt hvort fjarlægja ætti stíflu Elliðavatns eftir lokun virkjunar Kristján Már Unnarsson skrifar 17. nóvember 2022 21:11 Elliðavatnsstífla. Vatnið var upphaflega stíflað árið 1924 vegna vatnsmiðlunar fyrir Elliðaárstöð. Arnar Halldórsson Spurningar hafa vaknað um hvort fjarlægja eigi stíflu Elliðavatns og koma vatninu í upprunalegt horf, eftir að rekstri Elliðaárstöðvar var hætt. Líffræðingur sem vaktar Elliðavatn segir að slíkt þyrfti að hugsa vandlega og að söknuður yrði af vatninu. Árbæjarlón í Árbæjarhverfi var inntakslón Elliðaárstöðvar en eftir að það var tæmt hafa margir spurt: Hvað með Elliðavatn, sem með stórum stíflugarði þjónaði sem uppistöðulón virkjunarinnar? Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Ólafur Kr. Guðmundsson, sem ólst upp við Elliðavatnsstíflu, lýsir því að áður hafi þetta verið tvö lítil vötn. Vatnsendavatn var Kópavogsmegin Þingness en Vatnavatn við bæinn Elliðavatn. Kortið sýnir hvernig Elliðavatn leit út áður en það var stíflað árið 1924. Í þættinum Um land allt efast Ólafur þó um að hleypt verði úr Elliðavatni. „Ef við ættum að vera sjálfum okkur samkvæm, þá ættum við náttúrlega að rífa þennan stíflugarð og setja þetta allt í upphaflegt horf. En ég held að það verði nú reyndar aldrei. Raskið yrði of mikið og þetta er orðið það gamalt. Þetta er orðið hundrað ára gamalt, þetta vatn,“ segir Ólafur. Ólafur Kr. Guðmundsson við stíflugarð Elliðavatns. Æskuheimili hans var skammt frá.Arnar Halldórsson Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var spurður um það á íbúafundi í Árbæjarhverfi fyrr á árinu hvort Elliðavatn yrði tæmt eins og Árbæjarlón. „Nei. Ég hef spurt eftir því og það stendur ekki til að hleypa úr Elliðavatni. Og það eru talin ýmis rök fyrir því og það var kannski ekki beinlínis hluti af raforkuframleiðslunni á sama hátt og Árbæjarstíflan,“ svaraði borgarstjóri. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á íbúafundi í Árbæjarskóla í mars. Þar sagði hann að Elliðavatn hefði ekki beinlínis verið hluti af raforkuframleiðslunni á sama hátt og Árbæjarstífla, án þess að útskýra það nánar.Reykjavíkurborg Friðþjófur Árnason, líffræðingur á Hafrannsóknastofnun, sinnir reglubundnum rannsóknum á vatninu. „Elliðavatn er að uppruna uppistöðulón. Menn hafa nefnt það að fjarlægja stífluna og fá þetta allt bara í fyrra horf. En það yrðu gríðarlegar breytingar á umhverfinu hérna við það. Þannig að ég held að menn þurfi að hugsa það svolítið betur heldur en bara ráðast í það að rífa stífluna, einn, tveir og þrír,“ sagði Friðþjófur. Friðþjófur Árnason, líffræðingur á Hafrannsóknastofnun, annast rannsóknir á Elliðavatni.Arnar Halldórsson Margir sjá þetta manngerða virkjunarlón í dag sem náttúruperlu. „Ég held að það sé enginn vafi að þetta er fallegt vatn eins og það er núna. Og það er mikið stærra en það var fyrir aldamótin 18-1900. Þannig að ég held að það yrði nú ansi mikill söknuður ef það minnkaði um tvo þriðju kannski,“ segir líffræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um Elliðavatn og vatnasvið þess í tveimur þáttum Um land allt. Þættina má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Um land allt Orkumál Reykjavík Borgarstjórn Vatnsaflsvirkjanir Umhverfismál Kópavogur Stangveiði Tengdar fréttir Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. 22. október 2022 12:45 Segir meirihlutann í afneitun um „óleyfisframkvæmd“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur um að vera í afneitun um það sem hann kallar óleyfisframkvæmd að tæma Árbæjarlón. Meirihluti borgarstjórnar vísaði frá tillögu um að fylla lónið aftur. 15. nóvember 2022 23:20 „Við lögum ekki slæma ákvarðanatöku með annarri slæmri ákvarðanatöku“ Formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir óráð að fylla upp í Árbæjarlón að svo stöddu en tæming þess var nýlega úrskurðuð ólögmæt. Ekki sé hægt að laga eina slæma ákvarðanatöku með annarri slæmri ákvörðun. 16. nóvember 2022 19:15 Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16 Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. 28. apríl 2022 23:10 Orkuveitan velur skemmtigarð og kaffihús fram yfir raforkuvinnslu Orkuveita Reykjavíkur er að byggja fjölskyldu- og skemmtigarð ásamt kaffihúsi við Elliðaárstöð á sama tíma og hún telur ekki svara kostnaði að hefja þar raforkuframleiðslu á ný. Forstjóri Orkuveitunnar neitar að svara spurningum um málið en oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir enga spurningu að endurskoða eigi lokun rafstöðvarinnar. 2. maí 2022 21:45 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Árbæjarlón í Árbæjarhverfi var inntakslón Elliðaárstöðvar en eftir að það var tæmt hafa margir spurt: Hvað með Elliðavatn, sem með stórum stíflugarði þjónaði sem uppistöðulón virkjunarinnar? Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Ólafur Kr. Guðmundsson, sem ólst upp við Elliðavatnsstíflu, lýsir því að áður hafi þetta verið tvö lítil vötn. Vatnsendavatn var Kópavogsmegin Þingness en Vatnavatn við bæinn Elliðavatn. Kortið sýnir hvernig Elliðavatn leit út áður en það var stíflað árið 1924. Í þættinum Um land allt efast Ólafur þó um að hleypt verði úr Elliðavatni. „Ef við ættum að vera sjálfum okkur samkvæm, þá ættum við náttúrlega að rífa þennan stíflugarð og setja þetta allt í upphaflegt horf. En ég held að það verði nú reyndar aldrei. Raskið yrði of mikið og þetta er orðið það gamalt. Þetta er orðið hundrað ára gamalt, þetta vatn,“ segir Ólafur. Ólafur Kr. Guðmundsson við stíflugarð Elliðavatns. Æskuheimili hans var skammt frá.Arnar Halldórsson Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var spurður um það á íbúafundi í Árbæjarhverfi fyrr á árinu hvort Elliðavatn yrði tæmt eins og Árbæjarlón. „Nei. Ég hef spurt eftir því og það stendur ekki til að hleypa úr Elliðavatni. Og það eru talin ýmis rök fyrir því og það var kannski ekki beinlínis hluti af raforkuframleiðslunni á sama hátt og Árbæjarstíflan,“ svaraði borgarstjóri. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á íbúafundi í Árbæjarskóla í mars. Þar sagði hann að Elliðavatn hefði ekki beinlínis verið hluti af raforkuframleiðslunni á sama hátt og Árbæjarstífla, án þess að útskýra það nánar.Reykjavíkurborg Friðþjófur Árnason, líffræðingur á Hafrannsóknastofnun, sinnir reglubundnum rannsóknum á vatninu. „Elliðavatn er að uppruna uppistöðulón. Menn hafa nefnt það að fjarlægja stífluna og fá þetta allt bara í fyrra horf. En það yrðu gríðarlegar breytingar á umhverfinu hérna við það. Þannig að ég held að menn þurfi að hugsa það svolítið betur heldur en bara ráðast í það að rífa stífluna, einn, tveir og þrír,“ sagði Friðþjófur. Friðþjófur Árnason, líffræðingur á Hafrannsóknastofnun, annast rannsóknir á Elliðavatni.Arnar Halldórsson Margir sjá þetta manngerða virkjunarlón í dag sem náttúruperlu. „Ég held að það sé enginn vafi að þetta er fallegt vatn eins og það er núna. Og það er mikið stærra en það var fyrir aldamótin 18-1900. Þannig að ég held að það yrði nú ansi mikill söknuður ef það minnkaði um tvo þriðju kannski,“ segir líffræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um Elliðavatn og vatnasvið þess í tveimur þáttum Um land allt. Þættina má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+.
Um land allt Orkumál Reykjavík Borgarstjórn Vatnsaflsvirkjanir Umhverfismál Kópavogur Stangveiði Tengdar fréttir Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. 22. október 2022 12:45 Segir meirihlutann í afneitun um „óleyfisframkvæmd“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur um að vera í afneitun um það sem hann kallar óleyfisframkvæmd að tæma Árbæjarlón. Meirihluti borgarstjórnar vísaði frá tillögu um að fylla lónið aftur. 15. nóvember 2022 23:20 „Við lögum ekki slæma ákvarðanatöku með annarri slæmri ákvarðanatöku“ Formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir óráð að fylla upp í Árbæjarlón að svo stöddu en tæming þess var nýlega úrskurðuð ólögmæt. Ekki sé hægt að laga eina slæma ákvarðanatöku með annarri slæmri ákvörðun. 16. nóvember 2022 19:15 Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16 Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. 28. apríl 2022 23:10 Orkuveitan velur skemmtigarð og kaffihús fram yfir raforkuvinnslu Orkuveita Reykjavíkur er að byggja fjölskyldu- og skemmtigarð ásamt kaffihúsi við Elliðaárstöð á sama tíma og hún telur ekki svara kostnaði að hefja þar raforkuframleiðslu á ný. Forstjóri Orkuveitunnar neitar að svara spurningum um málið en oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir enga spurningu að endurskoða eigi lokun rafstöðvarinnar. 2. maí 2022 21:45 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. 22. október 2022 12:45
Segir meirihlutann í afneitun um „óleyfisframkvæmd“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur um að vera í afneitun um það sem hann kallar óleyfisframkvæmd að tæma Árbæjarlón. Meirihluti borgarstjórnar vísaði frá tillögu um að fylla lónið aftur. 15. nóvember 2022 23:20
„Við lögum ekki slæma ákvarðanatöku með annarri slæmri ákvarðanatöku“ Formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir óráð að fylla upp í Árbæjarlón að svo stöddu en tæming þess var nýlega úrskurðuð ólögmæt. Ekki sé hægt að laga eina slæma ákvarðanatöku með annarri slæmri ákvörðun. 16. nóvember 2022 19:15
Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. 8. desember 2021 22:16
Telur mun ódýrara að endurræsa Elliðaárstöð en Orkuveitan áætlar Einn reynslumesti virkjanamaður landsins á sviði smávirkjana hvetur Orkuveitu Reykjavíkur til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta rekstri Elliðaárstöðvar og telur unnt að endurræsa virkjunina fyrir sextíu prósent af þeim kostnaði sem Orkuveitan áætlar. 28. apríl 2022 23:10
Orkuveitan velur skemmtigarð og kaffihús fram yfir raforkuvinnslu Orkuveita Reykjavíkur er að byggja fjölskyldu- og skemmtigarð ásamt kaffihúsi við Elliðaárstöð á sama tíma og hún telur ekki svara kostnaði að hefja þar raforkuframleiðslu á ný. Forstjóri Orkuveitunnar neitar að svara spurningum um málið en oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir enga spurningu að endurskoða eigi lokun rafstöðvarinnar. 2. maí 2022 21:45