Tenniskonur á blæðingum geta nú keppt óhræddar á Wimbledon Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 23:30 Elena Rybakina frá Kasakstan lék til úrslita í einliðaleik kvenna á Wimbledon mótinu í sumar. Vísir/Getty Frá árinu 2014 hefur verið bannað að vera í lituðum nærfötum undir alhvítum keppnisfötum á Wimbledon mótinu í tennis. Nú hefur verið slakað á reglunum eftir gagnrýni tenniskvenna. Wimbledon mótið í tennis er eitt fjögurra risamóta sem haldið er á hverju ári. Saga mótsins er merkileg en það var haldið í fyrsta sinn árið 1877 og nemur heildarverðlaunafé á mótinu tæpum sjö milljörðum króna. Sú hefð hefur lengi verið við lýði að allir leikmenn klæðist alhvítum keppnisklæðnaði og síðan 2014 var nærfatnaður einnig felldur undir þessa reglu. Sú ákvörðun hefur fengið talsverða gagnrýni, ekki síst frá tenniskonum sem hafa upplifað kvíða vegna þessa þegar þær eru á blæðingum. Wimbledon is relaxing its requirement for all-white clothing to allow female players to wear colored undershorts to be more comfortable on their periods. https://t.co/e8ky2ypBiK— The Associated Press (@AP) November 17, 2022 Billie Jean King, sexfaldur Wimbledon meistari, var ein af þeim sem var í fararbroddi í umræðunni um reglubreytinguna. „Mín kynslóð var alltaf með áhyggjur því við vorum í alhvítum klæðnaði öllum stundum. Það er klæðnaðurinn undir sem er mikilvægur þegar þú ert á blæðingum. Við vorum alltaf að athuga hvort eitthvað myndi sjást.“ „Maður verður áhyggjufullur því fyrst og fremst erum við skemmtikraftar og þú villt alltaf líta óaðfinnanlega út, líta frábærlega út. Manni líður eins og maður geti andað og þurfi ekki að athuga stöðuna á hverri mínútu þegar maður sest niður og skiptir um vallarhelming. Nú er þetta komið í umræðuna og það er mikilvægt að við eigum samræðurnar,“ sagði King að auki. Serena Williams vann Wimbledon mótið sjö sinnum á sínum ferli. Hér er hún á mótinu í sumar.Vísir/Getty Sally Bolton, stjórnarformaður All England tennisfélagsins sem heldur Wimbledon mótið, segir mikilvægt að styðja við leikmenn. „Við ætlum okkur að styðja við leikmennina og hlusta á þeirra rödd varðandi það hvernig þeir geta staðið sig sem best á mótinu,“ sagði Bolton. „Það er okkar von að þessi reglubreyting hjálpi leikmönnum að einbeita sér að sinni frammistöðu og komi í veg fyrir kvíðavaldandi aðstæður.“ Tennis Bretland Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Sjá meira
Wimbledon mótið í tennis er eitt fjögurra risamóta sem haldið er á hverju ári. Saga mótsins er merkileg en það var haldið í fyrsta sinn árið 1877 og nemur heildarverðlaunafé á mótinu tæpum sjö milljörðum króna. Sú hefð hefur lengi verið við lýði að allir leikmenn klæðist alhvítum keppnisklæðnaði og síðan 2014 var nærfatnaður einnig felldur undir þessa reglu. Sú ákvörðun hefur fengið talsverða gagnrýni, ekki síst frá tenniskonum sem hafa upplifað kvíða vegna þessa þegar þær eru á blæðingum. Wimbledon is relaxing its requirement for all-white clothing to allow female players to wear colored undershorts to be more comfortable on their periods. https://t.co/e8ky2ypBiK— The Associated Press (@AP) November 17, 2022 Billie Jean King, sexfaldur Wimbledon meistari, var ein af þeim sem var í fararbroddi í umræðunni um reglubreytinguna. „Mín kynslóð var alltaf með áhyggjur því við vorum í alhvítum klæðnaði öllum stundum. Það er klæðnaðurinn undir sem er mikilvægur þegar þú ert á blæðingum. Við vorum alltaf að athuga hvort eitthvað myndi sjást.“ „Maður verður áhyggjufullur því fyrst og fremst erum við skemmtikraftar og þú villt alltaf líta óaðfinnanlega út, líta frábærlega út. Manni líður eins og maður geti andað og þurfi ekki að athuga stöðuna á hverri mínútu þegar maður sest niður og skiptir um vallarhelming. Nú er þetta komið í umræðuna og það er mikilvægt að við eigum samræðurnar,“ sagði King að auki. Serena Williams vann Wimbledon mótið sjö sinnum á sínum ferli. Hér er hún á mótinu í sumar.Vísir/Getty Sally Bolton, stjórnarformaður All England tennisfélagsins sem heldur Wimbledon mótið, segir mikilvægt að styðja við leikmenn. „Við ætlum okkur að styðja við leikmennina og hlusta á þeirra rödd varðandi það hvernig þeir geta staðið sig sem best á mótinu,“ sagði Bolton. „Það er okkar von að þessi reglubreyting hjálpi leikmönnum að einbeita sér að sinni frammistöðu og komi í veg fyrir kvíðavaldandi aðstæður.“
Tennis Bretland Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Sjá meira