Katarar hætta við á síðustu stundu og banna bjórinn Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2022 10:48 Enskir stuðningsmenn verða að láta sér nægja að hella óáfengum bjór yfir sig. Getty/Marc Atkins Yfirvöld í Katar hafa tekið algjöra U-beygju varðandi bjórsölu nú þegar aðeins tveir dagar eru í að hið umdeilda heimsmeistaramót karla í fótbolta hefjist þar með leik heimamanna við Ekvador. New York Times greinir frá því að yfirvöld hafi tekið ákvörðun um að aðeins óáfengir drykkir verði til sölu á leikvöngunum sem spilað verður á á HM. Það er í algjörri mótsögn við það sem FIFA hefur gefið út og flækir málin varðandi 75 milljóna dala samning FIFA við Budweiser. Beer is out at the World Cup. After all that (alcoholic) beer will now not be sold inside the perimeter at all eight of Qatar s World Cup stadiums. Big about-face means FIFA now faces contractual nightmare with Budweiser.— tariq panja (@tariqpanja) November 18, 2022 Í opinberum upplýsingabæklingi FIFA fyrir stuðningsmenn í Katar, sem gefinn var út fyrir mótið, segir að hægt verði að kaupa Budweiser, óáfengan Budweiser og Coca-Cola vörur á leikvöngunum í allt að þrjá klukkutíma fyrir hvern leik og einn klukkutíma eftir hvern leik. Well, this is awkward...— Budweiser (@Budweiser) November 18, 2022 Reglur um áfengi eru mjög strangar í Katar og aðeins hægt að kaupa áfenga drykki á ákveðnum hótelbörum. Verðið á þeim þykir einnig dýrt og átti bjórinn á stuðningsmannasvæðum og leikvöngum að kosta tæplega 2.000 krónur. Samkvæmt frétt NYT verður reyndar eitthvað um áfengan bjór á leikvöngunum því FIFA-fólk og aðrir sem hafa efni á því að sitja í sérstökum VIP-stúkum munu fá sinn bjór. Skipuleggjendur HM neituðu að tjá sig um málið og fulltrúar Budweiser hafa heldur ekki tjáð sig að svo stöddu. HM 2022 í Katar Fótbolti Katar Áfengi og tóbak Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Sjá meira
New York Times greinir frá því að yfirvöld hafi tekið ákvörðun um að aðeins óáfengir drykkir verði til sölu á leikvöngunum sem spilað verður á á HM. Það er í algjörri mótsögn við það sem FIFA hefur gefið út og flækir málin varðandi 75 milljóna dala samning FIFA við Budweiser. Beer is out at the World Cup. After all that (alcoholic) beer will now not be sold inside the perimeter at all eight of Qatar s World Cup stadiums. Big about-face means FIFA now faces contractual nightmare with Budweiser.— tariq panja (@tariqpanja) November 18, 2022 Í opinberum upplýsingabæklingi FIFA fyrir stuðningsmenn í Katar, sem gefinn var út fyrir mótið, segir að hægt verði að kaupa Budweiser, óáfengan Budweiser og Coca-Cola vörur á leikvöngunum í allt að þrjá klukkutíma fyrir hvern leik og einn klukkutíma eftir hvern leik. Well, this is awkward...— Budweiser (@Budweiser) November 18, 2022 Reglur um áfengi eru mjög strangar í Katar og aðeins hægt að kaupa áfenga drykki á ákveðnum hótelbörum. Verðið á þeim þykir einnig dýrt og átti bjórinn á stuðningsmannasvæðum og leikvöngum að kosta tæplega 2.000 krónur. Samkvæmt frétt NYT verður reyndar eitthvað um áfengan bjór á leikvöngunum því FIFA-fólk og aðrir sem hafa efni á því að sitja í sérstökum VIP-stúkum munu fá sinn bjór. Skipuleggjendur HM neituðu að tjá sig um málið og fulltrúar Budweiser hafa heldur ekki tjáð sig að svo stöddu.
HM 2022 í Katar Fótbolti Katar Áfengi og tóbak Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti