Hannes Þór um endinn á Hlíðarenda: „Ég fékk aldrei neinar skýringar á þessu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. nóvember 2022 08:01 Hannes Þór Halldórsson lék með Val frá 2019 til 2021. vísir/bára Hannes Þór Halldórsson, einn besti markvörður Íslandssögunnar, lagði hanskana nokkuð óvænt á hilluna fyrr á þessu ári. Hann fór yfir endalok ferilsins, sem fór með hann frá Breiðholti til Aserbaísjan, í hlaðvarpsþættinum Chat After Dark, áður Chess After Dark. Hinn 38 ára gamli Hannes Þór spilaði alls 77 A-landsleiki fyrir íslenska A-landsliðið. Stóð hann milli stanganna á báðum stórmótunum - EM í Frakklandi sumarið 2016 og HM í Rússlandi tveimur árum síðar - sem Ísland hefur farið á. Hannes Þór ver vítaspyrnu Lionel Messi á HM í Rússlandi.VÍSIR/GETTY Hannes Þór var leikmaður Vals á síðasta ári en eftir að tímabilinu 2021 lauk ákvað félagið að rifta samningi hans. Á endanum fóru hanskarnir svo upp í hillu á þessu ári, þó Hannes Þór hafi fengið félagaskipti til Víkings á miðju tímabili. Markvörðurinn hefur ekki gefið upp hvernig endinn bar að á Hlíðarenda og Valsmenn hafa lítið sem ekkert sagt um málið. Aðspurður út í ákvörðun Vals að rifta samningnum sagði Hannes Þór: „Frábær spurning, ég fékk aldrei neina skýringu á þessu. Það verður bara að segjast eins og er.“ Það versta við þetta var þó að Hannes Þór heyrði aldrei neitt frá félaginu. „Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Á dauða mínum átti ég von á en ekki þessu. Ég frétti af þessu daginn eftir síðasta leik, í gegnum fjölmiðla.“ „Það var löngu búið að ganga frá þessu og það átti að halda því frá minni vitneskju. Þá fýkur svolítið í mig og ég reyni að ganga á menn til að komast að því hvað sé í gangi. Fæ engin svör fyrr en nokkrum dögum seinna. Þetta hefði aldrei þurft að fara svona.“ Heyrði frá Val þremur dögum eftir að málið komst í fjölmiðla „Alla dagana þar á undan var ég búinn að reyna að hafa samband við einhvern á Hlíðarenda. Síðan kemur símtal þar sem er farið mjög stuttlega yfir þetta.“ „Finnst fyrst og fremst leiðinlegt að þetta fari í þennan farveg því þetta var óþarfi. Fyrst þessi ákvörðun var tekin þá hefði verið hægt að afgreiða þetta á allt annan hátt.“ Þá var Hannes Þór ekki sáttur með hvernig Heimir Guðjónsson, þáverandi þjálfari Vals, kom fram. Hann taldi samband þeirra gott á þessum tímapunkti. „Hann hafði reynst mér að mörgu leyti vel sem þjálfari Vals og ég ber virðingu fyrir því sem Heimir hefur gert á sínum þjálfaraferli. Ég óska honum velfarnaðar í nýju starfi en hans framkoma í þessu máli litar það sem álit sem ég hafði á honum.“ Fyrri hluta þáttarins má hlusta á hér að neðan. Þar fer Hannes Þór yfir víðan völl, bæði er varðar fótboltaferilinn og svo starf hans á bakvið myndavélina. Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Hinn 38 ára gamli Hannes Þór spilaði alls 77 A-landsleiki fyrir íslenska A-landsliðið. Stóð hann milli stanganna á báðum stórmótunum - EM í Frakklandi sumarið 2016 og HM í Rússlandi tveimur árum síðar - sem Ísland hefur farið á. Hannes Þór ver vítaspyrnu Lionel Messi á HM í Rússlandi.VÍSIR/GETTY Hannes Þór var leikmaður Vals á síðasta ári en eftir að tímabilinu 2021 lauk ákvað félagið að rifta samningi hans. Á endanum fóru hanskarnir svo upp í hillu á þessu ári, þó Hannes Þór hafi fengið félagaskipti til Víkings á miðju tímabili. Markvörðurinn hefur ekki gefið upp hvernig endinn bar að á Hlíðarenda og Valsmenn hafa lítið sem ekkert sagt um málið. Aðspurður út í ákvörðun Vals að rifta samningnum sagði Hannes Þór: „Frábær spurning, ég fékk aldrei neina skýringu á þessu. Það verður bara að segjast eins og er.“ Það versta við þetta var þó að Hannes Þór heyrði aldrei neitt frá félaginu. „Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Á dauða mínum átti ég von á en ekki þessu. Ég frétti af þessu daginn eftir síðasta leik, í gegnum fjölmiðla.“ „Það var löngu búið að ganga frá þessu og það átti að halda því frá minni vitneskju. Þá fýkur svolítið í mig og ég reyni að ganga á menn til að komast að því hvað sé í gangi. Fæ engin svör fyrr en nokkrum dögum seinna. Þetta hefði aldrei þurft að fara svona.“ Heyrði frá Val þremur dögum eftir að málið komst í fjölmiðla „Alla dagana þar á undan var ég búinn að reyna að hafa samband við einhvern á Hlíðarenda. Síðan kemur símtal þar sem er farið mjög stuttlega yfir þetta.“ „Finnst fyrst og fremst leiðinlegt að þetta fari í þennan farveg því þetta var óþarfi. Fyrst þessi ákvörðun var tekin þá hefði verið hægt að afgreiða þetta á allt annan hátt.“ Þá var Hannes Þór ekki sáttur með hvernig Heimir Guðjónsson, þáverandi þjálfari Vals, kom fram. Hann taldi samband þeirra gott á þessum tímapunkti. „Hann hafði reynst mér að mörgu leyti vel sem þjálfari Vals og ég ber virðingu fyrir því sem Heimir hefur gert á sínum þjálfaraferli. Ég óska honum velfarnaðar í nýju starfi en hans framkoma í þessu máli litar það sem álit sem ég hafði á honum.“ Fyrri hluta þáttarins má hlusta á hér að neðan. Þar fer Hannes Þór yfir víðan völl, bæði er varðar fótboltaferilinn og svo starf hans á bakvið myndavélina.
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti