Borgin ríður á vaðið og skuldbindur sig til að taka á móti 1.500 flóttamönnum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. nóvember 2022 20:30 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra og Nicole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs, undirrita samninginn í dag. vísir/steingrímur dúi Reykjavíkurborg hefur skuldbundið sig til að taka á móti allt að fimmtán hundruð flóttamönnum á næsta ári. Borgarstjóri og félagsmálaráðherra vona að fleiri sveitarfélög skrifi undir slíka samninga við ríkið sem fyrst. Samningar ríkisins við sveitarfélög landsins um samræmda móttöku flóttafólks hafa verið tilbúnir síðan í haust. Þeir felast í fjárstuðningi frá ríkinu svo sveitarfélögin geti veitt þeim fjölda flóttafólks sem það er tilbúið að taka á móti fullnægjandi þjónustu. Sumum hefur þótt sveitarfélögin draga lappirnar í þessum efnum en félagsmálaráðherra segir vona á að fleiri sveitarfélög en borgin skrifi undir á næstunni. „Jú, það er von á fleirum bara núna á næstu vikum. Við eigum í samtali við allmörg sveitarfélög. Og svo vil ég bara hvetja þau sveitarfélög sem eru kannski komin aðeins styttra til að koma inn í þetta líka. Og ég held að svona fordæmi sem að skapast með því að stærsta sveitarfélag landsins komi núna inn í þetta sé mjög jákvætt,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Ráðherrann er ánægður með að borgin hafi riðið á vaðið fyrst sveitarfélaga og undirritað samninginn.vísir/vilhelm Taka við þrefallt fleirum Reykjavíkurborg hafði áður skuldbundið sig til að taka á móti fimm hundruð manns. Sú tala hækkar nú upp í fimmtán hundruð út næsta ár en til að setja það í samhengi er það um helmingur þess fjölda sem hefur komið hingað til lands það sem af er ári. „Þessi tala er mikið hærri en áður og þetta er svona mikið almennara. Og því miður held ég að við þurfum að ganga út frá því að stríðinu í Úkraínu sé ekki að ljúka og þetta verði að einhverju leyti viðvarandi verkefni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Dagur segir verkefnið ekki auðvelt en borgarstjórn sé á einu máli um að það sé það rétta í stöðunni.Vísir/Vilhelm Og það verkefni er ekki auðvelt að sögn Dags. Helstu áskoranirnar eru að finna húsnæði fyrir allan þennan fjölda. „Þetta er auðvitað áskorun. Ég ætla ekkert að leyna því. En borgarstjórn hefur verið sammála alveg frá fyrsta degi innrásarinnar í Úkraínu að borgin bæði fordæmir innrásina, stríðið og hefur lýst sig tilbúin til að taka höndum saman með ríkinu en líka öðrum sveitarfélögum að móttöku flóttafólks.“ Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Hælisleitendur Innrás Rússa í Úkraínu Innflytjendamál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Samningar ríkisins við sveitarfélög landsins um samræmda móttöku flóttafólks hafa verið tilbúnir síðan í haust. Þeir felast í fjárstuðningi frá ríkinu svo sveitarfélögin geti veitt þeim fjölda flóttafólks sem það er tilbúið að taka á móti fullnægjandi þjónustu. Sumum hefur þótt sveitarfélögin draga lappirnar í þessum efnum en félagsmálaráðherra segir vona á að fleiri sveitarfélög en borgin skrifi undir á næstunni. „Jú, það er von á fleirum bara núna á næstu vikum. Við eigum í samtali við allmörg sveitarfélög. Og svo vil ég bara hvetja þau sveitarfélög sem eru kannski komin aðeins styttra til að koma inn í þetta líka. Og ég held að svona fordæmi sem að skapast með því að stærsta sveitarfélag landsins komi núna inn í þetta sé mjög jákvætt,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Ráðherrann er ánægður með að borgin hafi riðið á vaðið fyrst sveitarfélaga og undirritað samninginn.vísir/vilhelm Taka við þrefallt fleirum Reykjavíkurborg hafði áður skuldbundið sig til að taka á móti fimm hundruð manns. Sú tala hækkar nú upp í fimmtán hundruð út næsta ár en til að setja það í samhengi er það um helmingur þess fjölda sem hefur komið hingað til lands það sem af er ári. „Þessi tala er mikið hærri en áður og þetta er svona mikið almennara. Og því miður held ég að við þurfum að ganga út frá því að stríðinu í Úkraínu sé ekki að ljúka og þetta verði að einhverju leyti viðvarandi verkefni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Dagur segir verkefnið ekki auðvelt en borgarstjórn sé á einu máli um að það sé það rétta í stöðunni.Vísir/Vilhelm Og það verkefni er ekki auðvelt að sögn Dags. Helstu áskoranirnar eru að finna húsnæði fyrir allan þennan fjölda. „Þetta er auðvitað áskorun. Ég ætla ekkert að leyna því. En borgarstjórn hefur verið sammála alveg frá fyrsta degi innrásarinnar í Úkraínu að borgin bæði fordæmir innrásina, stríðið og hefur lýst sig tilbúin til að taka höndum saman með ríkinu en líka öðrum sveitarfélögum að móttöku flóttafólks.“
Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Hælisleitendur Innrás Rússa í Úkraínu Innflytjendamál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira