Til hamingju kæra barn Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 20. nóvember 2022 14:01 Í dag er Dagur mannréttinda barna. Um allan heim er verið að fagna því að 20. nóvember 1989 var Barnasáttmálinn samþykktur og flest lönd í heiminum hafa lofað því að fara eftir honum. Barnasáttmálinn eru lög og reglur sem vernda börn eins og þig og það á alltaf að hugsa um hvað sé best fyrir þig þegar verið er að taka ákvarðanir og búa til ný lög og reglur. Líklega eru skrifaðar í dag greinar um hversu mikilvægt er að muna eftir því hverju þú átt rétt á og hvað þarf að gera til að tryggja betra samfélag og betri heim fyrir þig. En við sem vinnum með börnum, fyrir börn og/eða eigum börn verðum ekki bara að muna eftir því sem stendur í Barnasáttmálanum heldur verðum við líka að sjá til þess að þú þekkir Barnasáttmálann. Við fullorðna fólkið berum ábyrgð á því að kynna fyrir þér þessi réttindi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru samtök sem berjast fyrir auknum réttindum þínum og eru hluti af samtökum sem starfa um allan heim. Sums staðar í heiminum þurfum við að berjast fyrir því að börn fái að borða, annars staðar að þau fái að vera í skóla, séu ekki þvinguð til að giftast, séu ekki látin vinna erfiðisvinnu, sé ekki nauðgað eða beitt ofbeldi og sums staðar þurfum við að berjast fyrir því að börn séu ekki látin taka þátt í stríði. Á Íslandi höfum við barist fyrst og fremst fyrir því að verja börn fyrir hvers kyns ofbeldi og að þið fáið að taka þátt í að ákveða lög, reglur og fleira. Það á nefnilega ekki að ákveða eitthvað sem hefur áhrif á ykkur án þess að þið hafið eitthvað um það að segja. Í tengslum við Dag mannréttinda barna höfum við hjá Barnaheillum sent til kennara þinna og skólastjóra hugmyndir af því hvernig hægt er að fræða þig betur um Barnasáttmálann og réttindi þín. Við höfum til dæmis komið með hugmyndir um hvernig hægt er að hafa nemendaþing í skólanum þínum, komið með hugmyndir af leikjum og fleira. Núna sendum við í skólann þinn kynningu sem við vonum að kennarinn þinn sýni bekknum þínum sem fjallar um hvað Ísland geti gert betur til að tryggja að alltaf sé verið að hugsa um hvað er best fyrir þig. Það er nefnilega nefnd hjá Sameinuðu þjóðunum sem heitir Barnaréttarnefnd og skoðar hún vel hvernig hvert og eitt land er að fara eftir Barnasáttmálanum og hvað þarf að bæta. Við hjá Barnaheillum viljum svo í samstarfi við barnamálaráðherrann okkar að þú segir okkur hvað þér finnst um þessar athugasemdir og segir líka hvað annað við getum gert betur svo við séum alltaf að vinna að þeim málum sem mestu skipta. Þú getur alltaf haft samband við okkur á netfanginu barnaheill@barnaheill.is og þú getur líka alltaf hringt í okkur á virkum dögum í síma 553-5900. Ef þú ert hins vegar í mikilli hættu og málið getur ekki beðið þá skaltu hringja strax í 112 en þar er mikið af góðu fólki sem er alltaf tilbúið til að hjálpa þér. Ég veit að flestir sem lesa þessa grein eru fullorðnir og kannski næ ég ekki að hvetja þig til að lesa greinina. En þá vil ég biðja þá sem lesa greinina og vinna með börnum, vinna fyrir börn og/eða eiga börn að fræða þig um Barnasáttmálann og jafnvel skoða saman kynninguna á þessum lokaathugasemdum frá Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Svo er á morgun, mánudag, haldinn stór fundur um þessar athugasemdir sem allir eru velkomnir á. En til hamingju með daginn kæra barn, allir dagar ársins eiga að sjálfsögðu að vera dagar mannréttinda barna en í dag minnum við okkur sérstaklega á það. Linda Hrönn Þórisdóttir Leiðtogi innlendra verkefna Barnaheill – Save the Children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Réttindi barna Mannréttindi Linda Hrönn Þórisdóttir Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er Dagur mannréttinda barna. Um allan heim er verið að fagna því að 20. nóvember 1989 var Barnasáttmálinn samþykktur og flest lönd í heiminum hafa lofað því að fara eftir honum. Barnasáttmálinn eru lög og reglur sem vernda börn eins og þig og það á alltaf að hugsa um hvað sé best fyrir þig þegar verið er að taka ákvarðanir og búa til ný lög og reglur. Líklega eru skrifaðar í dag greinar um hversu mikilvægt er að muna eftir því hverju þú átt rétt á og hvað þarf að gera til að tryggja betra samfélag og betri heim fyrir þig. En við sem vinnum með börnum, fyrir börn og/eða eigum börn verðum ekki bara að muna eftir því sem stendur í Barnasáttmálanum heldur verðum við líka að sjá til þess að þú þekkir Barnasáttmálann. Við fullorðna fólkið berum ábyrgð á því að kynna fyrir þér þessi réttindi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru samtök sem berjast fyrir auknum réttindum þínum og eru hluti af samtökum sem starfa um allan heim. Sums staðar í heiminum þurfum við að berjast fyrir því að börn fái að borða, annars staðar að þau fái að vera í skóla, séu ekki þvinguð til að giftast, séu ekki látin vinna erfiðisvinnu, sé ekki nauðgað eða beitt ofbeldi og sums staðar þurfum við að berjast fyrir því að börn séu ekki látin taka þátt í stríði. Á Íslandi höfum við barist fyrst og fremst fyrir því að verja börn fyrir hvers kyns ofbeldi og að þið fáið að taka þátt í að ákveða lög, reglur og fleira. Það á nefnilega ekki að ákveða eitthvað sem hefur áhrif á ykkur án þess að þið hafið eitthvað um það að segja. Í tengslum við Dag mannréttinda barna höfum við hjá Barnaheillum sent til kennara þinna og skólastjóra hugmyndir af því hvernig hægt er að fræða þig betur um Barnasáttmálann og réttindi þín. Við höfum til dæmis komið með hugmyndir um hvernig hægt er að hafa nemendaþing í skólanum þínum, komið með hugmyndir af leikjum og fleira. Núna sendum við í skólann þinn kynningu sem við vonum að kennarinn þinn sýni bekknum þínum sem fjallar um hvað Ísland geti gert betur til að tryggja að alltaf sé verið að hugsa um hvað er best fyrir þig. Það er nefnilega nefnd hjá Sameinuðu þjóðunum sem heitir Barnaréttarnefnd og skoðar hún vel hvernig hvert og eitt land er að fara eftir Barnasáttmálanum og hvað þarf að bæta. Við hjá Barnaheillum viljum svo í samstarfi við barnamálaráðherrann okkar að þú segir okkur hvað þér finnst um þessar athugasemdir og segir líka hvað annað við getum gert betur svo við séum alltaf að vinna að þeim málum sem mestu skipta. Þú getur alltaf haft samband við okkur á netfanginu barnaheill@barnaheill.is og þú getur líka alltaf hringt í okkur á virkum dögum í síma 553-5900. Ef þú ert hins vegar í mikilli hættu og málið getur ekki beðið þá skaltu hringja strax í 112 en þar er mikið af góðu fólki sem er alltaf tilbúið til að hjálpa þér. Ég veit að flestir sem lesa þessa grein eru fullorðnir og kannski næ ég ekki að hvetja þig til að lesa greinina. En þá vil ég biðja þá sem lesa greinina og vinna með börnum, vinna fyrir börn og/eða eiga börn að fræða þig um Barnasáttmálann og jafnvel skoða saman kynninguna á þessum lokaathugasemdum frá Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Svo er á morgun, mánudag, haldinn stór fundur um þessar athugasemdir sem allir eru velkomnir á. En til hamingju með daginn kæra barn, allir dagar ársins eiga að sjálfsögðu að vera dagar mannréttinda barna en í dag minnum við okkur sérstaklega á það. Linda Hrönn Þórisdóttir Leiðtogi innlendra verkefna Barnaheill – Save the Children á Íslandi
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun