Börnin sem bjarga heiminum Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir skrifar 22. nóvember 2022 10:01 Undanfarið hefur borið á talsvert neikvæðri umræðu um flóttamenn og innflytjendur sem koma til Íslands af ýmsum ástæðum. Ný útlendingalög hafa verið sett og verið er að ræða um að loka landinu. Mig setur hins vegar hljóða og fyrir því er ákveðin ástæða. Nú er það svo að ég trúi því að allt líf sé heilagt og mig minnir að íslenska lýðveldið sem var stofnað á Þingvöllum 1944 hafi byggst á orðinu mannhelgi. Íslenska er hins vegar erfitt tungumál og það getur verið erfitt fyrir alla að flytja sem fullorðnir einstaklingar í nýjan menningarheim, læra á nýja menningu og aðlagast henni. Sjálf bjó ég sem innflytjandi í Svíþjóð í þrjú ár og það var ekki fyrr en ég var búin að læra sænsku ansi vel að ég fór að aðlagast því samfélagi. Og nú er það svo að innflytjendur og flóttamenn sem koma til Íslands læra íslensku misvel og eiga mismunandi auðvelt með að aðlagast íslensku samfélagi. En skiptir það í raun og veru máli? Því ég fór allt í einu að hugsa þessa hluti á algjörlega nýjan hátt. Ég lít svo á að allir sem velja að búa og lifa á Íslandi séu í raun orðnir Íslendingar. Við eigum bara mismunandi bakgrunn og mismunandi uppruna. En þótt flóttamenn og innflytjendur læri kannski ekki allir íslensku þá eiga flestir flóttamenn og innflytjendur börn. Og það eru börnin sem bjarga heiminum. Við megum aldrei gleyma því að þótt foreldrarnir aðlagist kannski aldrei alveg íslensku samfélagi, þá gera börnin það. Börnin verða tvítyngd eða þrítyngd og þau líta á sig sem Íslendinga. Þessi börn eru svo mikil gjöf til okkar sem erum hér. Börn innflytjenda og flóttamanna eru mörg afburðabörn. Þetta eru börn sem leggja mikið á sig til að komast inn í samfélagið. Þau vilja oft menntast og eru oft tilbúin að gefa til baka til þess samfélags sem var tilbúið að taka á móti þeim úr styrjöldum eða efnahagslega erfiðum aðstæðum. Ég hef séð börn innflytjenda blómstra á Íslandi, vaxa, þroskast, læra og ég bara veit að þau eiga eftir að bera uppi íslenskt samfélag eftir nokkur ár. Þau eiga líka eftir að breyta því hvernig við gamla fólkið hugsum um heiminn og það er kominn tími til að breyta hugsanaganginum. Í stað þess að leggja alltaf áherslu á það hvað innflytjendur og flóttamenn séu mikil byrði á samfélaginu, vil ég snúa umræðunni við og tala um það hvað innflytjendur og flóttamenn eiga æðisleg börn og hversu mikil tækifæri eru fólgin í þessum börnum sem koma með nýja sýn og nýja menningarheima inn í okkar lokaða þröngsýna samfélag. Ég vil þakka öllu því fólki sem leggur á sig að búa hér á Íslandi, vinna og starfa í okkar samfélagi, þrátt fyrir alla fordómana og vitleysuna sem er í innfæddum Íslendingum. Ísland er kalt land, myrkrið er hér mikið á veturna, hráslagaleg súldin étur sig inn í allt og alla. Það verða aldrei allir sem vilja búa hér. Það er algjör misskilningur. Ég vil því enda þetta pár, með því að lýsa þeirri skoðun minni, að þótt ef til vill verði að loka landinu fyrir innstreymi fólks einhvern tímann í framtíðinni, þá erum við alls ekki kominn þangað ennþá. Við eigum að fagna og hlúa vel að því fólki sem vill búa og starfa með okkur. Við eigum að gefa börnum þeirra tækifæri til að gefa til baka til íslensks samfélag. Við erum öll Íslendingar, sama hvaðan við komum. Höfundur er efnafræðingur, M.Sc. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur borið á talsvert neikvæðri umræðu um flóttamenn og innflytjendur sem koma til Íslands af ýmsum ástæðum. Ný útlendingalög hafa verið sett og verið er að ræða um að loka landinu. Mig setur hins vegar hljóða og fyrir því er ákveðin ástæða. Nú er það svo að ég trúi því að allt líf sé heilagt og mig minnir að íslenska lýðveldið sem var stofnað á Þingvöllum 1944 hafi byggst á orðinu mannhelgi. Íslenska er hins vegar erfitt tungumál og það getur verið erfitt fyrir alla að flytja sem fullorðnir einstaklingar í nýjan menningarheim, læra á nýja menningu og aðlagast henni. Sjálf bjó ég sem innflytjandi í Svíþjóð í þrjú ár og það var ekki fyrr en ég var búin að læra sænsku ansi vel að ég fór að aðlagast því samfélagi. Og nú er það svo að innflytjendur og flóttamenn sem koma til Íslands læra íslensku misvel og eiga mismunandi auðvelt með að aðlagast íslensku samfélagi. En skiptir það í raun og veru máli? Því ég fór allt í einu að hugsa þessa hluti á algjörlega nýjan hátt. Ég lít svo á að allir sem velja að búa og lifa á Íslandi séu í raun orðnir Íslendingar. Við eigum bara mismunandi bakgrunn og mismunandi uppruna. En þótt flóttamenn og innflytjendur læri kannski ekki allir íslensku þá eiga flestir flóttamenn og innflytjendur börn. Og það eru börnin sem bjarga heiminum. Við megum aldrei gleyma því að þótt foreldrarnir aðlagist kannski aldrei alveg íslensku samfélagi, þá gera börnin það. Börnin verða tvítyngd eða þrítyngd og þau líta á sig sem Íslendinga. Þessi börn eru svo mikil gjöf til okkar sem erum hér. Börn innflytjenda og flóttamanna eru mörg afburðabörn. Þetta eru börn sem leggja mikið á sig til að komast inn í samfélagið. Þau vilja oft menntast og eru oft tilbúin að gefa til baka til þess samfélags sem var tilbúið að taka á móti þeim úr styrjöldum eða efnahagslega erfiðum aðstæðum. Ég hef séð börn innflytjenda blómstra á Íslandi, vaxa, þroskast, læra og ég bara veit að þau eiga eftir að bera uppi íslenskt samfélag eftir nokkur ár. Þau eiga líka eftir að breyta því hvernig við gamla fólkið hugsum um heiminn og það er kominn tími til að breyta hugsanaganginum. Í stað þess að leggja alltaf áherslu á það hvað innflytjendur og flóttamenn séu mikil byrði á samfélaginu, vil ég snúa umræðunni við og tala um það hvað innflytjendur og flóttamenn eiga æðisleg börn og hversu mikil tækifæri eru fólgin í þessum börnum sem koma með nýja sýn og nýja menningarheima inn í okkar lokaða þröngsýna samfélag. Ég vil þakka öllu því fólki sem leggur á sig að búa hér á Íslandi, vinna og starfa í okkar samfélagi, þrátt fyrir alla fordómana og vitleysuna sem er í innfæddum Íslendingum. Ísland er kalt land, myrkrið er hér mikið á veturna, hráslagaleg súldin étur sig inn í allt og alla. Það verða aldrei allir sem vilja búa hér. Það er algjör misskilningur. Ég vil því enda þetta pár, með því að lýsa þeirri skoðun minni, að þótt ef til vill verði að loka landinu fyrir innstreymi fólks einhvern tímann í framtíðinni, þá erum við alls ekki kominn þangað ennþá. Við eigum að fagna og hlúa vel að því fólki sem vill búa og starfa með okkur. Við eigum að gefa börnum þeirra tækifæri til að gefa til baka til íslensks samfélag. Við erum öll Íslendingar, sama hvaðan við komum. Höfundur er efnafræðingur, M.Sc.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun