„Gamla skammtíma- og óskilvirka loforðapólitíkin ræður nú aftur ríkjum í Kópavogi“ Atli Ísleifsson skrifar 23. nóvember 2022 11:02 Theódóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Kópavogi, er ekki ánægð með vinnubrögð hins nýja meirihluta í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Fulltrúar í minnihluta í bæjarstjórn Kópavogs eru allt annað en ánægðir með verklag við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins fyrir árið 2023. Segja þeir að mikil afturför hafi orðið hvað þetta varðar með nýjum meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna sem myndaður var eftir kosningarnar í vor og að nú hafi vinnan ekki verið unnin í þverpólitískri sátt líkt og síðustu ár. Þetta kemur fram í bókunum í fundargerð eftir fund bæjarstjórnar í gær þar sem meirihluti bæjarstjórnarfulltrúa samþykkti áætlunina sem sex atkvæðum bæjarfulltrúa meirihlutaflokkanna. Fimm bæjarfulltrúar minnihlutans sátu allir hjá. Fram kemur að áætlunin hafi óverulegum breytingum milli umræðna en þó væri gert ráð fyrir betri afkomu en við fyrri umræðu, 87 í stað 83 milljóna. Gjaldskrár voru samþykktar við seinni umræðu og hækka þær um 7,7 prósent. Meirihlutinn ánægður með niðurstöðuna Í bókun meirihlutans segir áætlunin endurspegli ábyrgan rekstur og rétta forgangsröðun. Álögur lækki og gjöldum sé stillt í hóf. Grunnþjónusta við bæjarbúa verði efld og forgangsröðun fjármuna varið í skóla- og velferðamál. Ennfremur segir í bókun meirihlutans að Kópavogur muni leggja sitt af mörkum við að ná niður verðbólgu og liðka fyrir gerð kjarasamninga. „Almennt munu gjaldskrár ekki fylgja kostnaðarhækkunum eftir að öllu leyti, heldur hækka minna. Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri Kópavogs og leiðtogi Sjálfstæðismanna í bænum.Vísir/Vilhelm Nauðsynlegt er að ráðast í hagræðingar en grunnþjónusta verður undanskilin þeim aðgerðum. Umfangsmiklar fjárfestingar eru á vegum bæjarins á næsta ári, framkvæmdir er snúa að skólum, leikskólum, íþróttamannvirkjum svo dæmi séu tekin. Einnig verður fjármunum varið í markvisst viðhald fasteigna og loftgæði verða bætt í stofnunum bæjarins,“ segir í bókun meirihlutans. Skref aftur á bak Theódóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar, segir þó að hinn nýi meirihluti hafi stigið skref aftur á bak í vinnubrögðum við gerð þessarar áætlunar. Lýsir hún hvernig bæjarstjórn hafi þó nokkur undanfarin ár unnið að „þverpólitískri, sameiginlegri og stefnumarkandi fjárhagsáætlun þar sem aðgerðaráætlanir [séu] lagðar til grundvallar.“ Orri Hlöðversson er forseti bæjarráðs Kópavogsbæjar og leiddi lista Framsóknar vor.Vísir/Vilhelm Segir hún að með sammæli allra kjörinna fulltrúa og starfsmanna hafi verið tryggður faglegur og skilvirkur rekstur sveitarfélagsins. „Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er hér að stíga skref aftur á bak í vinnubrögðum við gerð þessarar áætlunar. Það eru mér mikil vonbrigði því sveitarfélagið hefði svo sannarlega þörf á áframhaldandi framþróun. Gamla skammtíma- og óskilvirka loforðapólitíkin ræður nú aftur ríkjum í Kópavogi. Undirrituð vill ekki þátt í þeirri þróun og lýsir yfir vonbrigðum með fjárhagsáætlun sem hér er til afgreiðslu, bæði að formi og innihaldi, og sit því hjá við afgreiðsluna,“ segir Theodóra. Píratinn Indriði Stefánsson.Aðsend Ekki rökstuddar Indriði I. Stefánsson frá Pírötum er sömuleiðis harðorður og segist hann harma „afturför í vinnubrögðum“ við gerð fjárhagsáætlunar Kópavogsbæjar, sem nú í ár sé ekki unninn í samvinnu allra flokka, ólíkt því sem hafi verið undanfarin sjö ár. „Nýjar aðgerðir í aðgerðaáætlunum næsta árs eru ekki rökstuddar með vísan í mat á árangri áætlana síðasta árs, líkt og lagt var upp með í þverpólitískri sátt með stefnumiðaðri vinnu. Þess í stað var málefnasamningur meirihlutaflokkanna nú lagður til grundvallar, áður en minnihlutaflokkarnir fengu svo mikið sem sæti við borðið. Með þessum hætti útilokuðu fulltrúar meirihluta hina flokkana frá því að hafa raunverulega aðkomu að vinnunni. Fyrir utan það að samvinna þvert á flokka er bæði lýðræðislegri og líklegri til þess að skila betri og sanngjarnarni útkomu sem meiri sátt ríkir um, er það fyrst og fremst sorglegt að sjá fjara undan gagnadrifinni ákvarðanatöku. Þeirri hugsun að taka upplýstar ákvarðanir byggðar á rökum og horfa til lengri tíma en fjögurra ára í senn,“ segir Indriði. Kópavogur Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í bókunum í fundargerð eftir fund bæjarstjórnar í gær þar sem meirihluti bæjarstjórnarfulltrúa samþykkti áætlunina sem sex atkvæðum bæjarfulltrúa meirihlutaflokkanna. Fimm bæjarfulltrúar minnihlutans sátu allir hjá. Fram kemur að áætlunin hafi óverulegum breytingum milli umræðna en þó væri gert ráð fyrir betri afkomu en við fyrri umræðu, 87 í stað 83 milljóna. Gjaldskrár voru samþykktar við seinni umræðu og hækka þær um 7,7 prósent. Meirihlutinn ánægður með niðurstöðuna Í bókun meirihlutans segir áætlunin endurspegli ábyrgan rekstur og rétta forgangsröðun. Álögur lækki og gjöldum sé stillt í hóf. Grunnþjónusta við bæjarbúa verði efld og forgangsröðun fjármuna varið í skóla- og velferðamál. Ennfremur segir í bókun meirihlutans að Kópavogur muni leggja sitt af mörkum við að ná niður verðbólgu og liðka fyrir gerð kjarasamninga. „Almennt munu gjaldskrár ekki fylgja kostnaðarhækkunum eftir að öllu leyti, heldur hækka minna. Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri Kópavogs og leiðtogi Sjálfstæðismanna í bænum.Vísir/Vilhelm Nauðsynlegt er að ráðast í hagræðingar en grunnþjónusta verður undanskilin þeim aðgerðum. Umfangsmiklar fjárfestingar eru á vegum bæjarins á næsta ári, framkvæmdir er snúa að skólum, leikskólum, íþróttamannvirkjum svo dæmi séu tekin. Einnig verður fjármunum varið í markvisst viðhald fasteigna og loftgæði verða bætt í stofnunum bæjarins,“ segir í bókun meirihlutans. Skref aftur á bak Theódóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar, segir þó að hinn nýi meirihluti hafi stigið skref aftur á bak í vinnubrögðum við gerð þessarar áætlunar. Lýsir hún hvernig bæjarstjórn hafi þó nokkur undanfarin ár unnið að „þverpólitískri, sameiginlegri og stefnumarkandi fjárhagsáætlun þar sem aðgerðaráætlanir [séu] lagðar til grundvallar.“ Orri Hlöðversson er forseti bæjarráðs Kópavogsbæjar og leiddi lista Framsóknar vor.Vísir/Vilhelm Segir hún að með sammæli allra kjörinna fulltrúa og starfsmanna hafi verið tryggður faglegur og skilvirkur rekstur sveitarfélagsins. „Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er hér að stíga skref aftur á bak í vinnubrögðum við gerð þessarar áætlunar. Það eru mér mikil vonbrigði því sveitarfélagið hefði svo sannarlega þörf á áframhaldandi framþróun. Gamla skammtíma- og óskilvirka loforðapólitíkin ræður nú aftur ríkjum í Kópavogi. Undirrituð vill ekki þátt í þeirri þróun og lýsir yfir vonbrigðum með fjárhagsáætlun sem hér er til afgreiðslu, bæði að formi og innihaldi, og sit því hjá við afgreiðsluna,“ segir Theodóra. Píratinn Indriði Stefánsson.Aðsend Ekki rökstuddar Indriði I. Stefánsson frá Pírötum er sömuleiðis harðorður og segist hann harma „afturför í vinnubrögðum“ við gerð fjárhagsáætlunar Kópavogsbæjar, sem nú í ár sé ekki unninn í samvinnu allra flokka, ólíkt því sem hafi verið undanfarin sjö ár. „Nýjar aðgerðir í aðgerðaáætlunum næsta árs eru ekki rökstuddar með vísan í mat á árangri áætlana síðasta árs, líkt og lagt var upp með í þverpólitískri sátt með stefnumiðaðri vinnu. Þess í stað var málefnasamningur meirihlutaflokkanna nú lagður til grundvallar, áður en minnihlutaflokkarnir fengu svo mikið sem sæti við borðið. Með þessum hætti útilokuðu fulltrúar meirihluta hina flokkana frá því að hafa raunverulega aðkomu að vinnunni. Fyrir utan það að samvinna þvert á flokka er bæði lýðræðislegri og líklegri til þess að skila betri og sanngjarnarni útkomu sem meiri sátt ríkir um, er það fyrst og fremst sorglegt að sjá fjara undan gagnadrifinni ákvarðanatöku. Þeirri hugsun að taka upplýstar ákvarðanir byggðar á rökum og horfa til lengri tíma en fjögurra ára í senn,“ segir Indriði.
Kópavogur Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent