Ítrekaði að stjórnvöld væru reiðubúin að greiða fyrir gerð kjarasamninga Atli Ísleifsson skrifar 24. nóvember 2022 11:02 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, VIlhjálmi Birgissyni, formaður Starfsgreinasambandsins, Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, forseta ASÍ, og Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, í Stjórnarráðshúsinu í morgun. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hún hafi með fundi sínum með fulltrúm verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins viljað ítreka það sem áður hafði komið fram. Að stjórnvöld séu reiðubúin til að leggja sitt að mörkum til greiða fyrir gerð kjarasamninga, ef þess er einhver kostur að þeir náist. Þetta sagði Katrín við fréttamann að loknum fundi sínum með fulltrúum vinnumarkaðarins í Stjórnarráðshúsinu í morgun. Hún segir að fundurinn hafi fyrst og fremst verið að hennar ósk til að ræða við þessa aðila, fá þeirra mat á stöðunni í kjaraviðræðum og þá sér í lagi eftir tíðindi gærdagsins þar sem Seðlabankinn tilkynnti um hækkun stýrivaxta. „[Aðilar vinnumarkaðarins] munu auðvitað fara yfir þetta með sínu baklandi núna, hver áhrif þessarar vaxtaákvörðunar verða. En ég var fyrst og fremst að ítreka vilja stjórnvalda til að gera það sem í okkar valdi til að greiða fyrir þessum samningum,“ sagði Katrín. Ertu sammála því mati aðila vinnumarkaðarins að þetta hafi verið óheppileg ákvörðun á þessum tímapunkti hjá Seðlabankanum? „Nú er það auðvitað þannig að það er Seðlabankans að taka vaxtaákvarðanir og það er ekki svo að það er framkvæmdavaldið sem hafi afskipti af þeim. Þannig að ég ætla ekki að tjá mig um þessa vaxtaákvörðun Seðlabankans umfram það. Hins vegar vildi ég fyrst og fremst með þessum fundi ítreka okkar vilja til greiða fyrir samningum ef slíkir farsælir og skynsamlegir samningar verða í sjónmáli einhvern tímann á næstunni,“ segir Katrín. Að fara yfir málin sín á milli Forsætisráðherra segist ekki hafa nefnt á fundinum einhver sérstök atriði varðandi mögulega aðkomu ríkisins að gerð kjarasamninga á almennum markaði. „Við erum bara að fara yfir þetta okkar á milli. Þetta er auðvitað ekki fyrsti fundurinn sem ég á með aðilum vinnumarkaðarins í þessum aðdraganda.“ Hún segir að það verði að koma í ljós hvort að fundirnir verði fleiri. Skammtímasamningur mögulega fýsilegri kostur Aðspurð um hvort að mögulegt verði að framlengja á einhvern hátt Lífskjarasamninginn segir Katrín: „Ég held að allir aðilar átti sig á því að þróun efnahagsmála í heiminum hafi verið okkur ekkert sérlega hagfelld. Fyrst faraldur, svo stríðsátök, verðbólga og markháttaðar afleiðingar af stríðsrekstri Rússa í Úkraínu. Þannig að auðvitað gerum við okkur öll grein fyrir því að óvissan er töluverð sem mögulega kann að gera skammtímasamning fýsilegri kost. En það er auðvitað algerlega í höndum þeirra sem sitja við samningaborðið að taka þá ákvörðun,“ segir Katrín. Hún segir að auðvitað væri það mjög slæmt ef það myndi slitna upp úr kjaraviðræðum nú. „Að sjálfsögðu væri það slæmt. Það er hagur okkar allra hagur, þessa samfélags, að hér sé friður á vinnumarkaði. Að launafólk geti lifað á launum sínum. Að atvinnulífið geti haldið áfram. Það er okkar allra hagur,“ segir Katrín. Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Sjá meira
Þetta sagði Katrín við fréttamann að loknum fundi sínum með fulltrúum vinnumarkaðarins í Stjórnarráðshúsinu í morgun. Hún segir að fundurinn hafi fyrst og fremst verið að hennar ósk til að ræða við þessa aðila, fá þeirra mat á stöðunni í kjaraviðræðum og þá sér í lagi eftir tíðindi gærdagsins þar sem Seðlabankinn tilkynnti um hækkun stýrivaxta. „[Aðilar vinnumarkaðarins] munu auðvitað fara yfir þetta með sínu baklandi núna, hver áhrif þessarar vaxtaákvörðunar verða. En ég var fyrst og fremst að ítreka vilja stjórnvalda til að gera það sem í okkar valdi til að greiða fyrir þessum samningum,“ sagði Katrín. Ertu sammála því mati aðila vinnumarkaðarins að þetta hafi verið óheppileg ákvörðun á þessum tímapunkti hjá Seðlabankanum? „Nú er það auðvitað þannig að það er Seðlabankans að taka vaxtaákvarðanir og það er ekki svo að það er framkvæmdavaldið sem hafi afskipti af þeim. Þannig að ég ætla ekki að tjá mig um þessa vaxtaákvörðun Seðlabankans umfram það. Hins vegar vildi ég fyrst og fremst með þessum fundi ítreka okkar vilja til greiða fyrir samningum ef slíkir farsælir og skynsamlegir samningar verða í sjónmáli einhvern tímann á næstunni,“ segir Katrín. Að fara yfir málin sín á milli Forsætisráðherra segist ekki hafa nefnt á fundinum einhver sérstök atriði varðandi mögulega aðkomu ríkisins að gerð kjarasamninga á almennum markaði. „Við erum bara að fara yfir þetta okkar á milli. Þetta er auðvitað ekki fyrsti fundurinn sem ég á með aðilum vinnumarkaðarins í þessum aðdraganda.“ Hún segir að það verði að koma í ljós hvort að fundirnir verði fleiri. Skammtímasamningur mögulega fýsilegri kostur Aðspurð um hvort að mögulegt verði að framlengja á einhvern hátt Lífskjarasamninginn segir Katrín: „Ég held að allir aðilar átti sig á því að þróun efnahagsmála í heiminum hafi verið okkur ekkert sérlega hagfelld. Fyrst faraldur, svo stríðsátök, verðbólga og markháttaðar afleiðingar af stríðsrekstri Rússa í Úkraínu. Þannig að auðvitað gerum við okkur öll grein fyrir því að óvissan er töluverð sem mögulega kann að gera skammtímasamning fýsilegri kost. En það er auðvitað algerlega í höndum þeirra sem sitja við samningaborðið að taka þá ákvörðun,“ segir Katrín. Hún segir að auðvitað væri það mjög slæmt ef það myndi slitna upp úr kjaraviðræðum nú. „Að sjálfsögðu væri það slæmt. Það er hagur okkar allra hagur, þessa samfélags, að hér sé friður á vinnumarkaði. Að launafólk geti lifað á launum sínum. Að atvinnulífið geti haldið áfram. Það er okkar allra hagur,“ segir Katrín.
Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Sjá meira