Framhald kjaraviðræðna ræðst í Karphúsinu í dag Heimir Már Pétursson skrifar 24. nóvember 2022 14:18 Forysta Starfsgreinasambandsins, VR og Landsambands verslunarmanna settist sameiginlegan sáttafund með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í hádeginu. Stöð 2/Sigurjón Forysta aðila almenna vinnumarkaðarins situr nú á fundi hjá ríkissáttasemjara til að meta möguleika á áframhaldandi viðræðum eftir fund með forsætisráðherra í morgun. Ríkisstjórnin er reiðubúin að liðka fyrir samningum og forsætisráðherra hefur skilning á að horft sé til skammtímasamninga við núverandi aðstæður. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðaði forystu Starfsgreinasambandsins, samtaka verslunarmanna, forseta Alþýðusambandsins og framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins á sinn fund með skömmum fyrirvara klukkan hálf tíu í morgun. Það var þungt hljóð í samningamönnum fyrir fundinn vegna 0,25 prósentustiga vaxtahækkunar Seðlabankans í gær. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir jákvætt að stjórnvöld vilji leggja sitt að mörkum til að ná saman kjarasamningum.Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins var þó heldur jákvæðari að fundi loknum. „Það er ánægjulegt að heyra að stjórnvöld eru tilbúin til að koma að því að liðka fyrir kjarasamningum. Við vissum það svo sem en það er ekkert fast í hendi í þeim málum,“ sagði Vilhjálmur. Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti Alþýðusambandsins segist hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Útspil Seðlabankans í gær hafi verið kolrangt á þessum tímapunkti. Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti Alþýðusambandsins segir útspil Seðlabankans með hækkun vaxta í gær hafa verið kolrangt.Vísir/Vilhelm „Við skulum sjá hvað gerist í dag og næstu daga. Ég auðvitað vænti þess og skynja að það er vilji til að koma inn í málin ef þörf þykir. Það er auðvitað verulega gott fyrir okkur.“ Óttast þú að það slitni upp úr viðræðum í dag, það komu hvassar yfirlýsingar t.d. frá formanni VR? „Staðan er auðvitað bara brothætt,“ sagði Kristján Þórður eftir fundinn með forsætisráðherra. Katrín ítrekaði að stjórnvöld væru reiðubúin til að leggja sitt að mörkum til að greiða fyrir gerð kjarasamninga ef þess yrði óskað. Katrín Jakobsdóttir hefur skilning á að aðilar vinnumarkaðarins horfi til skammtímasamninga miðað við þá óvissu sem ríkji í efnahagsmálum heimsins.Vísir/Vilhelm Ertu sammála sammála því mati þeirra, aðila vinnumarkaðarins, að þetta hafi verið óheppileg ákvörðun á þessum tíma hjá Seðlabankanum? „Nú er það auðvitað Seðlabankans að taka vaxtaákvarðanir. Það er ekki svo að framkvæmdavaldið hafi afskipti af þeim. Þannig að ég ætla ekki að tjá mig um þessa vaxtaákvörðun Seðlabankans umfram það,“ segir Katrín. Hún hefði skilning á því að stefnt væri að skammtímasamningum við þær aðstæður sem nú ríktu í efnahagsmálum heimsins. Væri mjög slæmt ef það slitnaði upp úr viðræðum núna? „Að sjálfsögðu væri það slæmt. Það er okkar allra hagur, þessa samfélags, að hér sé friður á vinnumarkaði. Að launafólk geti lifað af launum sínum. Að atvinnulífið geti haldið áfram. Það er okkar allra hagur,“ segir Katrín. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA segir markmiðið skýrt og það sé að koma kjaraviðræðum aftur á strik.Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að brugðið geti til beggja vona á fundi deiluaðila hjá ríkissáttasemjara í dag. Það hafi hins vegar verið klókt hjá forsætisráðherra að boða til fundarins í morgun. „Og markmið dagsins er alveg skýrt og við komum ágætlega nestuð eftir þennan fund með forsætisráðherra. Markmiðið er að halda áfram að vinna að gerðkjarasamnings. Koma þessum viðræðum aftur á þá teina sem þær voru komnar á áður en peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti um þessa misráðnu ákvörðun sína,“ sagði Halldór Benjamín áður en hann hélt síðan á fund með fulltrúum verkalýðsfélaganna hjá ríkissáttasemjara. Þar settust samningsaðilar á sameiginlegan fund um klukkan hálf eitt sem búist er við að standi fram eftir degi. Að honum loknum ætti að vera ljóst hvort aðilar vinnumarkaðarins telji fært að halda viðræðunum áfram eða hvort slitnar upp úr þeim. Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Allir sjái að mikið sé undir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur ljóst að allir sjái að mikið sé undir í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði. Hann segir aðila vinnumarkaðarins ágætlega nestaða fyrir kjaraviðræður dagsins eftir óvæntan fund með forsætisráðherra í morgum. 24. nóvember 2022 11:32 Ítrekaði að stjórnvöld væru reiðubúin að greiða fyrir gerð kjarasamninga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hún hafi með fundi sínum með fulltrúm verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins viljað ítreka það sem áður hafði komið fram. Að stjórnvöld séu reiðubúin til að leggja sitt að mörkum til greiða fyrir gerð kjarasamninga, ef þess er einhver kostur að þeir náist. 24. nóvember 2022 11:02 Staðan í kjaraviðræðum brothætt Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir stöðuna í kjaraviðræðum brothætta þessa stundina og að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær hafi sent kolröng skilaboð inn í þær. Hann fagnar að vilji sé hjá ríkisstjórn að koma inn í málin ef þurfa þykir. 24. nóvember 2022 10:54 Félagsmenn Vilhjálms ekki með neinar tær á Tenerife Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, gagnrýndi stýrivaxtahækkun Seðlabankans harkalega er hann gekk inn á fund forsætisráðherra sem boðað var til með aðilum vinnumarkaðarins í morgun með nær engum fyrirvara. 24. nóvember 2022 10:30 Forsætisráðherra boðar samningsaðila í kjaraviðræðum á fund Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað samningaaðila í kjaradeilum á almennum vinnumarkaði á sinn fund í Stjórnarráðshúsinu í Lækjargötu klukkan 9:30. 24. nóvember 2022 09:07 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðaði forystu Starfsgreinasambandsins, samtaka verslunarmanna, forseta Alþýðusambandsins og framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins á sinn fund með skömmum fyrirvara klukkan hálf tíu í morgun. Það var þungt hljóð í samningamönnum fyrir fundinn vegna 0,25 prósentustiga vaxtahækkunar Seðlabankans í gær. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir jákvætt að stjórnvöld vilji leggja sitt að mörkum til að ná saman kjarasamningum.Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins var þó heldur jákvæðari að fundi loknum. „Það er ánægjulegt að heyra að stjórnvöld eru tilbúin til að koma að því að liðka fyrir kjarasamningum. Við vissum það svo sem en það er ekkert fast í hendi í þeim málum,“ sagði Vilhjálmur. Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti Alþýðusambandsins segist hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Útspil Seðlabankans í gær hafi verið kolrangt á þessum tímapunkti. Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti Alþýðusambandsins segir útspil Seðlabankans með hækkun vaxta í gær hafa verið kolrangt.Vísir/Vilhelm „Við skulum sjá hvað gerist í dag og næstu daga. Ég auðvitað vænti þess og skynja að það er vilji til að koma inn í málin ef þörf þykir. Það er auðvitað verulega gott fyrir okkur.“ Óttast þú að það slitni upp úr viðræðum í dag, það komu hvassar yfirlýsingar t.d. frá formanni VR? „Staðan er auðvitað bara brothætt,“ sagði Kristján Þórður eftir fundinn með forsætisráðherra. Katrín ítrekaði að stjórnvöld væru reiðubúin til að leggja sitt að mörkum til að greiða fyrir gerð kjarasamninga ef þess yrði óskað. Katrín Jakobsdóttir hefur skilning á að aðilar vinnumarkaðarins horfi til skammtímasamninga miðað við þá óvissu sem ríkji í efnahagsmálum heimsins.Vísir/Vilhelm Ertu sammála sammála því mati þeirra, aðila vinnumarkaðarins, að þetta hafi verið óheppileg ákvörðun á þessum tíma hjá Seðlabankanum? „Nú er það auðvitað Seðlabankans að taka vaxtaákvarðanir. Það er ekki svo að framkvæmdavaldið hafi afskipti af þeim. Þannig að ég ætla ekki að tjá mig um þessa vaxtaákvörðun Seðlabankans umfram það,“ segir Katrín. Hún hefði skilning á því að stefnt væri að skammtímasamningum við þær aðstæður sem nú ríktu í efnahagsmálum heimsins. Væri mjög slæmt ef það slitnaði upp úr viðræðum núna? „Að sjálfsögðu væri það slæmt. Það er okkar allra hagur, þessa samfélags, að hér sé friður á vinnumarkaði. Að launafólk geti lifað af launum sínum. Að atvinnulífið geti haldið áfram. Það er okkar allra hagur,“ segir Katrín. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA segir markmiðið skýrt og það sé að koma kjaraviðræðum aftur á strik.Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að brugðið geti til beggja vona á fundi deiluaðila hjá ríkissáttasemjara í dag. Það hafi hins vegar verið klókt hjá forsætisráðherra að boða til fundarins í morgun. „Og markmið dagsins er alveg skýrt og við komum ágætlega nestuð eftir þennan fund með forsætisráðherra. Markmiðið er að halda áfram að vinna að gerðkjarasamnings. Koma þessum viðræðum aftur á þá teina sem þær voru komnar á áður en peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti um þessa misráðnu ákvörðun sína,“ sagði Halldór Benjamín áður en hann hélt síðan á fund með fulltrúum verkalýðsfélaganna hjá ríkissáttasemjara. Þar settust samningsaðilar á sameiginlegan fund um klukkan hálf eitt sem búist er við að standi fram eftir degi. Að honum loknum ætti að vera ljóst hvort aðilar vinnumarkaðarins telji fært að halda viðræðunum áfram eða hvort slitnar upp úr þeim.
Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Allir sjái að mikið sé undir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur ljóst að allir sjái að mikið sé undir í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði. Hann segir aðila vinnumarkaðarins ágætlega nestaða fyrir kjaraviðræður dagsins eftir óvæntan fund með forsætisráðherra í morgum. 24. nóvember 2022 11:32 Ítrekaði að stjórnvöld væru reiðubúin að greiða fyrir gerð kjarasamninga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hún hafi með fundi sínum með fulltrúm verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins viljað ítreka það sem áður hafði komið fram. Að stjórnvöld séu reiðubúin til að leggja sitt að mörkum til greiða fyrir gerð kjarasamninga, ef þess er einhver kostur að þeir náist. 24. nóvember 2022 11:02 Staðan í kjaraviðræðum brothætt Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir stöðuna í kjaraviðræðum brothætta þessa stundina og að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær hafi sent kolröng skilaboð inn í þær. Hann fagnar að vilji sé hjá ríkisstjórn að koma inn í málin ef þurfa þykir. 24. nóvember 2022 10:54 Félagsmenn Vilhjálms ekki með neinar tær á Tenerife Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, gagnrýndi stýrivaxtahækkun Seðlabankans harkalega er hann gekk inn á fund forsætisráðherra sem boðað var til með aðilum vinnumarkaðarins í morgun með nær engum fyrirvara. 24. nóvember 2022 10:30 Forsætisráðherra boðar samningsaðila í kjaraviðræðum á fund Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað samningaaðila í kjaradeilum á almennum vinnumarkaði á sinn fund í Stjórnarráðshúsinu í Lækjargötu klukkan 9:30. 24. nóvember 2022 09:07 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Allir sjái að mikið sé undir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur ljóst að allir sjái að mikið sé undir í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði. Hann segir aðila vinnumarkaðarins ágætlega nestaða fyrir kjaraviðræður dagsins eftir óvæntan fund með forsætisráðherra í morgum. 24. nóvember 2022 11:32
Ítrekaði að stjórnvöld væru reiðubúin að greiða fyrir gerð kjarasamninga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hún hafi með fundi sínum með fulltrúm verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins viljað ítreka það sem áður hafði komið fram. Að stjórnvöld séu reiðubúin til að leggja sitt að mörkum til greiða fyrir gerð kjarasamninga, ef þess er einhver kostur að þeir náist. 24. nóvember 2022 11:02
Staðan í kjaraviðræðum brothætt Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir stöðuna í kjaraviðræðum brothætta þessa stundina og að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær hafi sent kolröng skilaboð inn í þær. Hann fagnar að vilji sé hjá ríkisstjórn að koma inn í málin ef þurfa þykir. 24. nóvember 2022 10:54
Félagsmenn Vilhjálms ekki með neinar tær á Tenerife Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, gagnrýndi stýrivaxtahækkun Seðlabankans harkalega er hann gekk inn á fund forsætisráðherra sem boðað var til með aðilum vinnumarkaðarins í morgun með nær engum fyrirvara. 24. nóvember 2022 10:30
Forsætisráðherra boðar samningsaðila í kjaraviðræðum á fund Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað samningaaðila í kjaradeilum á almennum vinnumarkaði á sinn fund í Stjórnarráðshúsinu í Lækjargötu klukkan 9:30. 24. nóvember 2022 09:07