Harmar viðræðuslit Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 25. nóvember 2022 12:21 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, harmar að VR hafi ákveðið að slíta kjaraviðræðum, en vonar að hægt verði að setjast aftur að samningaborðinu. Hún segir enga óeiningu innan ríkisstjórnarinnar hver aðkoma hennar eigi að vera að samningaviðræðunum. Undanfarnar vikur hafa samningsaðilar rætt um gerð skammtímasamnings til fjórtán mánaða. VR sleit hins vegar samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. „Ég harma það að sjálfsögðu að þetta hafi verið niðurstaða VR að slíta viðræðunum á þessum tímapunkti og vona að næstu dagar feli í sér einhverja opnun þannig að hægt sé að setjast aftur að samningaborðinu,“ sagði Katrín að loknum ríksstjórnarfundi í morgun. Katrín boðaði aðila vinnumarkaðarins á nokkuð óvæntan fund í gærmorgun þar sem farið var yfir stöðuna. Nokkurrar bjartsýni gætti eftir þann fund, sem virðist nú að engu orðin. „Ég batt vonir við það í gær, eftir okkar fund, að það væru þó einhverjir fletir á einhvers konar skammtímasamningi. Það lítur ekki út fyrir það í augnablikinu og það er auðvitað mjög miður,“ sagði Katrín. Svo virðist sem að orð Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á fundi Viðskiptaráðs í gær, hafi hleypt illu blóði í samninganefn VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, nefndi þau sem eina af ástæðu viðræðuslita í viðtali við Vísi fyrr í dag. Þar sagði hann forsætisráðherra segja eitt, en fjármálaráðherra annað. Katrín segir hins vegar að afstaða stjórnvalda gagnvart mögulegri aðkomu að kjarasamningum sé skýr. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, VIlhjálmi Birgissyni, formaður Starfsgreinasambandsins, Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, forseta ASÍ, og Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, í Stjórnarráðshúsinu í gærmorgun.Vísir/Vilhelm „Það liggur algjörlega fyrir að skilaboð stjórnvalda eru þau að við erum tilbúin að leggja okkar af mörkum til þess að greiða fyrir kjarasamningum. Við fórum yfir það á fundi mínum með forystufólki innan verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda í gær. Það liggja fyrir ýmsar hugmyndir í þeim efnum og það er algjörlega óbreytt. En auðvitað er forsendan sú að samningsaðilar sjái að það sé einhver sameiginleg lausn í sjónmáli hjá samningsaðilum,“ sagði Katrín. Engin óeining sé innan ríkisstjórnarinnar um þessi möguleg skref. „Það er engin óeining um það hvernig ríkisvaldið eigi að koma að samningum en að sjálfsögðu höfum ólíka pólitíska sýn á þessum málum öllu saman. En það er engin óeining um það hver við teljum að aðkoma stjórnvalda eigi að vera.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Mat hugmyndir SA bæði óaðgengilegar og óásættanlegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hugmyndir samninganefndar Samtaka atvinnulífsins hvernig ná mætti skammtímasamningi í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði hafi verið algjörlega óásættanlegar. Þá hafi orð fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær ekki hjálpað til. 25. nóvember 2022 11:04 VR sleit viðræðum við SA í gærkvöldi VR sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðust ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær mjög illa í samninganefnd VR. 25. nóvember 2022 08:47 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa samningsaðilar rætt um gerð skammtímasamnings til fjórtán mánaða. VR sleit hins vegar samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. „Ég harma það að sjálfsögðu að þetta hafi verið niðurstaða VR að slíta viðræðunum á þessum tímapunkti og vona að næstu dagar feli í sér einhverja opnun þannig að hægt sé að setjast aftur að samningaborðinu,“ sagði Katrín að loknum ríksstjórnarfundi í morgun. Katrín boðaði aðila vinnumarkaðarins á nokkuð óvæntan fund í gærmorgun þar sem farið var yfir stöðuna. Nokkurrar bjartsýni gætti eftir þann fund, sem virðist nú að engu orðin. „Ég batt vonir við það í gær, eftir okkar fund, að það væru þó einhverjir fletir á einhvers konar skammtímasamningi. Það lítur ekki út fyrir það í augnablikinu og það er auðvitað mjög miður,“ sagði Katrín. Svo virðist sem að orð Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á fundi Viðskiptaráðs í gær, hafi hleypt illu blóði í samninganefn VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, nefndi þau sem eina af ástæðu viðræðuslita í viðtali við Vísi fyrr í dag. Þar sagði hann forsætisráðherra segja eitt, en fjármálaráðherra annað. Katrín segir hins vegar að afstaða stjórnvalda gagnvart mögulegri aðkomu að kjarasamningum sé skýr. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, VIlhjálmi Birgissyni, formaður Starfsgreinasambandsins, Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, forseta ASÍ, og Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, í Stjórnarráðshúsinu í gærmorgun.Vísir/Vilhelm „Það liggur algjörlega fyrir að skilaboð stjórnvalda eru þau að við erum tilbúin að leggja okkar af mörkum til þess að greiða fyrir kjarasamningum. Við fórum yfir það á fundi mínum með forystufólki innan verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda í gær. Það liggja fyrir ýmsar hugmyndir í þeim efnum og það er algjörlega óbreytt. En auðvitað er forsendan sú að samningsaðilar sjái að það sé einhver sameiginleg lausn í sjónmáli hjá samningsaðilum,“ sagði Katrín. Engin óeining sé innan ríkisstjórnarinnar um þessi möguleg skref. „Það er engin óeining um það hvernig ríkisvaldið eigi að koma að samningum en að sjálfsögðu höfum ólíka pólitíska sýn á þessum málum öllu saman. En það er engin óeining um það hver við teljum að aðkoma stjórnvalda eigi að vera.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Mat hugmyndir SA bæði óaðgengilegar og óásættanlegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hugmyndir samninganefndar Samtaka atvinnulífsins hvernig ná mætti skammtímasamningi í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði hafi verið algjörlega óásættanlegar. Þá hafi orð fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær ekki hjálpað til. 25. nóvember 2022 11:04 VR sleit viðræðum við SA í gærkvöldi VR sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðust ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær mjög illa í samninganefnd VR. 25. nóvember 2022 08:47 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Mat hugmyndir SA bæði óaðgengilegar og óásættanlegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hugmyndir samninganefndar Samtaka atvinnulífsins hvernig ná mætti skammtímasamningi í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði hafi verið algjörlega óásættanlegar. Þá hafi orð fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær ekki hjálpað til. 25. nóvember 2022 11:04
VR sleit viðræðum við SA í gærkvöldi VR sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðust ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær mjög illa í samninganefnd VR. 25. nóvember 2022 08:47