Stefnt á nýjan kjarasamning fyrir mánaðamót Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2022 12:17 Forysta aðila vinnumarkaðarins áttu fund með forsætisráðherra fyrir helgi um mögulegar aðgerðir stjórnvalda til að liðka fyrir skammatíma kjarasamningum. Vísir/Vilhelm Forystumenn Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins stefna að því að nýjum skammtímakjarasamningi verði lokið fyrir mánaðamót. Formaður VR, sem sleit viðræðum fyrir helgi, er ekki jafn bjartsýnn og telur tilboð Eflingar frá í morgun eðlilegt í ljósi stöðunnar. Mikið er um fundarhöld hjá ríkissáttasemjara í dag þar sem fulltrúar Starfsgreinasambandsins, Landsambands verslunarmanna, VR og iðnaðarmanna voru mættir í morgun ásamt fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Fulltrúar verkalýðsfélaganna og Samtaka atvinnulífsins settust að samningaborði með ríkissáttasemjara í morgun.Stöð 2/Sigurjón Efling, sem hingað til hefur stefnt á samning til þriggja ára, breytti um stefnu í morgun og býður nú skammtímasamning með 56.700 króna launahækkun auk fimmtán þúsund króna framfærsluuppbótar. Þetta er langt umfram það sem rætt hefur verið við önnur félög samkvæmt heimildum fréttastofu. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gefur ekki mikið fyrir þetta útspil Eflingar. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er vongóður um að hægt verði að gera nýja skammtíma kjarasamninga fyrir mánaðamót.Vísir/Arnar Þetta er all veruleg hækkun sem verið er að fara fram á, er einhver möguleiki að ná sáttum um slíkar upphæðir? „Mér finnst þú orða þetta ágætlega í þinni spurningu.“ Þannig að þér þykir ekki líklegt að þetta yrði niðurstaða? „Ég myndi kjósa að fara fyrst yfir það með áttatíu manna samninganefnd Eflingar áður en ég deili því með þér,“ sagði Halldór Benjamín. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur þetta útspil Eflingar hins vegar skiljanlegt í ljósi verðbólgunnar og verðhækkana. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur ný fram settar kröfur Eflingar eðlilegar miðað við aðstæður. Hann telur nær ómögulegt að ganga frá nýjum kjarasamningum fyrir mánaðamót.Vísir/Vilhelm „Ég held að þetta tali bara ágætlega inn í þann raunveruleika sem félagsfólk Eflingar er í. Og mestmegnið af venjulegu fólki sem er að taka á sig miklar verðlagshækkanir, aukinn húsnæðiskostnað og svo framvegis,“ sagði Ragnar Þór fyrir samningafund í morgun. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir þá ábyrgð hvíla á samningafólki að semja um launahækkanir til félagsmanna eins fljótt og hægt væri. Vilhjálmur Birgisson og Ragnar Þór Ingólfsson virðast meta samningsstöðuna með mismunandi hætti þessa dagana.Vísir/Vilhelm „Það var markmiðið þegar við lögðum af stað í þessa vegferð að ná að klára kjarasamningana fyrir mánaðamót. Ég veit ekki hvort að það takist. Ég get ekki svarað því hér,“ segir Vilhjálmur. Aðkoma stjórnavalda að samningunum skipti líka miklu máli en þetta ætti að skýrast á næstu dögum. Halldór Benjamín er eins og Vilhjálmur vongóður um að samningar takist fyrir mánaðamót. „Öll okkar markmið og tillögur hafa miðað að því að ná því marki. Hins vegar tek ég líka undir það sem ég hef heyrt frá félögum mínum í verkalýðshreyfingunni; við verðum að líta til verðbólgunnar. Hún er raunveruleg ógn við heimilin og fyrirtækin í landinu. Að því leytinu til og þessu virtu fer ég ágætlega bjartsýnn inn í daginn,“ segir Halldór Benjamín. Formaður VR er hins vegar ekki eins bjartsýnn á að samningar takist fyrir mánaðmót. „Ég held að það sé alveg útilokað miðað við þær hugmyndir sem ég hef heyrt frá SA. Ekki nema það sé einhver meiriháttar viðhorfsbreyting sem kemur fram núna á þessum fundi eða samtali næstu klukkutíma. Þá held ég að það sé í rauninni alveg útilokað,“ segir Ragar Þór Ingólfsson. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Efling gerir SA tilboð um skammtímasamning Samninganefnd Eflingar - stéttarfélags hefur samþykkt að gera Samtökum atvinnulífsins tilboð um kjarasamning til rúmlega árs. Tilboðið er 56.700 króna flöt krónutöluhækkun á öll laun og 15 þúsund króna framfærsluuppbót til viðbótar. Þessar hækkanir komi til framkvæmda frá 1. nóvember 2022. Samningur gildi til 31. janúar 2024. 29. nóvember 2022 10:00 Verðbólgan mjakast lítillega niður á við Verðbólga síðustu tólf mánaða lækkaði lítillega á milli mánaða. Mælist hún nú 9,3 prósent en stóð í 9,4 prósent í síðasta mánuði. 29. nóvember 2022 09:07 Ekki vonlaust um samninga þrátt fyrir miklar flækjur Ríkissáttasemjari ætlar að halda áfram að reyna að koma deiluaðilum saman á fundi á þriðjudag eftir að VR sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gærkvöldi. Formaður Starfsgreinasambandsins er þrátt fyrir allt vongóður um að samningar takist. Vaxtahækkun Seðlabankans og ummæli fjármálaráðherra um vinnumarkaðinn einfald þó ekki stöðuna. 25. nóvember 2022 19:21 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Mikið er um fundarhöld hjá ríkissáttasemjara í dag þar sem fulltrúar Starfsgreinasambandsins, Landsambands verslunarmanna, VR og iðnaðarmanna voru mættir í morgun ásamt fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Fulltrúar verkalýðsfélaganna og Samtaka atvinnulífsins settust að samningaborði með ríkissáttasemjara í morgun.Stöð 2/Sigurjón Efling, sem hingað til hefur stefnt á samning til þriggja ára, breytti um stefnu í morgun og býður nú skammtímasamning með 56.700 króna launahækkun auk fimmtán þúsund króna framfærsluuppbótar. Þetta er langt umfram það sem rætt hefur verið við önnur félög samkvæmt heimildum fréttastofu. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gefur ekki mikið fyrir þetta útspil Eflingar. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er vongóður um að hægt verði að gera nýja skammtíma kjarasamninga fyrir mánaðamót.Vísir/Arnar Þetta er all veruleg hækkun sem verið er að fara fram á, er einhver möguleiki að ná sáttum um slíkar upphæðir? „Mér finnst þú orða þetta ágætlega í þinni spurningu.“ Þannig að þér þykir ekki líklegt að þetta yrði niðurstaða? „Ég myndi kjósa að fara fyrst yfir það með áttatíu manna samninganefnd Eflingar áður en ég deili því með þér,“ sagði Halldór Benjamín. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur þetta útspil Eflingar hins vegar skiljanlegt í ljósi verðbólgunnar og verðhækkana. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur ný fram settar kröfur Eflingar eðlilegar miðað við aðstæður. Hann telur nær ómögulegt að ganga frá nýjum kjarasamningum fyrir mánaðamót.Vísir/Vilhelm „Ég held að þetta tali bara ágætlega inn í þann raunveruleika sem félagsfólk Eflingar er í. Og mestmegnið af venjulegu fólki sem er að taka á sig miklar verðlagshækkanir, aukinn húsnæðiskostnað og svo framvegis,“ sagði Ragnar Þór fyrir samningafund í morgun. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir þá ábyrgð hvíla á samningafólki að semja um launahækkanir til félagsmanna eins fljótt og hægt væri. Vilhjálmur Birgisson og Ragnar Þór Ingólfsson virðast meta samningsstöðuna með mismunandi hætti þessa dagana.Vísir/Vilhelm „Það var markmiðið þegar við lögðum af stað í þessa vegferð að ná að klára kjarasamningana fyrir mánaðamót. Ég veit ekki hvort að það takist. Ég get ekki svarað því hér,“ segir Vilhjálmur. Aðkoma stjórnavalda að samningunum skipti líka miklu máli en þetta ætti að skýrast á næstu dögum. Halldór Benjamín er eins og Vilhjálmur vongóður um að samningar takist fyrir mánaðamót. „Öll okkar markmið og tillögur hafa miðað að því að ná því marki. Hins vegar tek ég líka undir það sem ég hef heyrt frá félögum mínum í verkalýðshreyfingunni; við verðum að líta til verðbólgunnar. Hún er raunveruleg ógn við heimilin og fyrirtækin í landinu. Að því leytinu til og þessu virtu fer ég ágætlega bjartsýnn inn í daginn,“ segir Halldór Benjamín. Formaður VR er hins vegar ekki eins bjartsýnn á að samningar takist fyrir mánaðmót. „Ég held að það sé alveg útilokað miðað við þær hugmyndir sem ég hef heyrt frá SA. Ekki nema það sé einhver meiriháttar viðhorfsbreyting sem kemur fram núna á þessum fundi eða samtali næstu klukkutíma. Þá held ég að það sé í rauninni alveg útilokað,“ segir Ragar Þór Ingólfsson.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Efling gerir SA tilboð um skammtímasamning Samninganefnd Eflingar - stéttarfélags hefur samþykkt að gera Samtökum atvinnulífsins tilboð um kjarasamning til rúmlega árs. Tilboðið er 56.700 króna flöt krónutöluhækkun á öll laun og 15 þúsund króna framfærsluuppbót til viðbótar. Þessar hækkanir komi til framkvæmda frá 1. nóvember 2022. Samningur gildi til 31. janúar 2024. 29. nóvember 2022 10:00 Verðbólgan mjakast lítillega niður á við Verðbólga síðustu tólf mánaða lækkaði lítillega á milli mánaða. Mælist hún nú 9,3 prósent en stóð í 9,4 prósent í síðasta mánuði. 29. nóvember 2022 09:07 Ekki vonlaust um samninga þrátt fyrir miklar flækjur Ríkissáttasemjari ætlar að halda áfram að reyna að koma deiluaðilum saman á fundi á þriðjudag eftir að VR sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gærkvöldi. Formaður Starfsgreinasambandsins er þrátt fyrir allt vongóður um að samningar takist. Vaxtahækkun Seðlabankans og ummæli fjármálaráðherra um vinnumarkaðinn einfald þó ekki stöðuna. 25. nóvember 2022 19:21 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Efling gerir SA tilboð um skammtímasamning Samninganefnd Eflingar - stéttarfélags hefur samþykkt að gera Samtökum atvinnulífsins tilboð um kjarasamning til rúmlega árs. Tilboðið er 56.700 króna flöt krónutöluhækkun á öll laun og 15 þúsund króna framfærsluuppbót til viðbótar. Þessar hækkanir komi til framkvæmda frá 1. nóvember 2022. Samningur gildi til 31. janúar 2024. 29. nóvember 2022 10:00
Verðbólgan mjakast lítillega niður á við Verðbólga síðustu tólf mánaða lækkaði lítillega á milli mánaða. Mælist hún nú 9,3 prósent en stóð í 9,4 prósent í síðasta mánuði. 29. nóvember 2022 09:07
Ekki vonlaust um samninga þrátt fyrir miklar flækjur Ríkissáttasemjari ætlar að halda áfram að reyna að koma deiluaðilum saman á fundi á þriðjudag eftir að VR sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gærkvöldi. Formaður Starfsgreinasambandsins er þrátt fyrir allt vongóður um að samningar takist. Vaxtahækkun Seðlabankans og ummæli fjármálaráðherra um vinnumarkaðinn einfald þó ekki stöðuna. 25. nóvember 2022 19:21