Fá ekki aftur forræði yfir dætrum sem þau beittu ofbeldi Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2022 12:11 Í dómi Landsréttar er tíundað að maðurinn hafi verið sakfelldur fyrir að beita dætur sínar og konu ofbeldi um langt skeið. Þá hafi konan verið dæmd fyrir að beita þrjár elstu dæturnar ofbeldi einnig. Vísir/Vilhelm Foreldrar sem dæmdir voru fyrir ofbeldi gegn fjórum dætrum sínum og svipt forræði yfir þeim, mega ekki fá forræðið aftur. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem opinberuð var nýverið og var meðal annars litið til þess að bæði voru dæmd fyrir ofbeldi gegn dætrunum og að þrjár elstur dæturnar sögðust ekkert vilja með þau hafa. Foreldrarnir voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í nóvember. Maðurinn var dæmdur til tveggja ára óskilorðsbundinnar refsingar og konan var dæmd til sex mánaða skilorðsbundinnar refsingar. Í dómnum var lýst hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi sem maðurinn hafði beitt stúlkurnar; slegið þær með belti, herðatré og margítrekað kúgað þær til hlýðni með ógnandi framkomu og kallað þær ljótum nöfnum - oft í viðurvist móðurinnar eða systranna. Sjá einnig: Refsing fyrir gróft ofbeldi gegn dætrum og eiginkonu þyngd í tvö ár Í dómi Landsréttar er tíundað að maðurinn hafi verið sakfelldur fyrir að beita dætur sínar og konu ofbeldi um langt skeið. Þá hafi konan verið dæmd fyrir að beita þrjár elstu dæturnar ofbeldi einnig. Þau brot hafi falist í endurtekinni, ógnandi og niðurlægjandi háttsemi yfir langt tímabil. Dæturnar eru sagðar enn glíma við afleiðingar þessa langvarandi ofbeldis sem þær voru beittar. Áhugasamir geta lesið úrskurð Landsréttar hér. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti föstudaginn 25. nóvember. Þar segir einnig að í gögnum málsins hafi verið færð rök fyrir því að forsjárhæfni konunnar sé skert, þrátt fyrir að hún hafi leitast við að bæta stöðu sína eftir að dætur hennar voru teknar af henni. Fyrir liggi að hún hafi veikleika á tilfinningasviði og sé enn í afneitun gagnvart eigin gjörðum. Þá séu tengsl hennar við stúlkurnar skert. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Foreldrarnir voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í nóvember. Maðurinn var dæmdur til tveggja ára óskilorðsbundinnar refsingar og konan var dæmd til sex mánaða skilorðsbundinnar refsingar. Í dómnum var lýst hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi sem maðurinn hafði beitt stúlkurnar; slegið þær með belti, herðatré og margítrekað kúgað þær til hlýðni með ógnandi framkomu og kallað þær ljótum nöfnum - oft í viðurvist móðurinnar eða systranna. Sjá einnig: Refsing fyrir gróft ofbeldi gegn dætrum og eiginkonu þyngd í tvö ár Í dómi Landsréttar er tíundað að maðurinn hafi verið sakfelldur fyrir að beita dætur sínar og konu ofbeldi um langt skeið. Þá hafi konan verið dæmd fyrir að beita þrjár elstu dæturnar ofbeldi einnig. Þau brot hafi falist í endurtekinni, ógnandi og niðurlægjandi háttsemi yfir langt tímabil. Dæturnar eru sagðar enn glíma við afleiðingar þessa langvarandi ofbeldis sem þær voru beittar. Áhugasamir geta lesið úrskurð Landsréttar hér. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti föstudaginn 25. nóvember. Þar segir einnig að í gögnum málsins hafi verið færð rök fyrir því að forsjárhæfni konunnar sé skert, þrátt fyrir að hún hafi leitast við að bæta stöðu sína eftir að dætur hennar voru teknar af henni. Fyrir liggi að hún hafi veikleika á tilfinningasviði og sé enn í afneitun gagnvart eigin gjörðum. Þá séu tengsl hennar við stúlkurnar skert.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira