Leikskólatíminn í Reykjavík styttist frá og með 15. janúar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2022 16:42 Breyttur vistunartími á við um börnin á Funaborg í Grafarvogi sem og aðra leikskóla í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Dvalartími barna í leikskólum í Reykjavík verður að hámarki 42,5 klukkustundir á viku frá og með 15. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í pósti frá Reykajvíkurborg til foreldra og forráðamanna leikskólabarna í dag. Borgarstjórn samþykkti í september í fyrra tillögu um breyttan opnunartíma leikskóla sem og fleiri stýrihópa um umbætur á skipulagi og umhverfi leikskólastarfs Reykjavíkurborgar. Ein af þessum tillögum snýr að vikulegum hámarkstíma barna í leikskólum eða 42,5 klukkustundum. Samþykkt var að dvalartími barna verði að hámarki níu klukkustundir daglega og að í sömu viku geti börn haft mismunandi dvalartíma í allt að 42,5 klst. Vegna tæknilegra örðugleika hafi orðið seinkun á innleiðingu á hámarki á dvalartíma barna í leikskólum. Samkvæmt reglum um leikskólaþjónustu er um að ræða tilraunaverkefni til 31.desember 2024. Eins og fram kemur í reglum um leikskólaþjónustu í Reykjavík geta foreldrar valið sér mismunandi dvalartíma á dag, allt frá fjórum til að hámarki 9 tímum á dag, en þó aldrei fleiri en 42,5 klst. innan vikunnar frá mánudegi til föstudags. Með vísan til þess verður frá 15. janúar 2023 reglu um 42,5 klukkustundir innan vikunnar framfylgt. Með bréfinu í dag hvetur Reykjavíkurborg foreldra til að skoða og ef við á breyta dvalartíma barna sinna á vefsíðunni www.vala.is. Óskað er eftir að áðurgreindar breytingar verði gerðar fyrir 15. desember 2022 og taki breytingin gildi þann 15. janúar 2023. Þeir sem eru með dvalartíma umfram 42,5 klst. á viku og óska ekki eftir breytingu miðað við nýjar reglur, fá uppsögn á núverandi dvalartíma barns fyrir 1. janúar 2023. Nýr vistunartími barns miðast þá við 42,5 klst. eða 8,5 klst. á dag frá mánudegi til föstudags og tekur gildi 1. febrúar 2023. Samkvæmt 4. mgr. 5. gr. reglna um leikskólaþjónustu þarf að tilkynna um breytingar á dvalarsamningi með eins mánaðar fyrirvara hið minnsta og er miðað við 1. eða 15. hvers mánaðar. Þetta á bæði við um foreldra og Reykjavíkurborg. Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti í september í fyrra tillögu um breyttan opnunartíma leikskóla sem og fleiri stýrihópa um umbætur á skipulagi og umhverfi leikskólastarfs Reykjavíkurborgar. Ein af þessum tillögum snýr að vikulegum hámarkstíma barna í leikskólum eða 42,5 klukkustundum. Samþykkt var að dvalartími barna verði að hámarki níu klukkustundir daglega og að í sömu viku geti börn haft mismunandi dvalartíma í allt að 42,5 klst. Vegna tæknilegra örðugleika hafi orðið seinkun á innleiðingu á hámarki á dvalartíma barna í leikskólum. Samkvæmt reglum um leikskólaþjónustu er um að ræða tilraunaverkefni til 31.desember 2024. Eins og fram kemur í reglum um leikskólaþjónustu í Reykjavík geta foreldrar valið sér mismunandi dvalartíma á dag, allt frá fjórum til að hámarki 9 tímum á dag, en þó aldrei fleiri en 42,5 klst. innan vikunnar frá mánudegi til föstudags. Með vísan til þess verður frá 15. janúar 2023 reglu um 42,5 klukkustundir innan vikunnar framfylgt. Með bréfinu í dag hvetur Reykjavíkurborg foreldra til að skoða og ef við á breyta dvalartíma barna sinna á vefsíðunni www.vala.is. Óskað er eftir að áðurgreindar breytingar verði gerðar fyrir 15. desember 2022 og taki breytingin gildi þann 15. janúar 2023. Þeir sem eru með dvalartíma umfram 42,5 klst. á viku og óska ekki eftir breytingu miðað við nýjar reglur, fá uppsögn á núverandi dvalartíma barns fyrir 1. janúar 2023. Nýr vistunartími barns miðast þá við 42,5 klst. eða 8,5 klst. á dag frá mánudegi til föstudags og tekur gildi 1. febrúar 2023. Samkvæmt 4. mgr. 5. gr. reglna um leikskólaþjónustu þarf að tilkynna um breytingar á dvalarsamningi með eins mánaðar fyrirvara hið minnsta og er miðað við 1. eða 15. hvers mánaðar. Þetta á bæði við um foreldra og Reykjavíkurborg.
Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira