Kláfur sé fyrst og fremst aðgengismál Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. desember 2022 21:01 Einar segir að einungis sé verið að skoða málin. Engin ákvörðun hafi verið tekin. Arnar Halldórsson Borgarráð hefur samþykkt að skoða að setja upp Kláf í Esjuhlíðum. Formaður borgarráðs segir málið fyrst og fremst aðgengismál en að í hugmyndinni felist einnig tækifæri fyrir ferðaþjónustuna. „Þetta er gömul hugmynd. Hún kom fyrst til borgarinnar, erindi um að fá að setja upp kláf, frá áhugasömum aðilum árið 2013 eða 2014. Það mál náði ekki fram að ganga á þessum tíma. Þessir aðilar hafa verið að vinna að þessari hugmynd áfram, stunda veðurfarsrannsóknir og annað,“ segir Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Og nú hefur umhverfis- og skipulagssviði verið falið að taka málið til meðferðar. Einar segir þörf á umhverfismati og samráði við íbúa og hagaðila. Í samþykkt borgarráðs frá því í morgun felist engin yfirlýsing af hálfu borgarinnar um að af verkefninu verði. Einungis sé verið að skoða málin. „En það er alveg ljóst að mínu mati að það eru mikil tækifæri sem gætu falist í þessu fyrir ferðaþjónustu en ekki síst fyrir fatlaða og eldri borgara. Það eiga allir að geta nýtt Esjuna. Þar ofan á henni er mikið og fallegt útivistarsvæði þannig að það eru ýmsir kostir en líka einhverjir gallar. Nú ætlum við bara að rýna málið og vinna það vel.“ Óljóst er hvernig kláfurinn gæti komið til með að líta út á Esjunni en hægt er að sjá fyrir sér eitthvað í líkingu við grafíkina sem sést í sjónvarpsfréttinni. Níutíu og níu blaðsíðna bunki fylgdi tillögunni sem finna má í fundargerð borgarráðs. Ef af hugmyndinni verður fer verkið í útboðsferli. Einar segir að engin fjárhagsleg skuldbinding verði af hálfu borgarinnar. „Það eru þeir aðilar sem kæmu að rekstri farþegaferjunnar þarna upp sem myndu axla alla fjárhagslega áhættu af þessu verkefni. Borgin kemur ekki neitt að þessu fjárhagslega.“ Esjan Reykjavík Borgarstjórn Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Sjá meira
„Þetta er gömul hugmynd. Hún kom fyrst til borgarinnar, erindi um að fá að setja upp kláf, frá áhugasömum aðilum árið 2013 eða 2014. Það mál náði ekki fram að ganga á þessum tíma. Þessir aðilar hafa verið að vinna að þessari hugmynd áfram, stunda veðurfarsrannsóknir og annað,“ segir Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Og nú hefur umhverfis- og skipulagssviði verið falið að taka málið til meðferðar. Einar segir þörf á umhverfismati og samráði við íbúa og hagaðila. Í samþykkt borgarráðs frá því í morgun felist engin yfirlýsing af hálfu borgarinnar um að af verkefninu verði. Einungis sé verið að skoða málin. „En það er alveg ljóst að mínu mati að það eru mikil tækifæri sem gætu falist í þessu fyrir ferðaþjónustu en ekki síst fyrir fatlaða og eldri borgara. Það eiga allir að geta nýtt Esjuna. Þar ofan á henni er mikið og fallegt útivistarsvæði þannig að það eru ýmsir kostir en líka einhverjir gallar. Nú ætlum við bara að rýna málið og vinna það vel.“ Óljóst er hvernig kláfurinn gæti komið til með að líta út á Esjunni en hægt er að sjá fyrir sér eitthvað í líkingu við grafíkina sem sést í sjónvarpsfréttinni. Níutíu og níu blaðsíðna bunki fylgdi tillögunni sem finna má í fundargerð borgarráðs. Ef af hugmyndinni verður fer verkið í útboðsferli. Einar segir að engin fjárhagsleg skuldbinding verði af hálfu borgarinnar. „Það eru þeir aðilar sem kæmu að rekstri farþegaferjunnar þarna upp sem myndu axla alla fjárhagslega áhættu af þessu verkefni. Borgin kemur ekki neitt að þessu fjárhagslega.“
Esjan Reykjavík Borgarstjórn Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Sjá meira