Á mannúð heima í stjórnmálum? Gísli Rafn Ólafsson skrifar 2. desember 2022 16:00 Það að sýna mannúð er að sýna umhyggju fyrir öðrum, sér í lagi gagnvart þeim sem eru í erfiðum aðstæðum. Á hverjum degi sýnum við flest mannúð gagnvart fjölskyldumeðlimum okkar og stundum jafnvel gagnvart fólki sem við þekkjum ekki neitt. Þúsundir sjálfboðaliða björgunarsveitanna sýna mannúð í hvert skipti sem þau fara í leit að týndu fólki. Stór hluti þjóðarinnar sýnir mannúð þegar það gerist mannvinur, ljósvinur, bakhjarl eða hvað svo sem öll hin fjölbreyttu mánaðarlegu stuðningsprógrömm hjálparstofnanna heita. Aðrir ganga svo enn lengra og taka beinann þátt í að sinna heimilislausum, fíkniefnaneytendum og öðrum í neyð. Einstaklingar og fyrirtæki hjálpast að við að safna fjármagni fyrir hjálparsamtök sem sinna fólk í neyð. Það þarf ekki meira en að lesa um eða sjá neyðina til þess að þú finnir sting í hjartanu og ákveðir að sýna þína mannúð í verki með því að styðja viðkomandi eða mótmæla því ranglæti sem viðkomandi hefur orðið fyrir. Við fundum öll þennan sting þegar myndin af Alan litla Kurdi, tveggja ára dreng sem lá á ströndinni í Grikklandi, birtist í fjölmiðlum síðla árs 2015. Þessi sami stingur heltók okkur í desember 2015 þegar mynd birtist af Arjan litla með bangsann sinn þegar honum og fjölskyldu hans frá Albaníu var vísað úr landi. Sá stingur heltók þjóðina og mannúðin náði að meira segja inn á Alþingi þar sem samstaða varð um að Arjan litli og samlandi hans Kevi og fjölskyldur þeirra fengju íslenskan ríkisborgararétt svo tryggja mætti að þeir báðir fengju aðgengi að þeir læknisþjónustu sem þeir þurftu nauðsynlega á að halda. En síðan þá hefur hundruðum barna verið vísað úr landi og beint á götuna í Grikklandi. Síðan þá hefur fátækt innanlands aukist og geðheilsu þjóðarinnar hrakað. Síðan þá hafa öryrkjar og aldraðir þurft að herða sultarólina. Síðan þá virðist eins og mannúð hafi horfið úr íslenskum stjórnmálum. Alltaf þegar rætt er að bæta þurfi aðstöðu þeirra verst settu, alltaf þegar rætt er um að gera þurfi hælisleitendakerfið mannúðlegra, alltaf þegar rætt er um að fjárfesta í geðheilsu þjóðarinnar, þá er eins og að það séu ekki til neinir peningar til þess að gera neitt í þessum málum. En þegar fjölga þarf ráðuneytum eða framkvæma eitthvað í kjördæmum ráðherra, þá virðist alltaf vera til nóg af aur. Í umræðum um fjáraukalög fyrir árið 2022 sem átti sér stað nú í vikunni var verið að ræða um 90 milljarða króna aukningu á ýmsum liðum frá því að fjárlög voru lögð fram fyrir ári síðan. Lögð var fram tillaga um að setja 150 milljónir, eða innan við 0,1% af heildarupphæð fjáraukans, í styrki til þeirra hjálparstofnanna sem úthluta matargjöfum nú á aðventunni. Þetta er örlítil upphæð í „stóra samhenginu” – en hún hefði gert hátíðirnar og dökkasta skammdegið örlítið bjartara fyrir þau sem verst eru sett í samfélaginu. Það er auðvelt að missa sambandið við raunverulegt fólk þegar maður vinnur í stjórnarráðum og ráðuneytum, þar sem fæsta skortir neitt og enginn upplifir neyð á eigin skinni -- og þess vegna verðum við sem á þingi sitjum að reyna að halda hvoru öðru á jörðu niðri og muna eftir neyðinni sem er því mjög miður hversdagsleg staðreynd fyrir langtum of margra í samfélaginu. Þótt það hafi kannski ekki tekist í þetta sinn þá mun ég ekki hætta að reyna að berjast fyrir aukinni mannúð í stjórnmálum á Íslandi. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það að sýna mannúð er að sýna umhyggju fyrir öðrum, sér í lagi gagnvart þeim sem eru í erfiðum aðstæðum. Á hverjum degi sýnum við flest mannúð gagnvart fjölskyldumeðlimum okkar og stundum jafnvel gagnvart fólki sem við þekkjum ekki neitt. Þúsundir sjálfboðaliða björgunarsveitanna sýna mannúð í hvert skipti sem þau fara í leit að týndu fólki. Stór hluti þjóðarinnar sýnir mannúð þegar það gerist mannvinur, ljósvinur, bakhjarl eða hvað svo sem öll hin fjölbreyttu mánaðarlegu stuðningsprógrömm hjálparstofnanna heita. Aðrir ganga svo enn lengra og taka beinann þátt í að sinna heimilislausum, fíkniefnaneytendum og öðrum í neyð. Einstaklingar og fyrirtæki hjálpast að við að safna fjármagni fyrir hjálparsamtök sem sinna fólk í neyð. Það þarf ekki meira en að lesa um eða sjá neyðina til þess að þú finnir sting í hjartanu og ákveðir að sýna þína mannúð í verki með því að styðja viðkomandi eða mótmæla því ranglæti sem viðkomandi hefur orðið fyrir. Við fundum öll þennan sting þegar myndin af Alan litla Kurdi, tveggja ára dreng sem lá á ströndinni í Grikklandi, birtist í fjölmiðlum síðla árs 2015. Þessi sami stingur heltók okkur í desember 2015 þegar mynd birtist af Arjan litla með bangsann sinn þegar honum og fjölskyldu hans frá Albaníu var vísað úr landi. Sá stingur heltók þjóðina og mannúðin náði að meira segja inn á Alþingi þar sem samstaða varð um að Arjan litli og samlandi hans Kevi og fjölskyldur þeirra fengju íslenskan ríkisborgararétt svo tryggja mætti að þeir báðir fengju aðgengi að þeir læknisþjónustu sem þeir þurftu nauðsynlega á að halda. En síðan þá hefur hundruðum barna verið vísað úr landi og beint á götuna í Grikklandi. Síðan þá hefur fátækt innanlands aukist og geðheilsu þjóðarinnar hrakað. Síðan þá hafa öryrkjar og aldraðir þurft að herða sultarólina. Síðan þá virðist eins og mannúð hafi horfið úr íslenskum stjórnmálum. Alltaf þegar rætt er að bæta þurfi aðstöðu þeirra verst settu, alltaf þegar rætt er um að gera þurfi hælisleitendakerfið mannúðlegra, alltaf þegar rætt er um að fjárfesta í geðheilsu þjóðarinnar, þá er eins og að það séu ekki til neinir peningar til þess að gera neitt í þessum málum. En þegar fjölga þarf ráðuneytum eða framkvæma eitthvað í kjördæmum ráðherra, þá virðist alltaf vera til nóg af aur. Í umræðum um fjáraukalög fyrir árið 2022 sem átti sér stað nú í vikunni var verið að ræða um 90 milljarða króna aukningu á ýmsum liðum frá því að fjárlög voru lögð fram fyrir ári síðan. Lögð var fram tillaga um að setja 150 milljónir, eða innan við 0,1% af heildarupphæð fjáraukans, í styrki til þeirra hjálparstofnanna sem úthluta matargjöfum nú á aðventunni. Þetta er örlítil upphæð í „stóra samhenginu” – en hún hefði gert hátíðirnar og dökkasta skammdegið örlítið bjartara fyrir þau sem verst eru sett í samfélaginu. Það er auðvelt að missa sambandið við raunverulegt fólk þegar maður vinnur í stjórnarráðum og ráðuneytum, þar sem fæsta skortir neitt og enginn upplifir neyð á eigin skinni -- og þess vegna verðum við sem á þingi sitjum að reyna að halda hvoru öðru á jörðu niðri og muna eftir neyðinni sem er því mjög miður hversdagsleg staðreynd fyrir langtum of margra í samfélaginu. Þótt það hafi kannski ekki tekist í þetta sinn þá mun ég ekki hætta að reyna að berjast fyrir aukinni mannúð í stjórnmálum á Íslandi. Höfundur er þingmaður Pírata.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun