Elfar Freyr lék með Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. Hann hefur glímt við mikil meiðsli síðustu tvö ár og lék aðeins sex leiki á liðnu tímabili eftir að spila ekkert sumarið 2021.
Hinn 33 ára gamli Elfar Freyr hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari með Blikum og einu sinni bikarmeistari. Þá lék hann með AEK Aþenu í Grikklandi, Stabæk í Noregi og Horsens í Danmörku á sínum tíma.
Elfar Freyr Helgason gengur til liðs við Valhttps://t.co/62ENrZorWn@bestadeildin @Fotboltinet pic.twitter.com/CjLCvri5P5
— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) December 2, 2022
Valur endaði í 6. sæti Bestu deildar karla á síðustu leiktíð en liðið er í óðaönn að skipuleggja næsta tímabil. Það verður fyrsta tímabil liðsins undir stjórn Arnars Grétarssonar.