Skógræktin mun planta sjö milljónum plantna 2023 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. desember 2022 14:04 Mikill kraftur er í skógrækt í landinu enda mikið af trjám plantað á hverju ári og ekkert lát á. Myndin er frá Snæfoksstöðum í Grímsnesi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skógræktin stefnir á að setja Íslandsmet í gróðursetningu plantna á næsta ári en þá eru ætlunin að gróðursetja um sjö milljónir plantna víðsvegar um landið. Það hefur verið mikill kraftur í gróðursetningu hjá Skógræktinni síðustu ár og allt stefnir í að í ár verði um 6 milljónir plantna gróðursettar. Á næsta ári, 2023 stefnir hins vegar í Íslandsmet í gróðursetningu því þá er reiknað með að gróðursetja sjö milljónir plantna. Þröstur Eysteinsson er skógræktarstjóri. „Það verður met ef vel tekst til og ef plönturnar komast allar úr gróðrarstöðvum og við komum þeim niður, þá verður það met á næsta ári. Þetta verður um allt land en það er minnst kannski á innanverðu héraði og á nokkrum öðrum stöðum þar sem búið er að gróðursetja svo mikið en það eru vaxtarbroddar á stöðum eins og Norðurlandi Vestra til dæmis og Vesturlandi þar sem mjög mikið er verið að gera,“ segir Þröstur. En hvaða tegundir er aðallega verið að gróðursetja? „Þetta er lang mest birki en síðan eru það stafafura, sitkagreni, rússalerki og alaskaösp.“ Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri en Skógræktin stefnir á að setja Íslandsmet í gróðursetningu á nýju ári, eða að gróðursetja um 7 milljónir plantna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þröstur segir ástand á gróðri óvenjulega gott núna enda eru búin að vera mikil hlýindi og gott veður. En hvað með bleytuna eins og alla rigninguna á Austurlandi síðustu vikur, hefur hún haft einhver áhrif á trjágróður ? „Rigningin er bara góð en það sem okkur finnst verra í skógrækt ef það fylgir henni mikið hvassviðri, þá fara skógar að falla um koll í bleytu og hvassviðri og það er atriði, sem við þurfum svolítið að aðlagast upp á framtíðina að gera.“ En hvað finnst Þresti um þessi miklu hlýindi og bleytu á þessum árstíma? „Þetta er meira magn heldur en menn eiga að venjast, þetta er meira úrkomumagn, það er akkúrat eitt af því, sem menn spá í sambandi við hnattræn hlýnun, það verður meira úrkomumagn í svona veðrum en að öðru leyti eru þetta bara venjulegar haustrigningar,“ segir Þröstur. Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Sjá meira
Það hefur verið mikill kraftur í gróðursetningu hjá Skógræktinni síðustu ár og allt stefnir í að í ár verði um 6 milljónir plantna gróðursettar. Á næsta ári, 2023 stefnir hins vegar í Íslandsmet í gróðursetningu því þá er reiknað með að gróðursetja sjö milljónir plantna. Þröstur Eysteinsson er skógræktarstjóri. „Það verður met ef vel tekst til og ef plönturnar komast allar úr gróðrarstöðvum og við komum þeim niður, þá verður það met á næsta ári. Þetta verður um allt land en það er minnst kannski á innanverðu héraði og á nokkrum öðrum stöðum þar sem búið er að gróðursetja svo mikið en það eru vaxtarbroddar á stöðum eins og Norðurlandi Vestra til dæmis og Vesturlandi þar sem mjög mikið er verið að gera,“ segir Þröstur. En hvaða tegundir er aðallega verið að gróðursetja? „Þetta er lang mest birki en síðan eru það stafafura, sitkagreni, rússalerki og alaskaösp.“ Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri en Skógræktin stefnir á að setja Íslandsmet í gróðursetningu á nýju ári, eða að gróðursetja um 7 milljónir plantna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þröstur segir ástand á gróðri óvenjulega gott núna enda eru búin að vera mikil hlýindi og gott veður. En hvað með bleytuna eins og alla rigninguna á Austurlandi síðustu vikur, hefur hún haft einhver áhrif á trjágróður ? „Rigningin er bara góð en það sem okkur finnst verra í skógrækt ef það fylgir henni mikið hvassviðri, þá fara skógar að falla um koll í bleytu og hvassviðri og það er atriði, sem við þurfum svolítið að aðlagast upp á framtíðina að gera.“ En hvað finnst Þresti um þessi miklu hlýindi og bleytu á þessum árstíma? „Þetta er meira magn heldur en menn eiga að venjast, þetta er meira úrkomumagn, það er akkúrat eitt af því, sem menn spá í sambandi við hnattræn hlýnun, það verður meira úrkomumagn í svona veðrum en að öðru leyti eru þetta bara venjulegar haustrigningar,“ segir Þröstur.
Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Sjá meira