Sagði að siðgæðislögreglan væri úr myndinni Kjartan Kjartansson skrifar 4. desember 2022 14:24 Frá mótmælum stuðningsmanna klerastjórnarinnar gegn mótmælaöldunni í landinu. Vísir/EPA Ríkissaksóknari í Íran segir að siðgæðislögreglan þar í landi hafi verið tekin úr umferð. Mótmæli hafa geisað nær linnulaust í landinu frá því að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. Ríkisfjölmiðlar í Íran höfðu eftir Mohammad Jafar Montazeri, ríkissaksóknara, að aðgerðum siðgæðislögreglu væri nú lokið. Stjórnvöld væru einnig að endurskoða reglur um höfuðslæður sem konum er skylt að ganga með. Ummælin hafi hann látið falla á viðburði yfirvalda um mótmælin í gær. Þau voru þó nokkuð óljós. Katarska fréttastofan al-Jazeera segir að engin frekari staðfesting hafi fengist á því að siðgæðislögreglan sé ekki lengur starfandi. Það liggi heldur ekki fyrir hvort að hún hafi verið lögð varanlega niður. Ekkert bendi heldur til þess að lög sem kveða á um að konu verði að ganga með höfuðslæðu verði felld úr gildi. New York Times segir ekki ljóst hvaða áhrif breytingarnar sem Montazeri boðaði hefðu á framfylgd laga um klæðaburð kvenna. Á viðburðinum sagði hann að dómsmálayfirvöld ætluðu áfram að framfylgja lögum um hegðun borgaranna. Mótmælaaldan í Íran hófst eftir dauða Möhsu Amini, 22 ára gamallar konu af kúrdískum uppruna, sem siðgæðislögreglan stöðvaði í Teheran. Amini á að hafa brotið reglur um klæðaburð kvenna. Yfirvöld héldu því fram að Amini hefði látist af völdum veikinda en fjölskylda hennar fullyrti að hún hefði verið barin til dauða. Konur hafa verið fremstar í flokki mótmælenda. Þær hafa brennt höfuðklúta og slagorðið „Kona, líf, frelsi“. Sumir mótmælendur hafa jafnvel hrópað slagorð um dauða Khamenei, æðsta leiðtoga Írans. Íran Mótmælaalda í Íran Trúmál Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Ríkisfjölmiðlar í Íran höfðu eftir Mohammad Jafar Montazeri, ríkissaksóknara, að aðgerðum siðgæðislögreglu væri nú lokið. Stjórnvöld væru einnig að endurskoða reglur um höfuðslæður sem konum er skylt að ganga með. Ummælin hafi hann látið falla á viðburði yfirvalda um mótmælin í gær. Þau voru þó nokkuð óljós. Katarska fréttastofan al-Jazeera segir að engin frekari staðfesting hafi fengist á því að siðgæðislögreglan sé ekki lengur starfandi. Það liggi heldur ekki fyrir hvort að hún hafi verið lögð varanlega niður. Ekkert bendi heldur til þess að lög sem kveða á um að konu verði að ganga með höfuðslæðu verði felld úr gildi. New York Times segir ekki ljóst hvaða áhrif breytingarnar sem Montazeri boðaði hefðu á framfylgd laga um klæðaburð kvenna. Á viðburðinum sagði hann að dómsmálayfirvöld ætluðu áfram að framfylgja lögum um hegðun borgaranna. Mótmælaaldan í Íran hófst eftir dauða Möhsu Amini, 22 ára gamallar konu af kúrdískum uppruna, sem siðgæðislögreglan stöðvaði í Teheran. Amini á að hafa brotið reglur um klæðaburð kvenna. Yfirvöld héldu því fram að Amini hefði látist af völdum veikinda en fjölskylda hennar fullyrti að hún hefði verið barin til dauða. Konur hafa verið fremstar í flokki mótmælenda. Þær hafa brennt höfuðklúta og slagorðið „Kona, líf, frelsi“. Sumir mótmælendur hafa jafnvel hrópað slagorð um dauða Khamenei, æðsta leiðtoga Írans.
Íran Mótmælaalda í Íran Trúmál Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira