Hversu mikils virði er það? Belinda Karlsdóttir skrifar 6. desember 2022 10:01 Nýverið birtust tillögur Reykjavíkurborgar til hagræðingar og umbóta í rekstri borgarinnar á næsta ári. Með fullri virðingu fyrir öllum sem að því koma og því lítt öfundsverða hlutverki að hagræða þegar kemur að velferð og þjónustu við borgarbúa, finn ég mig knúna til að skrifa nokkur orð varðandi tillögu sem snýr að mögulegri lokun unglingasmiðjanna Stígs og Traðar, þjónustu á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Unglingasmiðjurnar tvær, annars vegar í Breiðholti og hins vegar í Miðbænum, veita stuðning til ungmenna á aldrinum 13-18 ára. Þau eiga það sameiginlegt að upplifa félagslega einangrun, auk þess sem mörg hver glíma við fleiri áskoranir í sínu lífi. Markmiðið með þátttöku í hópastarfi Unglingasmiðjanna er m.a. að efla félagsfærni, styrkja sjálfsmynd og stuðla að vellíðan. Þar er lögð áhersla á að veita öruggt umhverfi þar sem þau mæta á eigin forsendum, mynda traust með tímanum og fá tækifæri til að vaxa jafnt og þétt á sínum hraða. Það sem við fáum svo gjarnan að sjá er meira öryggi í samskiptum og ákvarðanatöku, aukin vellíðan og virkari þátttaka þeirra í sínu nærumhverfi, félagslega og í tómstundum. Ungmennin sem koma í unglingasmiðjurnar eru jafnan falinn hópur, það fer oft ekki mikið fyrir þeim í skólaumhverfinu og mörg sækja ekki í félagsmiðstöðina í sínu hverfi. Sum hver eru að upplifa það að eiga jákvæð samskipti við jafnaldra í fyrsta sinn í langan tíma, að eignast vini og að tilheyra. Reynslan sýnir okkur hversu mikilvægt það er fyrir þennan hóp ungmenna að eiga einhvern stað, einskonar athvarf, þar sem þau eru samþykkt í hópi jafnaldra, þar sem þátttaka þeirra skiptir hópinn máli og þau fá að skrifa sögu sína upp á nýtt. Mörg þeirra hafa upplifað einelti og er það oft ein ástæða þess að þau sækja ekki í félagsskap í sínu nærumhverfi, hvort sem er í skóla eða félagsmiðstöð. Í gegnum tíðina hafa Unglingasmiðjurnar gegnt mikilvægu hlutverki fyrir fjölmörg ungmenni, á meðan þau byggja upp traust á ný og æfa sig í samskiptum, efla færnina og sjálfstraustið til að takast á við aðstæður í sínu lífi. Að baki þeirrar fjárhæðar sem kostar að halda uppi starfi Unglingasmiðjanna árlega eru einstaklingar, líf þeirra, velferð og framtíðarhorfur. Á þessum árum mótunar, þar sem þau eru svo móttækileg og á sama tíma svo áhrifagjörn og sjálfsmyndin viðkvæm. Þar sem þau þrá hvað einna mest að tilheyra og eiga vini en mæta stöðugt höfnun og hindrunum. Þar sem uppbyggilegur og áhrifaríkur stuðningur skiptir öllu máli, að þau fái öruggt umhverfi sem gefur þeim færi á að treysta á ný og mynda tengsl – fyrir framtíðina. Hugurinn reikar og rifjar upp allar jákvæðu framfarirnar, stórkostlegu breytingarnar, blómstrandi einstaklingana og þau mörgu skipti sem ég hef heyrt frá foreldum sem unglingum að þátttaka þeirra í Unglingasmiðjunum hafi átt þátt í að bjarga lífi þeirra. Hversu mikils virði er það? Ætla að leyfa reynslu fyrrum þjónustunotenda (úr meistararitgerð Sigurlaugar H. Traustadóttur, félagsráðgjafa) að eiga lokaorðið: „Eftir að ég prófaði, þá var þetta bara einn æðislegasti staður sem ég hefði einhvern tíman getað ímyndað mér. Allir svo góðir og tilbúnir að taka á móti manni eins og maður var … þá var maður bara svona lítil fjölskylda sem maður gat treyst öllum og gat talað upphátt án þess að það væri hlegið að manni.“ „Vá ég er ekki sama manneskjan sko. Þegar ég fór þarna inn .. mér leið ógeðslega illa, ég talaði ekki við neinn, átti enga vini. Þegar ég labbaði út, þá var ég ofboðslega leið yfir að þurfa að hætta, en hamingjusöm. Og ég hafði sjálfstraust og ég þorði að tala við fólk, ég átti vini .. eftir að hafa verið í unglingasmiðjunni og fá sjálfstraust og trúa meira á það, að ég eigi rétt skilurðu, þá byrjaði ég að svara fyrir mig þegar mér var strítt.“ „Ég kom náttúrulega út úr því að vera lögð í einelti út í það að vera með vinahóp skilurðu. Ég fór að finna hvað ég get gert og að mér þykir vænt um sjálfa mig. Ég lærði bara smám saman hvað lífið getur verið gott líka. Að eiga góða vini, trausta vini. Það hjálpaði mjög mikið.“ Höfundur er forstöðumaður unglingasmiðjanna Stígs og Traðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Nýverið birtust tillögur Reykjavíkurborgar til hagræðingar og umbóta í rekstri borgarinnar á næsta ári. Með fullri virðingu fyrir öllum sem að því koma og því lítt öfundsverða hlutverki að hagræða þegar kemur að velferð og þjónustu við borgarbúa, finn ég mig knúna til að skrifa nokkur orð varðandi tillögu sem snýr að mögulegri lokun unglingasmiðjanna Stígs og Traðar, þjónustu á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Unglingasmiðjurnar tvær, annars vegar í Breiðholti og hins vegar í Miðbænum, veita stuðning til ungmenna á aldrinum 13-18 ára. Þau eiga það sameiginlegt að upplifa félagslega einangrun, auk þess sem mörg hver glíma við fleiri áskoranir í sínu lífi. Markmiðið með þátttöku í hópastarfi Unglingasmiðjanna er m.a. að efla félagsfærni, styrkja sjálfsmynd og stuðla að vellíðan. Þar er lögð áhersla á að veita öruggt umhverfi þar sem þau mæta á eigin forsendum, mynda traust með tímanum og fá tækifæri til að vaxa jafnt og þétt á sínum hraða. Það sem við fáum svo gjarnan að sjá er meira öryggi í samskiptum og ákvarðanatöku, aukin vellíðan og virkari þátttaka þeirra í sínu nærumhverfi, félagslega og í tómstundum. Ungmennin sem koma í unglingasmiðjurnar eru jafnan falinn hópur, það fer oft ekki mikið fyrir þeim í skólaumhverfinu og mörg sækja ekki í félagsmiðstöðina í sínu hverfi. Sum hver eru að upplifa það að eiga jákvæð samskipti við jafnaldra í fyrsta sinn í langan tíma, að eignast vini og að tilheyra. Reynslan sýnir okkur hversu mikilvægt það er fyrir þennan hóp ungmenna að eiga einhvern stað, einskonar athvarf, þar sem þau eru samþykkt í hópi jafnaldra, þar sem þátttaka þeirra skiptir hópinn máli og þau fá að skrifa sögu sína upp á nýtt. Mörg þeirra hafa upplifað einelti og er það oft ein ástæða þess að þau sækja ekki í félagsskap í sínu nærumhverfi, hvort sem er í skóla eða félagsmiðstöð. Í gegnum tíðina hafa Unglingasmiðjurnar gegnt mikilvægu hlutverki fyrir fjölmörg ungmenni, á meðan þau byggja upp traust á ný og æfa sig í samskiptum, efla færnina og sjálfstraustið til að takast á við aðstæður í sínu lífi. Að baki þeirrar fjárhæðar sem kostar að halda uppi starfi Unglingasmiðjanna árlega eru einstaklingar, líf þeirra, velferð og framtíðarhorfur. Á þessum árum mótunar, þar sem þau eru svo móttækileg og á sama tíma svo áhrifagjörn og sjálfsmyndin viðkvæm. Þar sem þau þrá hvað einna mest að tilheyra og eiga vini en mæta stöðugt höfnun og hindrunum. Þar sem uppbyggilegur og áhrifaríkur stuðningur skiptir öllu máli, að þau fái öruggt umhverfi sem gefur þeim færi á að treysta á ný og mynda tengsl – fyrir framtíðina. Hugurinn reikar og rifjar upp allar jákvæðu framfarirnar, stórkostlegu breytingarnar, blómstrandi einstaklingana og þau mörgu skipti sem ég hef heyrt frá foreldum sem unglingum að þátttaka þeirra í Unglingasmiðjunum hafi átt þátt í að bjarga lífi þeirra. Hversu mikils virði er það? Ætla að leyfa reynslu fyrrum þjónustunotenda (úr meistararitgerð Sigurlaugar H. Traustadóttur, félagsráðgjafa) að eiga lokaorðið: „Eftir að ég prófaði, þá var þetta bara einn æðislegasti staður sem ég hefði einhvern tíman getað ímyndað mér. Allir svo góðir og tilbúnir að taka á móti manni eins og maður var … þá var maður bara svona lítil fjölskylda sem maður gat treyst öllum og gat talað upphátt án þess að það væri hlegið að manni.“ „Vá ég er ekki sama manneskjan sko. Þegar ég fór þarna inn .. mér leið ógeðslega illa, ég talaði ekki við neinn, átti enga vini. Þegar ég labbaði út, þá var ég ofboðslega leið yfir að þurfa að hætta, en hamingjusöm. Og ég hafði sjálfstraust og ég þorði að tala við fólk, ég átti vini .. eftir að hafa verið í unglingasmiðjunni og fá sjálfstraust og trúa meira á það, að ég eigi rétt skilurðu, þá byrjaði ég að svara fyrir mig þegar mér var strítt.“ „Ég kom náttúrulega út úr því að vera lögð í einelti út í það að vera með vinahóp skilurðu. Ég fór að finna hvað ég get gert og að mér þykir vænt um sjálfa mig. Ég lærði bara smám saman hvað lífið getur verið gott líka. Að eiga góða vini, trausta vini. Það hjálpaði mjög mikið.“ Höfundur er forstöðumaður unglingasmiðjanna Stígs og Traðar.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar