„Hann var hér úr þessum friðhelga ræðustól að ráðast á starfsfólk RÚV“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. desember 2022 16:17 Fjörugar umræður sköpuðust á Alþingi í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. Vísir/Vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði starfsfólk Ríkisútvarpsins að umtalsefni í ræðu sem hann flutti undir liðnum „um fundarstjórn forseta“ þar sem hann fullyrti að það væri viðtekin venja að Gísli Marteinn Baldursson og gestir hans hefðu í frammi „misnotkun og dónaskap“. Hann tók sem dæmi þáttinn Vikuna þar sem hin landsþekkta leikkona Ilmur Kristjánsdóttir var gestur og sagði að það hefði verið eitt af áramótaheitum hennar að leika vonda konu á árinu en hún leikur forstjóra Útlendingastofnunar í jóladagatali barna á RÚV. „Það er orðið lítil þolinmæði í samfélaginu fyrir því að dagskrárgerðarfólk á ríkisfjölmiðli og þingmenn kosnir af þjóðinni misfari með stöðu sína og vald á jafn grófan hátt og hér hefur gerst. Það er krafa okkar að Ríkisútvarpið rétti pólitíska slagsíðu og fari að þeim lögum og reglum sem um starfsemina gilda,“ sagði Ásmundur. Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, var eitt sinn áhrifakona innan Sjálfstæðisflokksins en skaut föstum skotum á fyrrum flokksfélaga á þinginu í dag.Vísir/Vilhelm Ræða Ásmundar féll í grýttan jarðveg á þingi því á eftir honum mætti hver þingmaðurinn á fætur öðrum til að gagnrýna málflutning hans, sú fyrsta var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar sem sagði að hann væri í einni og sömu ræðunni að gera nákvæmlega það sem hann hefði ásakað dagskrárgerðarfólk á RÚV um að hafa gert. „Hann var hér úr þessum friðhelga ræðustól að ráðast á starfsfólk Ríkisútvarpsins sem í einhverjum skemmtiþætti er með grín sem misbýður Sjálfstæðisflokknum. Þetta er svolítið takturinn núna hjá Sjálfstæðisflokknum; að vera á innsoginu og að vera ofboðslega misboðið. Kannski út af því að Ríkisútvarpið er ekki nefnt lengur bláskjár?“ spurði Þorgerður og hélt áfram. Gísli Marteinn Baldursson heldur úti vikulegum föstudagsþætti í Ríkissjónvarpinu. Ásmundur Friðriksson er ekki sáttur við orðræðuna í þættinum.Vísir/Vilhelm „Það er ekki hægt fyrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að nota þetta púlt endalaust til þess að ráðast að dagskrárgerðafólki Ríkisútvarpsins eða akademískum starfsmönnum háskóla eins og stundum hefur verið eða bara almennt listafólki því það er aðför að tjáningarfrelsinu. Það er aðför að því sem við viljum að þetta samfélag standi fyrir.“ Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar tók undir með Þorgerði og sagði að tilfelli sem þessi færðust í aukana. Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, var ekki ánægður með ræðu Ásmundar og hvatti hann til að biðjast afsökunar á ummælum sínum.Vísir/Vilhelm „Þetta er auðvitað ekki að verða einstakir viðburðir heldur er þetta að verða svona munstur. Við heyrum fólk sem er jafnvel að vinna á vegum Sjálfstæðisflokksins og hafa verið kjörnir fulltrúar reyna að grafa undan almannasamtökum og kalla þau pólitísk öfgasamtök og síðan kemur háttvirtur þingmaður Ásmundur Friðriksson hérna upp og ræðst að nafngreindu fólki sem er að vinna á ríkisfjölmiðlinum og ekki einungis það heldur fer að gera athugasemdir við ummæli viðmælanda í þættinum,“ sagði Logi. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/Egill Aðalsteinsson Segir að forstjóri Útlendingastofnunar sé enginn engill Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, kvaðst vera hæstánægður með jóladagatalið og sagði að það væri gott fyrir börn og foreldra. „Hvernig búum við til karakter sem við tengjum öll strax við að sé vondur? Forstjóri Útlendingastofnunar er bara ágæt myndlíking fyrir það vegna þess að sú stofnun er hreinasta og tærasta birtingarmynd mannvonsku ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gagnvart innflytjendum. Þar birtist allt það sem þessi ríkisstjórn stendur fyrir og gegn fólki á flótta. Ekki myndi ég vilja vera sú manneskja og ég skil vel að leikarinn sem tekur að sér það hlutverk átti sig á því að þetta er ekki neinn engill sem viðkomandi er að fara að leika en að þurfa að sitja undir því að vera dregin hér í svaðið af háttvirtum þingmanni Ásmundi Friðrikssyni? Það náttúrulega nær ekki nokkurri átt.“ „Er þetta til að senda út gula spjaldið?“ Þorgerður Katrín mætti upp í pontu öðru sinni til að spyrja hver tilgangurinn væri með ræðu Ásmundar. „Ég velti fyrir mér – af því að ríkisstjórnin hefur töglin og hagldirnar þegar kemur að fjármálum Ríkisútvarpsins - er þetta til að ógna? Er þetta til að senda út gula spjaldið? „Passiði ykkur, ef þið talið ekki varlega um mig og mína, þá hafið þið verra af?“ Alþingi Ríkisútvarpið Flóttamenn Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hann tók sem dæmi þáttinn Vikuna þar sem hin landsþekkta leikkona Ilmur Kristjánsdóttir var gestur og sagði að það hefði verið eitt af áramótaheitum hennar að leika vonda konu á árinu en hún leikur forstjóra Útlendingastofnunar í jóladagatali barna á RÚV. „Það er orðið lítil þolinmæði í samfélaginu fyrir því að dagskrárgerðarfólk á ríkisfjölmiðli og þingmenn kosnir af þjóðinni misfari með stöðu sína og vald á jafn grófan hátt og hér hefur gerst. Það er krafa okkar að Ríkisútvarpið rétti pólitíska slagsíðu og fari að þeim lögum og reglum sem um starfsemina gilda,“ sagði Ásmundur. Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, var eitt sinn áhrifakona innan Sjálfstæðisflokksins en skaut föstum skotum á fyrrum flokksfélaga á þinginu í dag.Vísir/Vilhelm Ræða Ásmundar féll í grýttan jarðveg á þingi því á eftir honum mætti hver þingmaðurinn á fætur öðrum til að gagnrýna málflutning hans, sú fyrsta var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar sem sagði að hann væri í einni og sömu ræðunni að gera nákvæmlega það sem hann hefði ásakað dagskrárgerðarfólk á RÚV um að hafa gert. „Hann var hér úr þessum friðhelga ræðustól að ráðast á starfsfólk Ríkisútvarpsins sem í einhverjum skemmtiþætti er með grín sem misbýður Sjálfstæðisflokknum. Þetta er svolítið takturinn núna hjá Sjálfstæðisflokknum; að vera á innsoginu og að vera ofboðslega misboðið. Kannski út af því að Ríkisútvarpið er ekki nefnt lengur bláskjár?“ spurði Þorgerður og hélt áfram. Gísli Marteinn Baldursson heldur úti vikulegum föstudagsþætti í Ríkissjónvarpinu. Ásmundur Friðriksson er ekki sáttur við orðræðuna í þættinum.Vísir/Vilhelm „Það er ekki hægt fyrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að nota þetta púlt endalaust til þess að ráðast að dagskrárgerðafólki Ríkisútvarpsins eða akademískum starfsmönnum háskóla eins og stundum hefur verið eða bara almennt listafólki því það er aðför að tjáningarfrelsinu. Það er aðför að því sem við viljum að þetta samfélag standi fyrir.“ Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar tók undir með Þorgerði og sagði að tilfelli sem þessi færðust í aukana. Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, var ekki ánægður með ræðu Ásmundar og hvatti hann til að biðjast afsökunar á ummælum sínum.Vísir/Vilhelm „Þetta er auðvitað ekki að verða einstakir viðburðir heldur er þetta að verða svona munstur. Við heyrum fólk sem er jafnvel að vinna á vegum Sjálfstæðisflokksins og hafa verið kjörnir fulltrúar reyna að grafa undan almannasamtökum og kalla þau pólitísk öfgasamtök og síðan kemur háttvirtur þingmaður Ásmundur Friðriksson hérna upp og ræðst að nafngreindu fólki sem er að vinna á ríkisfjölmiðlinum og ekki einungis það heldur fer að gera athugasemdir við ummæli viðmælanda í þættinum,“ sagði Logi. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/Egill Aðalsteinsson Segir að forstjóri Útlendingastofnunar sé enginn engill Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, kvaðst vera hæstánægður með jóladagatalið og sagði að það væri gott fyrir börn og foreldra. „Hvernig búum við til karakter sem við tengjum öll strax við að sé vondur? Forstjóri Útlendingastofnunar er bara ágæt myndlíking fyrir það vegna þess að sú stofnun er hreinasta og tærasta birtingarmynd mannvonsku ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gagnvart innflytjendum. Þar birtist allt það sem þessi ríkisstjórn stendur fyrir og gegn fólki á flótta. Ekki myndi ég vilja vera sú manneskja og ég skil vel að leikarinn sem tekur að sér það hlutverk átti sig á því að þetta er ekki neinn engill sem viðkomandi er að fara að leika en að þurfa að sitja undir því að vera dregin hér í svaðið af háttvirtum þingmanni Ásmundi Friðrikssyni? Það náttúrulega nær ekki nokkurri átt.“ „Er þetta til að senda út gula spjaldið?“ Þorgerður Katrín mætti upp í pontu öðru sinni til að spyrja hver tilgangurinn væri með ræðu Ásmundar. „Ég velti fyrir mér – af því að ríkisstjórnin hefur töglin og hagldirnar þegar kemur að fjármálum Ríkisútvarpsins - er þetta til að ógna? Er þetta til að senda út gula spjaldið? „Passiði ykkur, ef þið talið ekki varlega um mig og mína, þá hafið þið verra af?“
Alþingi Ríkisútvarpið Flóttamenn Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira