Fjárhagsáætlun samþykkt í borgarstjórn Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 7. desember 2022 08:34 Dagur B. Eggertsson, Einar Þorsteinsson og Dóra Björt Guðjónsdóttir þegar sitjandi meirihluti var kynntur til sögunnar í vor. Vísir/Vilhelm Fyrsta fjárhagsáætlun meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata, og Viðreisnar var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. Í tilkynningu frá borginni segir að áætlunin taki mið af nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar og geri ráð fyrir áframhaldandi vexti borgarinnar og fullri fjármögnun grunnþjónustu en aðhaldi í öðrum rekstri, eins og það er orðað. Þá var einnig samþykkt ný fjármálastefna og fjárhagsáætlun til næstu fimm ára 2023-2027. Fjárhagsáætlunin var samþykkt með afgreiðslu á yfir 100 hagræðingar- og umbótatillögum sem lagðar voru fram við síðari umræðu um áætlunina og fjallað hefur verið um. Niðurstaðan gerir ráð fyrir aðhaldi í rekstri til að styrkja afkomu á rekstri A-hluta borgarsjóðs. „Dregið verður saman í fjárfestingu frá fyrri áætlun en áfram verður kraftur settur í viðhaldsmál og uppbyggingu grænna innviða í vaxandi borg,“ segir einnig. Ennfremur segir að farið verði í margvíslegar aðgerðir til að auka skilvirkni í rekstri og hagræða á öllum sviðum starfsemi borgarinnar með það að markmiði að ekki komi til skerðingar á velferðar- og skólaþjónustu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þessa fjárhagsáætlun endurspegla skynsamleg viðbrögð við aðstæðum í efnahagsmálum. „Í kjölfar heimsfaraldurs var farið í markvissar aðgerðir til að sporna gegn atvinnuleysi og farið í miklar fjárfestingar. Nú þegar harðnar aðeins á dalnum rifum við seglin í fjárfestingaráætlun og hagræðum í rekstri,“ segir borgarstjóri og bætir við að eftir sem áður eigi að standa vörð um grunnþjónustu. „Jafnframt er mikilvægt að knýja á um það ásamt öðrum sveitarfélögum á landinu að ríkið tryggi eðlilega og sanngjarna fjármögnun á málaflokki fatlaðs fólks,” segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir „Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. 6. desember 2022 13:11 Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45 „Sýndaraðgerðir“ sýni að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á vandanum Borgarstjóri segir verðbólgu og fjórðu bylgju Covid meginástæður þess að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar hafi verið neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á rekstrarvandanum þar sem hagræðingaraðgerðir séu ekkert nema sýndaraðgerðir. 2. desember 2022 13:00 Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga Sjá meira
Í tilkynningu frá borginni segir að áætlunin taki mið af nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar og geri ráð fyrir áframhaldandi vexti borgarinnar og fullri fjármögnun grunnþjónustu en aðhaldi í öðrum rekstri, eins og það er orðað. Þá var einnig samþykkt ný fjármálastefna og fjárhagsáætlun til næstu fimm ára 2023-2027. Fjárhagsáætlunin var samþykkt með afgreiðslu á yfir 100 hagræðingar- og umbótatillögum sem lagðar voru fram við síðari umræðu um áætlunina og fjallað hefur verið um. Niðurstaðan gerir ráð fyrir aðhaldi í rekstri til að styrkja afkomu á rekstri A-hluta borgarsjóðs. „Dregið verður saman í fjárfestingu frá fyrri áætlun en áfram verður kraftur settur í viðhaldsmál og uppbyggingu grænna innviða í vaxandi borg,“ segir einnig. Ennfremur segir að farið verði í margvíslegar aðgerðir til að auka skilvirkni í rekstri og hagræða á öllum sviðum starfsemi borgarinnar með það að markmiði að ekki komi til skerðingar á velferðar- og skólaþjónustu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þessa fjárhagsáætlun endurspegla skynsamleg viðbrögð við aðstæðum í efnahagsmálum. „Í kjölfar heimsfaraldurs var farið í markvissar aðgerðir til að sporna gegn atvinnuleysi og farið í miklar fjárfestingar. Nú þegar harðnar aðeins á dalnum rifum við seglin í fjárfestingaráætlun og hagræðum í rekstri,“ segir borgarstjóri og bætir við að eftir sem áður eigi að standa vörð um grunnþjónustu. „Jafnframt er mikilvægt að knýja á um það ásamt öðrum sveitarfélögum á landinu að ríkið tryggi eðlilega og sanngjarna fjármögnun á málaflokki fatlaðs fólks,” segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir „Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. 6. desember 2022 13:11 Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45 „Sýndaraðgerðir“ sýni að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á vandanum Borgarstjóri segir verðbólgu og fjórðu bylgju Covid meginástæður þess að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar hafi verið neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á rekstrarvandanum þar sem hagræðingaraðgerðir séu ekkert nema sýndaraðgerðir. 2. desember 2022 13:00 Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga Sjá meira
„Við eigum ekki að hoppa á ódýrar tillögur Sjálfstæðisflokksins“ Sjálfstæðismenn í borgarstjórn leggja fram breytingatillögur á fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár sem sparar borginni 7,2 milljarða króna. Í tillögunum felst meðal annars frestun fjárfestinga, hagræðing í miðlægri stjórnsýslu og að minnka yfirbyggingu. Borgarstjóri segir tillögurnar „ódýrar“ og að ekki sé hægt að fækka starfsfólki öðruvísi en að skerða þjónustu. 6. desember 2022 13:11
Leggja til sparnaðaraðgerðir upp á sjö milljarða Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu í dag leggja til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 sem miða að því að spara borginni að minnsta kosti 7,2 milljarða króna. 6. desember 2022 06:45
„Sýndaraðgerðir“ sýni að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á vandanum Borgarstjóri segir verðbólgu og fjórðu bylgju Covid meginástæður þess að rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar hafi verið neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að meirihlutinn ætli sér ekki að taka á rekstrarvandanum þar sem hagræðingaraðgerðir séu ekkert nema sýndaraðgerðir. 2. desember 2022 13:00
Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur. 2. desember 2022 11:58