Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn þremur unglingsstúlkum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 8. desember 2022 16:00 Dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í lok nóvember. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt átján ára mann í fangelsi fyrir ítrekuð og alvarleg kynferðisbrot gegn þremur barnungum stúlkum. Var hann dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn vegna mikilla tafa á meðferð og ungs aldurs. Hann játaði brot sín skýlaust í dómssal. Dómurinn, sem fréttastofa hefur undir höndum, féll þann 29. nóvember en hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna. Maðurinn var sakfelldur fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn börnum fyrir að hafa haustið 2019 og vorið 2020, þegar hann var fimmtán ára, brotið gegn þremur stúlkum, sem voru þá þrettán til fimmtán ára gamlar. Yngsta stúlkan þrettán ára Brotin eru í þremur liðum. Í fyrsta lagi var hann dæmdur fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni árið 2019. Hafði hann að minnsta kosti þrisvar haft, með ólögmætri nauðung og án samþykkis, samræði við stúlku sem var þá þrettán ára gömul. Þá var hann dæmdur fyrir nauðgun með því að hafa í september 2019, með ólögmætri nauðung og án samþykkis, haft önnnur kynferðismök en samræði við stúlku sem var þá fimmtán ára. Hafði hann girt niður um stúlkuna, sett fingur inn í leggöng hennar og tekið hönd hennar, sett á kynfæri sín og látið hana fróa honum. Að lokum var hann dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að hafa í maí 2020 haft samræði við stúlku sem var þá fjórtán ára gömul en hann sextán ára. Játaði strax en málið tafðist í rúm tvö ár Við ákvörðun dómsins var litið til þess að maðurinn hafi játað brotin skýlaust fyrir dómi. Á sama tíma hafi þó verið um að ræða ítrekuð og alvarleg kynferðisbrot gegn barnungum stúlkum og þótti sýnt að brotin hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og muni marka líf þeirra til frambúðar. Var því ákveðið að hæfileg refsing yrði tveggja og hálfs árs fangelsi. Á móti kom að málið hefði dregist full lengi en rannsókn hófst vorið 2020 og var málið ekki sent til héraðssaksóknara fyrr en í ágúst 2022, rúmum tveimur árum síðar. Í því ljósi, auk ungs aldurs ákærða, var ákveðið að refsingin yrði skilorðsbundin til fjögurra ára. Sex milljónir í miskabætur Maðurinn féllst á bótaskyldu í málinu en farið var fram á þrjár milljónir króna fyrir hönd hvers brotaþola. Fallist var á kröfu fyrstu stúlkunnar en af vottorði sálfræðings mátti ráða að hún væri með mörg einkenni áfallastreituröskunar, alvarleg depurðareinkenni, streitueinkenni og mjög alvarleg kvíðaeinkenni. Þá hafi brotin hafi verið til þess fallin að valda henni alvarlegum miska. Að mati dómsins lágu ekki fyrir fullnægjandi gögn um afleiðingar brotanna á hinar tvær stúlkurnar. Brot hins ákærða hafi þó verið í eðli sínu alvarleg og til þess fallin að valda brotaþolum verulegum miska. Voru bætur ákveðnar tvær milljónir króna fyrir aðra og ein milljón króna fyrir hina. Þá var manninum gert að greiða þóknun skipaðs verjanda síns, 1.283.400 krónur, þóknun skipaðra réttargæslumanna stúlknanna, alls 1.255.500 krónur, og annan sakarkostnað, 510 þúsund krónur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Dómurinn, sem fréttastofa hefur undir höndum, féll þann 29. nóvember en hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna. Maðurinn var sakfelldur fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn börnum fyrir að hafa haustið 2019 og vorið 2020, þegar hann var fimmtán ára, brotið gegn þremur stúlkum, sem voru þá þrettán til fimmtán ára gamlar. Yngsta stúlkan þrettán ára Brotin eru í þremur liðum. Í fyrsta lagi var hann dæmdur fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni árið 2019. Hafði hann að minnsta kosti þrisvar haft, með ólögmætri nauðung og án samþykkis, samræði við stúlku sem var þá þrettán ára gömul. Þá var hann dæmdur fyrir nauðgun með því að hafa í september 2019, með ólögmætri nauðung og án samþykkis, haft önnnur kynferðismök en samræði við stúlku sem var þá fimmtán ára. Hafði hann girt niður um stúlkuna, sett fingur inn í leggöng hennar og tekið hönd hennar, sett á kynfæri sín og látið hana fróa honum. Að lokum var hann dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að hafa í maí 2020 haft samræði við stúlku sem var þá fjórtán ára gömul en hann sextán ára. Játaði strax en málið tafðist í rúm tvö ár Við ákvörðun dómsins var litið til þess að maðurinn hafi játað brotin skýlaust fyrir dómi. Á sama tíma hafi þó verið um að ræða ítrekuð og alvarleg kynferðisbrot gegn barnungum stúlkum og þótti sýnt að brotin hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og muni marka líf þeirra til frambúðar. Var því ákveðið að hæfileg refsing yrði tveggja og hálfs árs fangelsi. Á móti kom að málið hefði dregist full lengi en rannsókn hófst vorið 2020 og var málið ekki sent til héraðssaksóknara fyrr en í ágúst 2022, rúmum tveimur árum síðar. Í því ljósi, auk ungs aldurs ákærða, var ákveðið að refsingin yrði skilorðsbundin til fjögurra ára. Sex milljónir í miskabætur Maðurinn féllst á bótaskyldu í málinu en farið var fram á þrjár milljónir króna fyrir hönd hvers brotaþola. Fallist var á kröfu fyrstu stúlkunnar en af vottorði sálfræðings mátti ráða að hún væri með mörg einkenni áfallastreituröskunar, alvarleg depurðareinkenni, streitueinkenni og mjög alvarleg kvíðaeinkenni. Þá hafi brotin hafi verið til þess fallin að valda henni alvarlegum miska. Að mati dómsins lágu ekki fyrir fullnægjandi gögn um afleiðingar brotanna á hinar tvær stúlkurnar. Brot hins ákærða hafi þó verið í eðli sínu alvarleg og til þess fallin að valda brotaþolum verulegum miska. Voru bætur ákveðnar tvær milljónir króna fyrir aðra og ein milljón króna fyrir hina. Þá var manninum gert að greiða þóknun skipaðs verjanda síns, 1.283.400 krónur, þóknun skipaðra réttargæslumanna stúlknanna, alls 1.255.500 krónur, og annan sakarkostnað, 510 þúsund krónur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira