Algjör tilviljun að byssukúlurnar höfnuðu ekki í sex ára snáða og föður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. desember 2022 16:47 Lögregla var með mikinn viðbúnað á Miðvangi umræddan dag. Í bakgrunni má sjá bíl feðganna sem skotið var á. Vísir/Vilhelm Tilviljun ein réð því að byssukúlur hæfðu ekki feðga í bíl við Miðvang í Hafnarfirði í júní. Byssumaðurinn, karlmaður á sjötugsaldri, var fundinn sekur um tilraun til manndráps en metinn ósakhæfur enda fullur af ranghugmyndum á gjörningarstundu. Hann þarf að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Það var þann 22. júní í sumar sem umsátursástand skapaðist við Miðvang. Faðir var á leið með sex ára son sinn á leikskóla þegar byssukúlur hæfðu bílinn. Lögregla mætti á svæðið og náði til byssumannsins eftir á fjórðu klukkustund. Byssumaðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps og var dómur kveðinn upp þann 1. desember. Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að karlmaðurinn væri sekur um tilraun til manndráps. Ástand hans væri þó þess eðlis að hann yrði ekki dæmdur til fangelsisvistar heldur vistunar viðeigandi stofnun. Skaut alls fimm skotum Karlmanninum var gefið að sök tilraun til manndráps með því að hafa skotið tveimur skotum með 22 kalíbera riffli af svölum íbúðar sinnar við Miðvang á bifreið sem lagt var við leikskóla í um 33 metra fjarlægð. Feðgarnir voru í bílnum. Fyrra skotið fór í gegnum afturhlera bílsins og stöðvaðist í baki farþegasætis hægra megin þar sem sex ára drengur stóð. Seinna skotið fór ofarlega í vinstri afturhurð bílsins og stöðvaðist í hurðarfalsinum, með þeim afleiðingum að rúðan brotnaði og glerbrotum rigndi yfir föður drengsins. Faðirinn sat í skotstefnu kúlunnar í ökumannssæti bifreiðarinnar. Byssumaðurinn, sem skaut alls fimm skotum, játaði að hafa skotið af riffli sínum bæði í skýrslutöku og eins fyrir dómi. Hann hafnaði því að hafa ætlað að skaða fólk. Hann hefði sætt ofsóknum og verið að verja sig. Í ofsóknunum hafi falist að menn hafi komið að heimili hans og lýst inn í íbúð hans með bílljósum. Þetta hafi jafnvel gerst að næturlagi og var mafían nefnd í því samhengi. Þá sagðist hann hafa séð karlmann í bílnum en ekki barn. Hættulegur sjálfum sér og öðrum Fram kemur í niðurstöðukafla dómsins að byssumaðurinn var í mjög slæmu ástandi andlega umræddan dag. Framburður hjá lögreglu hafi verið svo ruglingslegur að hætt var við að taka skýrslu af honum þann daginn. Matsmaður tók tvö viðtöl við hann þann dag. Samkvæmt matsgerðinni var hann hugsanatruflaður, talaði samhengislaust og var erfitt að fylgja honum eftir. Þá var innsæi hans bágborið og hann gerði sér ekki grein fyrir stöðu sinni né afleiðingum af háttsemi. Var hann metinn með geðrofseinkenni og hættulegur sjálfum sér og öðrum. Matsmaður sagði hann hafa verið ófæran að stjórna gjörðum sínum þennan dag. Meðferð undir eftirliti yfirlæknis Héraðsdómur segir tilviljun eina hafa ráðið því að skotin höfnuðu ekki í feðgunum í bílnum. Ekki væri hægt að líta fram hjá ástandi byssumannsins umrætt sinn. Hafið væri yfir vafa að hann hafi alls ekki verið fær um að meðhöndla skotvopn og hvað þá skjóta af því með öruggum hætti. Þótti hafið yfir skynsamlegan vafa og sannað að hann hefði gerst sekur um tilraun til manndráps. Ákæruvaldið féll við aðalmeðferð málsins frá kröfu um að byssumaðurinn yrði dæmdur til refsingar. Varakrafan um öryggisvistun stóð. Héraðsdómur taldi nauðsynlegt vegna réttaröryggis að karlmaðurinn sætti öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Hann þyrfti að gangast undir viðeigandi meðferð vegna veikinda sinna. „Skal meðferðin vera undir eftirliti yfirlæknis öryggis-og réttargeðdeildar og er ákærða skylt að hlíta viðeigandi meðferð, hvort sem hún er í formi viðtala að lyfjagjafar, allt eftir nánari ákvörðun yfirlæknis hverju sinni,“ segir í dómnum. Faðirinn lýsti kvíðaköstum Krafist var miskabóta upp á fjórar milljónir króna fyrir föðurinn annars vegar og sex ára soninn hins vegar. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að samkvæmt áttunda kapítula Mannhelgisbálks Jónsbókar um óðs manns vígi eigi brotaþolar rétt á miskabótum. Faðirinn lýsti fyrir dómi að hann væri í viðtölum hjá sálfræðingi vegna afleiðinga af skotum byssumannsins. Hann fengi kvíðaköst, væri með einbeitingarskort, uppstökkur, hvatvís og hræddur að fara út á meðal fólks. Engin gögn lægju þó fyrir um það. Varðandi soninn þá taldi dómurinn líklegt að hann hefði ekki áttað sig að fullu á þeirri hættu sem skapaðist á vettvangi. Því ætti atburðurinn ekki að hafa alvarleg áhrif á andlega heilsu hans. Var föðurnum dæmdar 1,2 milljónir króna í miskabætur en syni hans hálfa milljón. Skotárás við Miðvang Hafnarfjörður Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Byssumaðurinn í Hafnarfirði metinn ósakhæfur Karlmaður sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði í júní á þessu ári er ósakhæfur. Maðurinn hafði verið ákærður fyrir tilraun til manndráps en maður var ásamt syni sínum inni í öðrum bílnum þegar árásin átti sér stað. 1. desember 2022 14:13 Ákærður vegna skotárásarinnar við Miðvang Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna skotárásar við Miðvang í Hafnarfirði í lok júní. Tveir brotaþolar í málinu krefjast átta milljóna króna í miskabætur. 5. október 2022 21:25 Byssumaðurinn vistaður á „viðeigandi stofnun“ Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði karlmann á sjötugsaldri sem var handtekinn fyrir að skjóta á bíla í Hafnarfirði í gær til vistunar á viðeigandi stofnun í fjórar vikur. Skotárásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. 23. júní 2022 10:33 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Það var þann 22. júní í sumar sem umsátursástand skapaðist við Miðvang. Faðir var á leið með sex ára son sinn á leikskóla þegar byssukúlur hæfðu bílinn. Lögregla mætti á svæðið og náði til byssumannsins eftir á fjórðu klukkustund. Byssumaðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps og var dómur kveðinn upp þann 1. desember. Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að karlmaðurinn væri sekur um tilraun til manndráps. Ástand hans væri þó þess eðlis að hann yrði ekki dæmdur til fangelsisvistar heldur vistunar viðeigandi stofnun. Skaut alls fimm skotum Karlmanninum var gefið að sök tilraun til manndráps með því að hafa skotið tveimur skotum með 22 kalíbera riffli af svölum íbúðar sinnar við Miðvang á bifreið sem lagt var við leikskóla í um 33 metra fjarlægð. Feðgarnir voru í bílnum. Fyrra skotið fór í gegnum afturhlera bílsins og stöðvaðist í baki farþegasætis hægra megin þar sem sex ára drengur stóð. Seinna skotið fór ofarlega í vinstri afturhurð bílsins og stöðvaðist í hurðarfalsinum, með þeim afleiðingum að rúðan brotnaði og glerbrotum rigndi yfir föður drengsins. Faðirinn sat í skotstefnu kúlunnar í ökumannssæti bifreiðarinnar. Byssumaðurinn, sem skaut alls fimm skotum, játaði að hafa skotið af riffli sínum bæði í skýrslutöku og eins fyrir dómi. Hann hafnaði því að hafa ætlað að skaða fólk. Hann hefði sætt ofsóknum og verið að verja sig. Í ofsóknunum hafi falist að menn hafi komið að heimili hans og lýst inn í íbúð hans með bílljósum. Þetta hafi jafnvel gerst að næturlagi og var mafían nefnd í því samhengi. Þá sagðist hann hafa séð karlmann í bílnum en ekki barn. Hættulegur sjálfum sér og öðrum Fram kemur í niðurstöðukafla dómsins að byssumaðurinn var í mjög slæmu ástandi andlega umræddan dag. Framburður hjá lögreglu hafi verið svo ruglingslegur að hætt var við að taka skýrslu af honum þann daginn. Matsmaður tók tvö viðtöl við hann þann dag. Samkvæmt matsgerðinni var hann hugsanatruflaður, talaði samhengislaust og var erfitt að fylgja honum eftir. Þá var innsæi hans bágborið og hann gerði sér ekki grein fyrir stöðu sinni né afleiðingum af háttsemi. Var hann metinn með geðrofseinkenni og hættulegur sjálfum sér og öðrum. Matsmaður sagði hann hafa verið ófæran að stjórna gjörðum sínum þennan dag. Meðferð undir eftirliti yfirlæknis Héraðsdómur segir tilviljun eina hafa ráðið því að skotin höfnuðu ekki í feðgunum í bílnum. Ekki væri hægt að líta fram hjá ástandi byssumannsins umrætt sinn. Hafið væri yfir vafa að hann hafi alls ekki verið fær um að meðhöndla skotvopn og hvað þá skjóta af því með öruggum hætti. Þótti hafið yfir skynsamlegan vafa og sannað að hann hefði gerst sekur um tilraun til manndráps. Ákæruvaldið féll við aðalmeðferð málsins frá kröfu um að byssumaðurinn yrði dæmdur til refsingar. Varakrafan um öryggisvistun stóð. Héraðsdómur taldi nauðsynlegt vegna réttaröryggis að karlmaðurinn sætti öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Hann þyrfti að gangast undir viðeigandi meðferð vegna veikinda sinna. „Skal meðferðin vera undir eftirliti yfirlæknis öryggis-og réttargeðdeildar og er ákærða skylt að hlíta viðeigandi meðferð, hvort sem hún er í formi viðtala að lyfjagjafar, allt eftir nánari ákvörðun yfirlæknis hverju sinni,“ segir í dómnum. Faðirinn lýsti kvíðaköstum Krafist var miskabóta upp á fjórar milljónir króna fyrir föðurinn annars vegar og sex ára soninn hins vegar. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að samkvæmt áttunda kapítula Mannhelgisbálks Jónsbókar um óðs manns vígi eigi brotaþolar rétt á miskabótum. Faðirinn lýsti fyrir dómi að hann væri í viðtölum hjá sálfræðingi vegna afleiðinga af skotum byssumannsins. Hann fengi kvíðaköst, væri með einbeitingarskort, uppstökkur, hvatvís og hræddur að fara út á meðal fólks. Engin gögn lægju þó fyrir um það. Varðandi soninn þá taldi dómurinn líklegt að hann hefði ekki áttað sig að fullu á þeirri hættu sem skapaðist á vettvangi. Því ætti atburðurinn ekki að hafa alvarleg áhrif á andlega heilsu hans. Var föðurnum dæmdar 1,2 milljónir króna í miskabætur en syni hans hálfa milljón.
Skotárás við Miðvang Hafnarfjörður Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Byssumaðurinn í Hafnarfirði metinn ósakhæfur Karlmaður sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði í júní á þessu ári er ósakhæfur. Maðurinn hafði verið ákærður fyrir tilraun til manndráps en maður var ásamt syni sínum inni í öðrum bílnum þegar árásin átti sér stað. 1. desember 2022 14:13 Ákærður vegna skotárásarinnar við Miðvang Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna skotárásar við Miðvang í Hafnarfirði í lok júní. Tveir brotaþolar í málinu krefjast átta milljóna króna í miskabætur. 5. október 2022 21:25 Byssumaðurinn vistaður á „viðeigandi stofnun“ Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði karlmann á sjötugsaldri sem var handtekinn fyrir að skjóta á bíla í Hafnarfirði í gær til vistunar á viðeigandi stofnun í fjórar vikur. Skotárásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. 23. júní 2022 10:33 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Byssumaðurinn í Hafnarfirði metinn ósakhæfur Karlmaður sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði í júní á þessu ári er ósakhæfur. Maðurinn hafði verið ákærður fyrir tilraun til manndráps en maður var ásamt syni sínum inni í öðrum bílnum þegar árásin átti sér stað. 1. desember 2022 14:13
Ákærður vegna skotárásarinnar við Miðvang Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna skotárásar við Miðvang í Hafnarfirði í lok júní. Tveir brotaþolar í málinu krefjast átta milljóna króna í miskabætur. 5. október 2022 21:25
Byssumaðurinn vistaður á „viðeigandi stofnun“ Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði karlmann á sjötugsaldri sem var handtekinn fyrir að skjóta á bíla í Hafnarfirði í gær til vistunar á viðeigandi stofnun í fjórar vikur. Skotárásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps. 23. júní 2022 10:33
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda