Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri á Akranesi og Hvalfjarðarsveit, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir að einn hafi verið í hvorum bíl en báðir voru fluttir á sjúkrahús til skoðunar. Hann gat ekki veitt frekari upplýsingar um líðan þeirra.
Um var að ræða vörubíl og fólksbíl sem voru að koma úr gagnstæðri átt og lentu saman.