Sérreglur í þágu sérhagsmuna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. desember 2022 20:01 Verðbólgan bítur og hún bítur fast. Fyrst og fremst bitnar hún á heimilum landsins sem greiða nú þegar eitt hæsta matvöruverðið, ekki síst þegar kemur að landbúnaðarvörum. Raunar greiða íslensk heimili eitt hæsta verðið fyrir allar sínar vörur. Margt liggur að baki þessa háa vöruverðs en að stórum hluta skýrist vandinn af þeim samkeppnisskorti sem hér ríkir og er markvisst viðhaldið með ákvörðunum og aðgerðum núverandi ríkisstjórnar. Nú á svo að veita enn eina undanþáguna frá reglum samkeppnislaga. Það boða ný frumvarpsdrög matvælaráðherra um aðgerðir til að koma til móts við afurðastöðvar í sláturiðnaði. Breyting ráðherrans er sögð mæta erfiðri stöðu afurðastöðva án þess að bitna á neytendum eða öðrum aðilum markaðarins. En það fæst varla staðist sé horft til reynslunnar. Höfum hugfast að almennar samkeppnisreglur eru settar til að tryggja jafnræði og standa vörð um almannahagsmuni. Annað gildir hins vegar um sérreglurnar. Þær þjóna sértækum hagsmunum fremur en sameiginlegum. Við þekkjum auðvitað mörg dæmi af því hvernig sérreglur hafa á endanum alltaf komið sér illa fyrir neytendur. Slíkar reglur draga úr hvötum til verðlækkana og hindra nýsköpun og framþróun, með tilheyrandi viðbótarkostnaði. Virk samkeppni skiptir nefnilega öllu máli fyrir íslenskan almenning og velferð þjóðarinnar. Samkeppnin hefur reynst okkur vel á þeim sviðum sem hún hefur fengið að njóta sín á meðan samkeppnisskorturinn hefur reynst okkur þungbær. Kostnaðurinn blasir við á ýmsum sviðum og snertir okkur öll. Nefnum sem dæmi þær landbúnaðarvörur sem þegar falla utan ákvæði samkeppnislaga. Þær hafa jú lengi leitt lestina í verðhækkunum matvæla hér á landi. Við eigum að standa vörð um samkeppni þegar verðbólgan eykst, þegar vöruverð hækkar upp úr öllu valdi. Hún er nefnilega besta meðalið á slíkum tímum. Þess vegna er mikilvægt að bæta ekki á vandann með samkeppnishindrunum og öðrum aðgerðum sem grafa undir virkri samkeppni. Vandinn er einmitt samkeppnisskorturinn sem hér ríkir, ekki samkeppnin sjálf. Ríkisstjórnin hefur nú enn og aftur sýnt að hún stendur ekki vörð um heilbrigða og öfluga samkeppni á mörkuðum. Miklu heldur á fákeppnin þar skjól. Þess vegna skiptir öllu máli að tryggja að næsta ríkisstjórn beri hag neytenda fyrir brjósti og trúi á mátt virkrar samkeppni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Alþingi Verðlag Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Verðbólgan bítur og hún bítur fast. Fyrst og fremst bitnar hún á heimilum landsins sem greiða nú þegar eitt hæsta matvöruverðið, ekki síst þegar kemur að landbúnaðarvörum. Raunar greiða íslensk heimili eitt hæsta verðið fyrir allar sínar vörur. Margt liggur að baki þessa háa vöruverðs en að stórum hluta skýrist vandinn af þeim samkeppnisskorti sem hér ríkir og er markvisst viðhaldið með ákvörðunum og aðgerðum núverandi ríkisstjórnar. Nú á svo að veita enn eina undanþáguna frá reglum samkeppnislaga. Það boða ný frumvarpsdrög matvælaráðherra um aðgerðir til að koma til móts við afurðastöðvar í sláturiðnaði. Breyting ráðherrans er sögð mæta erfiðri stöðu afurðastöðva án þess að bitna á neytendum eða öðrum aðilum markaðarins. En það fæst varla staðist sé horft til reynslunnar. Höfum hugfast að almennar samkeppnisreglur eru settar til að tryggja jafnræði og standa vörð um almannahagsmuni. Annað gildir hins vegar um sérreglurnar. Þær þjóna sértækum hagsmunum fremur en sameiginlegum. Við þekkjum auðvitað mörg dæmi af því hvernig sérreglur hafa á endanum alltaf komið sér illa fyrir neytendur. Slíkar reglur draga úr hvötum til verðlækkana og hindra nýsköpun og framþróun, með tilheyrandi viðbótarkostnaði. Virk samkeppni skiptir nefnilega öllu máli fyrir íslenskan almenning og velferð þjóðarinnar. Samkeppnin hefur reynst okkur vel á þeim sviðum sem hún hefur fengið að njóta sín á meðan samkeppnisskorturinn hefur reynst okkur þungbær. Kostnaðurinn blasir við á ýmsum sviðum og snertir okkur öll. Nefnum sem dæmi þær landbúnaðarvörur sem þegar falla utan ákvæði samkeppnislaga. Þær hafa jú lengi leitt lestina í verðhækkunum matvæla hér á landi. Við eigum að standa vörð um samkeppni þegar verðbólgan eykst, þegar vöruverð hækkar upp úr öllu valdi. Hún er nefnilega besta meðalið á slíkum tímum. Þess vegna er mikilvægt að bæta ekki á vandann með samkeppnishindrunum og öðrum aðgerðum sem grafa undir virkri samkeppni. Vandinn er einmitt samkeppnisskorturinn sem hér ríkir, ekki samkeppnin sjálf. Ríkisstjórnin hefur nú enn og aftur sýnt að hún stendur ekki vörð um heilbrigða og öfluga samkeppni á mörkuðum. Miklu heldur á fákeppnin þar skjól. Þess vegna skiptir öllu máli að tryggja að næsta ríkisstjórn beri hag neytenda fyrir brjósti og trúi á mátt virkrar samkeppni.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar