Southgate þarf tíma til að ákveða framtíð sína Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2022 11:30 Southgate þarf tíma til að hugsa sig um. Marc Atkins/Getty Images Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segist þurfa tíma til að ákveða framtíð sína en lið hans datt út gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Englendingar mættu til Katar fullir eftirvæntingar og með háleit markmið. Liðið fór alla leið í undanúrslit á HM í Rússlandi fyrir fjórum árum og gerðu svo gott betur á Evrópumótinu í fyrra þar sem liðið komst í úrslit en tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu. England mætti Frakklandi í gær, laugardag, í 8-liða úrslitum en Frakkarnir reyndust of stór biti. Tapið var sérstaklega súrt þar sem England var að mörgu leyti betri aðilinn í leiknum og Harry Kane brenndi af vítaspyrnu sem hefði að öllum líkindum þýtt að leikurinn hefði farið í framlengingu. Hinn 52 ára gamli Southgate tók við Englandi eftir afhroðið gegn Íslandi á EM 2016 en íhugar nú stöðu sína sem landsliðseinvaldur. „Þessi mót taka á andlega og nú þarf ég tíma til að setjast niður og fara yfir stöðu mála. Við höfum gert það eftir öll mótin sem ég hef tekið þátt í og það er það eina rétta í stöðunni,“ sagði Southgate eftir leik en hann er með samning fram yfir Evrópumótið 2024. „Ég er svo stoltur af leikmönnunum og hvað þeir hafa afrekað. Ekki bara í kvöld heldur í gegnum mótið í heild. Ég tel liðið hafa tekið skref fram á við í öllum þáttum leiksins. Það geta allir séð hvernig liðið hefur bætt sig leik frá leik á mótinu.“ „Ég tel að frammistöðurnar hafi verið mjög góðar, þar á meðal gegn ein besta liði heims, Frakklandi. Við sýndum hversu nálægt við erum þessu bestu liðum. Við eigum frábæra unga leikmenn sem sýndu heimsbyggðinni að þeir hafa það sem þarf til að spila á þessu stigi,“ sagði Southgate að endingu. It hurts. But we're family and we'll stick together pic.twitter.com/PNO8pvJMXh— England (@England) December 10, 2022 England er nú á leiðinni heim af HM eftir að hafa unnið Íran, Wales og Senegal en gert jafntefli við Bandaríkin og tapað fyrir Frakklandi. Frakkar eiga hins vegar enn möguleika á að verja titilinn sem þeir unnu í Rússlandi fyrir fjórum árum. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Fótbolti Fleiri fréttir Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Sjá meira
Englendingar mættu til Katar fullir eftirvæntingar og með háleit markmið. Liðið fór alla leið í undanúrslit á HM í Rússlandi fyrir fjórum árum og gerðu svo gott betur á Evrópumótinu í fyrra þar sem liðið komst í úrslit en tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu. England mætti Frakklandi í gær, laugardag, í 8-liða úrslitum en Frakkarnir reyndust of stór biti. Tapið var sérstaklega súrt þar sem England var að mörgu leyti betri aðilinn í leiknum og Harry Kane brenndi af vítaspyrnu sem hefði að öllum líkindum þýtt að leikurinn hefði farið í framlengingu. Hinn 52 ára gamli Southgate tók við Englandi eftir afhroðið gegn Íslandi á EM 2016 en íhugar nú stöðu sína sem landsliðseinvaldur. „Þessi mót taka á andlega og nú þarf ég tíma til að setjast niður og fara yfir stöðu mála. Við höfum gert það eftir öll mótin sem ég hef tekið þátt í og það er það eina rétta í stöðunni,“ sagði Southgate eftir leik en hann er með samning fram yfir Evrópumótið 2024. „Ég er svo stoltur af leikmönnunum og hvað þeir hafa afrekað. Ekki bara í kvöld heldur í gegnum mótið í heild. Ég tel liðið hafa tekið skref fram á við í öllum þáttum leiksins. Það geta allir séð hvernig liðið hefur bætt sig leik frá leik á mótinu.“ „Ég tel að frammistöðurnar hafi verið mjög góðar, þar á meðal gegn ein besta liði heims, Frakklandi. Við sýndum hversu nálægt við erum þessu bestu liðum. Við eigum frábæra unga leikmenn sem sýndu heimsbyggðinni að þeir hafa það sem þarf til að spila á þessu stigi,“ sagði Southgate að endingu. It hurts. But we're family and we'll stick together pic.twitter.com/PNO8pvJMXh— England (@England) December 10, 2022 England er nú á leiðinni heim af HM eftir að hafa unnið Íran, Wales og Senegal en gert jafntefli við Bandaríkin og tapað fyrir Frakklandi. Frakkar eiga hins vegar enn möguleika á að verja titilinn sem þeir unnu í Rússlandi fyrir fjórum árum.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Fótbolti Fleiri fréttir Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Sjá meira