„Hefðuð þið viljað þennan gaur sem bæjarfulltrúa?“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 12. desember 2022 21:02 Ingólfur Árni Gunnarsson er framkvæmdastjóri Ölmu. „Hefðuð þið viljað þennan gaur, núverandi formann Ölmu, sem bæjarfulltrúa? Myndu þið treysta honum til þess að koma að ákvarðanatöku um húsnæðismál í Kópavogi? Eða velferðarmál? Málefni öryrkja?“ spyr Hans Alexander Margrétarson Hansen leikskólaleiðbeinandi og stofnandi Pírata í Kópavogi og á þar við Ingólf Árna Gunnarsson framkvæmdastjóra Ölmu leigufélags. Ingólfur var Oddviti Pírata árið 2014. Leigufélagið Alma hefur sætt harðri gagnrýni undanfarna daga í kjölfar mikilla hækkana á leiguverði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Brynju Bjarnadóttur, öryrkja, sem býr í leiguíbúð á vegum Ölmu en um mánaðamótin var henni tilkynnt að leigan verður hækkuð úr 250 í 325 þúsund krónur á mánuði þann 1. febrúar. Ekki liggur fyrir hve margir leigjendur hjá Ölmu hafa fengið skilaboð um yfirvofandi hækkun á leigu. Þá er sömuleiðis ósvarað hvað réttlæti svo háa hækkun á einu bretti. Fram kom í frétt Vísis að fréttastofa Stöðvar 2 hefði gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af framkvæmdastjóra Ölmu, Ingólfi Árna Gunnarsyni, en hann hefði ekki viljað ræða málið. Fram hefur komið að Ingólfur Árni er sonur Gunnars Þórs, eins systkinanna fjögurra sem eiga Langasjó, eignarhaldsfélagið í kringum Ölmu. Langisjór á mörg fyrirtæki sem selja matvörur undir vörumerkjum á borð við Ali og Matfugl. Systkinin fjögur sem eiga Langasjó eru stærstu einkafjárfestarnir í fasteignafélögunum þremur í Kauphöllinni; Eik, Reitum og Reginn. „Og hver á að borga fyrir það?" Í færslu sem Hans Alexander birti á Twitter á dögunum rifjar hann upp þá tíð þegar Ingólfur Árni tók þátt í starfi Pírata. „Ég er sem sagt einn af stofnendum Pírata í Kópavogi. Raunar eru það ég og einn annar gaur sem berum alfarið ábyrgð á því að félagið var stofnað og að flokkurinn hafi boðið fram í Kópavogi 2014. En við vorum ekki lengi einir og brátt myndaðist ákveðinn kjarni fólks sem lagði grunninn að framboði. Ingólfur og bróðir hans voru minnir mig ekki á stofnfundinum, en þeir bættust fljótlega eftir það í hópinn og voru ágætlega virkir.“ Hans Alexander Margrétarson Hansen er einn af stofnendum Pírata í Kópavogi. Hans Alexander segir þá bræður lítið hafa blandað geði við hina í flokknum, fyrir utan formlega félagsfundi og hafi augljóslega haft nokkuð ólíka sýn á stjórnmál og hvað Píratar ættu að vera. Til að mynda hafi Ingólfur verið mótfallin því að smærri, umbótasinnaðir flokkar eins og Píratar og Dögunmyndu vinna saman frekar en í sitthvoru lagi. „Annað var stærra. Við til dæmis lögðum mikla áherslu á að auka kost á félagslegu húsnæði. Hans svar við því var „og hver á að borga fyrir það?" Sagan hefur sýnt að ég hafði rangt fyrir mér um Dögun en ég stend við þá afstöðu að vera á móti því að breyta Pírötum í hægriflokk.“ Hans Alexander þótti það því skjóta skökku við þegar Ingólfur Árni sigraði prófkjör Pírata, en Árni Þór, annar af stofnendum Pírata hafði þá einnig sóst eftir fyrsta sæti. „Ég veit ekki hvaðan allt þetta fólk sem kaus hann kom, þau höfðu alla vega ekki mætt á einn einasta félagsfund áður eða látið starfið sig varða, en Ingólfur vann með yfirburðum. Eftir á að hyggja hefðum við líklega bara átt að segja þetta gott þarna. En við vorum búin að leggja ógeðslega mikla fokking vinnu í að byggja upp félagið, setja saman stefnu, leggja grunn að framboði og fjandinn hafi það, þessir frálshyggjupésar máttu bara éta skít.“ Hans Alexander segir að hann og fleiri hafi brugðist við með því að boða til félagsfundar og reyna að ógilda kosninguna. Viðbrögðin komu þeim í opna skjöldu. „Við vorum alveg viðbúin því að þetta yrðu átök, en við vorum alls ekki viðbúin því sem gerðist á þessum fundi. Þetta var mjög fjölmennur fundur þar sem var farið mjög ófögrum orðum um okkur. Það hjálpaði heldur ekki að þingflokkur Pírata blandaði sér í málið og stóð alfarið með Ingólfi. Nú eru átta ár liðin frá þessu og ég man ekki allt sem fór fram á þessum fundi, en í minningunni töluðu þingmennirnir miklu meira heldur en Ingólfur. Þessi fundur endaði með því að við sem höfðum upp að þessu skipað stjórn félagsins sögðum af okkur. Píratar settu fram lista sem Ingólfur leiddi. Það var ein kona á þeim lista og hún var í tólfta sæti eða eitthvað.“ Hans Alexander stofnaði í kjölfarið framboðið Dögun og umbótasinnar en hann segir þessa reynslu hafa kennt sér að „vera ekkert mikið að blanda sér í flokkapólitík aftur.“ „Hún virðist ekki hafa kennt Ingólfi að hætta að leyfa pabba sínum að koma sér í vafasamar aðstæður sem hann ræður ekki við.“ Leigumarkaður Píratar Tengdar fréttir Segir félagið nauðbeygt til að hækka leiguverð Stjórnendur Ölmu leigufélags segjast nauðbeygðir til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út en segja að félagið muni eftir fremstu megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ingólfi Árna Gunnarsyni, framkvæmdastjóra Ölmu en Ingólfur hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. 8. desember 2022 18:55 Framkvæmdastjóri Ölmu í felum og neitar að svara spurningum Framkvæmdastjóri leigufélagsins Ölmu hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. Fjármálaráðherra segir hækkunina óforsvaranlega og formaður VR hefur kallað eftir neyðarlögum á leigufélög. 8. desember 2022 13:14 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Leigufélagið Alma hefur sætt harðri gagnrýni undanfarna daga í kjölfar mikilla hækkana á leiguverði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Brynju Bjarnadóttur, öryrkja, sem býr í leiguíbúð á vegum Ölmu en um mánaðamótin var henni tilkynnt að leigan verður hækkuð úr 250 í 325 þúsund krónur á mánuði þann 1. febrúar. Ekki liggur fyrir hve margir leigjendur hjá Ölmu hafa fengið skilaboð um yfirvofandi hækkun á leigu. Þá er sömuleiðis ósvarað hvað réttlæti svo háa hækkun á einu bretti. Fram kom í frétt Vísis að fréttastofa Stöðvar 2 hefði gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af framkvæmdastjóra Ölmu, Ingólfi Árna Gunnarsyni, en hann hefði ekki viljað ræða málið. Fram hefur komið að Ingólfur Árni er sonur Gunnars Þórs, eins systkinanna fjögurra sem eiga Langasjó, eignarhaldsfélagið í kringum Ölmu. Langisjór á mörg fyrirtæki sem selja matvörur undir vörumerkjum á borð við Ali og Matfugl. Systkinin fjögur sem eiga Langasjó eru stærstu einkafjárfestarnir í fasteignafélögunum þremur í Kauphöllinni; Eik, Reitum og Reginn. „Og hver á að borga fyrir það?" Í færslu sem Hans Alexander birti á Twitter á dögunum rifjar hann upp þá tíð þegar Ingólfur Árni tók þátt í starfi Pírata. „Ég er sem sagt einn af stofnendum Pírata í Kópavogi. Raunar eru það ég og einn annar gaur sem berum alfarið ábyrgð á því að félagið var stofnað og að flokkurinn hafi boðið fram í Kópavogi 2014. En við vorum ekki lengi einir og brátt myndaðist ákveðinn kjarni fólks sem lagði grunninn að framboði. Ingólfur og bróðir hans voru minnir mig ekki á stofnfundinum, en þeir bættust fljótlega eftir það í hópinn og voru ágætlega virkir.“ Hans Alexander Margrétarson Hansen er einn af stofnendum Pírata í Kópavogi. Hans Alexander segir þá bræður lítið hafa blandað geði við hina í flokknum, fyrir utan formlega félagsfundi og hafi augljóslega haft nokkuð ólíka sýn á stjórnmál og hvað Píratar ættu að vera. Til að mynda hafi Ingólfur verið mótfallin því að smærri, umbótasinnaðir flokkar eins og Píratar og Dögunmyndu vinna saman frekar en í sitthvoru lagi. „Annað var stærra. Við til dæmis lögðum mikla áherslu á að auka kost á félagslegu húsnæði. Hans svar við því var „og hver á að borga fyrir það?" Sagan hefur sýnt að ég hafði rangt fyrir mér um Dögun en ég stend við þá afstöðu að vera á móti því að breyta Pírötum í hægriflokk.“ Hans Alexander þótti það því skjóta skökku við þegar Ingólfur Árni sigraði prófkjör Pírata, en Árni Þór, annar af stofnendum Pírata hafði þá einnig sóst eftir fyrsta sæti. „Ég veit ekki hvaðan allt þetta fólk sem kaus hann kom, þau höfðu alla vega ekki mætt á einn einasta félagsfund áður eða látið starfið sig varða, en Ingólfur vann með yfirburðum. Eftir á að hyggja hefðum við líklega bara átt að segja þetta gott þarna. En við vorum búin að leggja ógeðslega mikla fokking vinnu í að byggja upp félagið, setja saman stefnu, leggja grunn að framboði og fjandinn hafi það, þessir frálshyggjupésar máttu bara éta skít.“ Hans Alexander segir að hann og fleiri hafi brugðist við með því að boða til félagsfundar og reyna að ógilda kosninguna. Viðbrögðin komu þeim í opna skjöldu. „Við vorum alveg viðbúin því að þetta yrðu átök, en við vorum alls ekki viðbúin því sem gerðist á þessum fundi. Þetta var mjög fjölmennur fundur þar sem var farið mjög ófögrum orðum um okkur. Það hjálpaði heldur ekki að þingflokkur Pírata blandaði sér í málið og stóð alfarið með Ingólfi. Nú eru átta ár liðin frá þessu og ég man ekki allt sem fór fram á þessum fundi, en í minningunni töluðu þingmennirnir miklu meira heldur en Ingólfur. Þessi fundur endaði með því að við sem höfðum upp að þessu skipað stjórn félagsins sögðum af okkur. Píratar settu fram lista sem Ingólfur leiddi. Það var ein kona á þeim lista og hún var í tólfta sæti eða eitthvað.“ Hans Alexander stofnaði í kjölfarið framboðið Dögun og umbótasinnar en hann segir þessa reynslu hafa kennt sér að „vera ekkert mikið að blanda sér í flokkapólitík aftur.“ „Hún virðist ekki hafa kennt Ingólfi að hætta að leyfa pabba sínum að koma sér í vafasamar aðstæður sem hann ræður ekki við.“
Leigumarkaður Píratar Tengdar fréttir Segir félagið nauðbeygt til að hækka leiguverð Stjórnendur Ölmu leigufélags segjast nauðbeygðir til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út en segja að félagið muni eftir fremstu megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ingólfi Árna Gunnarsyni, framkvæmdastjóra Ölmu en Ingólfur hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. 8. desember 2022 18:55 Framkvæmdastjóri Ölmu í felum og neitar að svara spurningum Framkvæmdastjóri leigufélagsins Ölmu hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. Fjármálaráðherra segir hækkunina óforsvaranlega og formaður VR hefur kallað eftir neyðarlögum á leigufélög. 8. desember 2022 13:14 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Segir félagið nauðbeygt til að hækka leiguverð Stjórnendur Ölmu leigufélags segjast nauðbeygðir til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út en segja að félagið muni eftir fremstu megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ingólfi Árna Gunnarsyni, framkvæmdastjóra Ölmu en Ingólfur hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. 8. desember 2022 18:55
Framkvæmdastjóri Ölmu í felum og neitar að svara spurningum Framkvæmdastjóri leigufélagsins Ölmu hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. Fjármálaráðherra segir hækkunina óforsvaranlega og formaður VR hefur kallað eftir neyðarlögum á leigufélög. 8. desember 2022 13:14