Voru liðsfélagar í frönsku B-deildinni en mætast í undanúrslitum HM í kvöld Valur Páll Eiríksson skrifar 14. desember 2022 16:00 Walid Regragui og Olivier Giroud æfðu saman til skamms tíma hjá Grenoble en Giroud þótti ekki nógu góður fyrir aðallið félagsins. Samsett/Getty Leiðin hefur lá hratt upp á við hjá Olivier Giroud, framherja franska landsliðsins, frá franska B-deildarliðinu Grenoble, hvar hann þótti ekki nógu góður fyrir aðalliðið árið 2007. Mótherji hans í undanúrslitum HM í kvöld var aftur á móti fastamaður. Giroud lék 23 deildarleiki fyrir Grenoble árin 2005 til 2007, en þá 21 árs gamall, var hann lánaður í þriðju deildina til Istres. Þar fann hann markaskóna og var í kjölfarið seldur frá Grenoble til Tours. Þar spilaði Giroud í tveir leiktíðir og skoraði 21 mark í frönsku B-deildinni sem heillaði forráðamenn Montpellier. Hann var hluti af liði Montpellier sem vann franska meistaratitilinn óvænt árið 2012 og var markahæsti leikmaður frönsku deildarinnar með 21 mark. Hann komst þá í landsliðið og hefur síðan spilað 118 landsleiki og varð á laugardaginn var markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins með sigurmarki sínu gegn Englandi, sem var hans 53. fyrir land og þjóð. Olivier Giroud was teammates with Morocco manager Walid Regragui. Both of them played for Grenoble in 2008. 14 years later, their paths will cross again in the semi-final of the World Cup! pic.twitter.com/ugNeXzIstO— EuroFoot (@eurofootcom) December 11, 2022 Í árdaga ferils hans, hjá Grenoble, þurfti Giroud að berjast við marokkóskan varnarmann á æfingum, Walid Regragui sem var á lokametrum heldur ómerkilegri leikmannaferils en þann sem Giroud hefur átt. Regragui þessi lék meðal annars með Toulouse og Dijon í Frakklandi en hans helsta afrek var að vinna frönsku B-deildina með Ajaccio árið 2002. Hann er í dag þjálfari marokkóska landsliðsins eftir að hafa tekið við í ágúst. Varnarleikurinn er hans aðalsmerki en liðið hefur aðeins fengið á sig eitt mark í átta leikjum undir hans stjórn, sjálfsmark Nayef Aguerd í 2-1 sigri á Kanada í riðlakeppni HM. Regragui gerði Marokkó að fyrsta Afríkulandinu til að komast í undanúrslit á heimsmeistaramóti og getur orðið sá fyrsti til að stýra liði til úrslita. Það veltur líklega á varnarleiknum og áhugavert verður að sjá hvort hann, og marokkóska liðið, hafi leiðir til að stöðva fyrrum félaga hans, franska turninn Giroud. HM 2022 í Katar Franski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Giroud lék 23 deildarleiki fyrir Grenoble árin 2005 til 2007, en þá 21 árs gamall, var hann lánaður í þriðju deildina til Istres. Þar fann hann markaskóna og var í kjölfarið seldur frá Grenoble til Tours. Þar spilaði Giroud í tveir leiktíðir og skoraði 21 mark í frönsku B-deildinni sem heillaði forráðamenn Montpellier. Hann var hluti af liði Montpellier sem vann franska meistaratitilinn óvænt árið 2012 og var markahæsti leikmaður frönsku deildarinnar með 21 mark. Hann komst þá í landsliðið og hefur síðan spilað 118 landsleiki og varð á laugardaginn var markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins með sigurmarki sínu gegn Englandi, sem var hans 53. fyrir land og þjóð. Olivier Giroud was teammates with Morocco manager Walid Regragui. Both of them played for Grenoble in 2008. 14 years later, their paths will cross again in the semi-final of the World Cup! pic.twitter.com/ugNeXzIstO— EuroFoot (@eurofootcom) December 11, 2022 Í árdaga ferils hans, hjá Grenoble, þurfti Giroud að berjast við marokkóskan varnarmann á æfingum, Walid Regragui sem var á lokametrum heldur ómerkilegri leikmannaferils en þann sem Giroud hefur átt. Regragui þessi lék meðal annars með Toulouse og Dijon í Frakklandi en hans helsta afrek var að vinna frönsku B-deildina með Ajaccio árið 2002. Hann er í dag þjálfari marokkóska landsliðsins eftir að hafa tekið við í ágúst. Varnarleikurinn er hans aðalsmerki en liðið hefur aðeins fengið á sig eitt mark í átta leikjum undir hans stjórn, sjálfsmark Nayef Aguerd í 2-1 sigri á Kanada í riðlakeppni HM. Regragui gerði Marokkó að fyrsta Afríkulandinu til að komast í undanúrslit á heimsmeistaramóti og getur orðið sá fyrsti til að stýra liði til úrslita. Það veltur líklega á varnarleiknum og áhugavert verður að sjá hvort hann, og marokkóska liðið, hafi leiðir til að stöðva fyrrum félaga hans, franska turninn Giroud.
HM 2022 í Katar Franski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti