Nærri 25 þúsund fá eingreiðslu í tæka tíð fyrir jólin Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 16. desember 2022 14:23 Tryggingastofnun greiðir eingreiðsluna út í dag. Vísir/Sigurjón Ólason Eingreiðsla til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega er greidd út í dag. 24.900 manns hljóta eingreiðsluna. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Þann 14. desember síðastliðinn samþykkti Alþingi að eingreiðsla upp á 60.300 krónur yrði greidd út til öryrkja fyrir jólin. Frumvarpið var samþykkt með 58 atkvæðum. Mikil umræða myndaðist um greiðsluna á þingi, sumir kölluðu eftir því að hún yrði lögfest til þess að fólk þyrfti ekki að bíða á milli vonar og ótta fyrir jólin ár hvert. Aðrir óskuðu eftir því að eingreiðslan næði einnig utan um ellilífeyrisþega en Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins talaði sérstaklega fyrir því og lagði fram breytingartillögu þess efnis. Á endanum var tillaga Ingu ekki samþykkt. Í samtali við fréttastofu vegna málsins sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins greiðsluna skipta miklu máli fyrir öryrkja þá sérstaklega í ljósi hækkandi verðlags. Þá hafi fyrirvarinn í ár skipt miklu máli svo fólk geti nýtt greiðsluna í að kaupa mat og jólagjafir í tæka tíð. Eingreiðslan var þó ekki það eina sem samþykkt var í vikunni er varðaði málefni öryrkja. Frítekjumark atvinnutekna örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega var hækkað úr 110 þúsund krónum upp í 200 þúsund krónur. Hækkun frítekjumarksins hefur verið mikið baráttumál í lengri tíma en ÖBÍ hefur barist fyrir breytingunni í heil 14 ár. Með breytingunni hafa öryrkjar möguleika á að vinna í hlutastarfi án þess að útgreiddur lífeyrir þeirra skerðist að miklu leyti. Þetta gerir það að verkum að fólk hefur möguleika á því að afla frekari tekna og ná endum saman en að mati Þuríðar Hörpu eru bæturnar of lágar og á fólk oft erfitt með að ná endum saman. Málefni fatlaðs fólks Flokkur fólksins Vinnumarkaður Alþingi Félagsmál Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Eingreiðslan skipti miklu máli í ljósi hækkandi verðlags Á fjórða tímanum í dag var eingreiðsla upp á 60.300 krónur til örorku og endurhæfingarlífeyrisþega samþykkt á Alþingi. 14. desember 2022 16:18 Inga grét á Alþingi er hún ræddi eingreiðslur til öryrkja og aldraðra Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brast í grát er hún ræddi eingreiðslu til öryrkja á Alþingi í dag. Hún ræddi um þegar hún var á þeim stað að geta ekki haldið jól sjálf. 10. desember 2022 13:04 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þann 14. desember síðastliðinn samþykkti Alþingi að eingreiðsla upp á 60.300 krónur yrði greidd út til öryrkja fyrir jólin. Frumvarpið var samþykkt með 58 atkvæðum. Mikil umræða myndaðist um greiðsluna á þingi, sumir kölluðu eftir því að hún yrði lögfest til þess að fólk þyrfti ekki að bíða á milli vonar og ótta fyrir jólin ár hvert. Aðrir óskuðu eftir því að eingreiðslan næði einnig utan um ellilífeyrisþega en Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins talaði sérstaklega fyrir því og lagði fram breytingartillögu þess efnis. Á endanum var tillaga Ingu ekki samþykkt. Í samtali við fréttastofu vegna málsins sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins greiðsluna skipta miklu máli fyrir öryrkja þá sérstaklega í ljósi hækkandi verðlags. Þá hafi fyrirvarinn í ár skipt miklu máli svo fólk geti nýtt greiðsluna í að kaupa mat og jólagjafir í tæka tíð. Eingreiðslan var þó ekki það eina sem samþykkt var í vikunni er varðaði málefni öryrkja. Frítekjumark atvinnutekna örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega var hækkað úr 110 þúsund krónum upp í 200 þúsund krónur. Hækkun frítekjumarksins hefur verið mikið baráttumál í lengri tíma en ÖBÍ hefur barist fyrir breytingunni í heil 14 ár. Með breytingunni hafa öryrkjar möguleika á að vinna í hlutastarfi án þess að útgreiddur lífeyrir þeirra skerðist að miklu leyti. Þetta gerir það að verkum að fólk hefur möguleika á því að afla frekari tekna og ná endum saman en að mati Þuríðar Hörpu eru bæturnar of lágar og á fólk oft erfitt með að ná endum saman.
Málefni fatlaðs fólks Flokkur fólksins Vinnumarkaður Alþingi Félagsmál Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Eingreiðslan skipti miklu máli í ljósi hækkandi verðlags Á fjórða tímanum í dag var eingreiðsla upp á 60.300 krónur til örorku og endurhæfingarlífeyrisþega samþykkt á Alþingi. 14. desember 2022 16:18 Inga grét á Alþingi er hún ræddi eingreiðslur til öryrkja og aldraðra Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brast í grát er hún ræddi eingreiðslu til öryrkja á Alþingi í dag. Hún ræddi um þegar hún var á þeim stað að geta ekki haldið jól sjálf. 10. desember 2022 13:04 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Eingreiðslan skipti miklu máli í ljósi hækkandi verðlags Á fjórða tímanum í dag var eingreiðsla upp á 60.300 krónur til örorku og endurhæfingarlífeyrisþega samþykkt á Alþingi. 14. desember 2022 16:18
Inga grét á Alþingi er hún ræddi eingreiðslur til öryrkja og aldraðra Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brast í grát er hún ræddi eingreiðslu til öryrkja á Alþingi í dag. Hún ræddi um þegar hún var á þeim stað að geta ekki haldið jól sjálf. 10. desember 2022 13:04