Nærri 25 þúsund fá eingreiðslu í tæka tíð fyrir jólin Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 16. desember 2022 14:23 Tryggingastofnun greiðir eingreiðsluna út í dag. Vísir/Sigurjón Ólason Eingreiðsla til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega er greidd út í dag. 24.900 manns hljóta eingreiðsluna. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Þann 14. desember síðastliðinn samþykkti Alþingi að eingreiðsla upp á 60.300 krónur yrði greidd út til öryrkja fyrir jólin. Frumvarpið var samþykkt með 58 atkvæðum. Mikil umræða myndaðist um greiðsluna á þingi, sumir kölluðu eftir því að hún yrði lögfest til þess að fólk þyrfti ekki að bíða á milli vonar og ótta fyrir jólin ár hvert. Aðrir óskuðu eftir því að eingreiðslan næði einnig utan um ellilífeyrisþega en Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins talaði sérstaklega fyrir því og lagði fram breytingartillögu þess efnis. Á endanum var tillaga Ingu ekki samþykkt. Í samtali við fréttastofu vegna málsins sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins greiðsluna skipta miklu máli fyrir öryrkja þá sérstaklega í ljósi hækkandi verðlags. Þá hafi fyrirvarinn í ár skipt miklu máli svo fólk geti nýtt greiðsluna í að kaupa mat og jólagjafir í tæka tíð. Eingreiðslan var þó ekki það eina sem samþykkt var í vikunni er varðaði málefni öryrkja. Frítekjumark atvinnutekna örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega var hækkað úr 110 þúsund krónum upp í 200 þúsund krónur. Hækkun frítekjumarksins hefur verið mikið baráttumál í lengri tíma en ÖBÍ hefur barist fyrir breytingunni í heil 14 ár. Með breytingunni hafa öryrkjar möguleika á að vinna í hlutastarfi án þess að útgreiddur lífeyrir þeirra skerðist að miklu leyti. Þetta gerir það að verkum að fólk hefur möguleika á því að afla frekari tekna og ná endum saman en að mati Þuríðar Hörpu eru bæturnar of lágar og á fólk oft erfitt með að ná endum saman. Málefni fatlaðs fólks Flokkur fólksins Vinnumarkaður Alþingi Félagsmál Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Eingreiðslan skipti miklu máli í ljósi hækkandi verðlags Á fjórða tímanum í dag var eingreiðsla upp á 60.300 krónur til örorku og endurhæfingarlífeyrisþega samþykkt á Alþingi. 14. desember 2022 16:18 Inga grét á Alþingi er hún ræddi eingreiðslur til öryrkja og aldraðra Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brast í grát er hún ræddi eingreiðslu til öryrkja á Alþingi í dag. Hún ræddi um þegar hún var á þeim stað að geta ekki haldið jól sjálf. 10. desember 2022 13:04 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Sjá meira
Þann 14. desember síðastliðinn samþykkti Alþingi að eingreiðsla upp á 60.300 krónur yrði greidd út til öryrkja fyrir jólin. Frumvarpið var samþykkt með 58 atkvæðum. Mikil umræða myndaðist um greiðsluna á þingi, sumir kölluðu eftir því að hún yrði lögfest til þess að fólk þyrfti ekki að bíða á milli vonar og ótta fyrir jólin ár hvert. Aðrir óskuðu eftir því að eingreiðslan næði einnig utan um ellilífeyrisþega en Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins talaði sérstaklega fyrir því og lagði fram breytingartillögu þess efnis. Á endanum var tillaga Ingu ekki samþykkt. Í samtali við fréttastofu vegna málsins sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins greiðsluna skipta miklu máli fyrir öryrkja þá sérstaklega í ljósi hækkandi verðlags. Þá hafi fyrirvarinn í ár skipt miklu máli svo fólk geti nýtt greiðsluna í að kaupa mat og jólagjafir í tæka tíð. Eingreiðslan var þó ekki það eina sem samþykkt var í vikunni er varðaði málefni öryrkja. Frítekjumark atvinnutekna örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega var hækkað úr 110 þúsund krónum upp í 200 þúsund krónur. Hækkun frítekjumarksins hefur verið mikið baráttumál í lengri tíma en ÖBÍ hefur barist fyrir breytingunni í heil 14 ár. Með breytingunni hafa öryrkjar möguleika á að vinna í hlutastarfi án þess að útgreiddur lífeyrir þeirra skerðist að miklu leyti. Þetta gerir það að verkum að fólk hefur möguleika á því að afla frekari tekna og ná endum saman en að mati Þuríðar Hörpu eru bæturnar of lágar og á fólk oft erfitt með að ná endum saman.
Málefni fatlaðs fólks Flokkur fólksins Vinnumarkaður Alþingi Félagsmál Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Eingreiðslan skipti miklu máli í ljósi hækkandi verðlags Á fjórða tímanum í dag var eingreiðsla upp á 60.300 krónur til örorku og endurhæfingarlífeyrisþega samþykkt á Alþingi. 14. desember 2022 16:18 Inga grét á Alþingi er hún ræddi eingreiðslur til öryrkja og aldraðra Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brast í grát er hún ræddi eingreiðslu til öryrkja á Alþingi í dag. Hún ræddi um þegar hún var á þeim stað að geta ekki haldið jól sjálf. 10. desember 2022 13:04 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Sjá meira
Eingreiðslan skipti miklu máli í ljósi hækkandi verðlags Á fjórða tímanum í dag var eingreiðsla upp á 60.300 krónur til örorku og endurhæfingarlífeyrisþega samþykkt á Alþingi. 14. desember 2022 16:18
Inga grét á Alþingi er hún ræddi eingreiðslur til öryrkja og aldraðra Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brast í grát er hún ræddi eingreiðslu til öryrkja á Alþingi í dag. Hún ræddi um þegar hún var á þeim stað að geta ekki haldið jól sjálf. 10. desember 2022 13:04