Saman getum við spornað gegn félagslegri einangrun með náungakærleik og góðvild Karen Björg Jóhannsdóttir skrifar 17. desember 2022 08:00 Vinaverkefni Rauða krossins er eitt af elstu verkefnunum hjá hreyfingunni hér á landi, en þetta verkefni hefur verið starfrækt í rúm 20 ár. Félagsleg einangrun er alvarlegt samfélagsmein og eitt af meginverkefnum vinaverkefnanna er að sporna gegn henni með því að veita félagsskap, nærveru og samveru, en góð félagsleg tengsl eru forsenda fyrir góðri heilsu og vellíðan einstaklinga. Einmanaleiki er sú tilfinning sem við finnum fyrir þegar við upplifum skort á félagslegum tengslum. Félagsleg samskipti hafa mikil áhrif á heilsu, líðan og jafnvel lífslíkur einstaklinga. Þess vegna er alltaf ástæða til að ítreka mikilvægi þess að efla tengsl í samfélaginu og leggja enn frekari áherslu á mikilvægi þess að vinna gegn félagslegri einangrun. Það þarf einnig að skapa aðstæður þar sem unnið er sérstaklega með viðkvæma hópa samfélagsins, sem eru í meiri hættu en aðrir á að einangrast. Einmanaleiki getur leitt til þess að fólk dragi sig smátt og smátt í hlé og missi tengsl sín við samfélagið í kringum sig. Sumir einstaklingar eiga auðvelt með að brjótast út úr sinni félagslegu einangrun upp á eigin spýtur, en hinsvegar hafa ekki allir tök á því og þar af leiðandi er mikilvægt að meðvitund sé um þau úrræði sem í boði eru með tilliti til þess hver þörfin er hjá viðkomandi. Það er mjög einstaklingsbundið hvað hentar hverjum og einum til þess að auka félagslega virkni og þar með draga úr einmanaleika. Af þeirri ástæðu eru útfærslur vinaverkefna Rauða krossins af ýmsu tagi, en inntakið í verkefnunum er það að vinir verkefnanna eru sjálfboðaliðar sem heimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli og dvalar- eða hjúkrunarheimili. Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur verið allt frá spjalli, gönguferð eða ökuferð yfir í upplestur, aðstoð við handavinnu o.s.frv. Vinaverkefni Rauða krossins eru tilvalin leið til valdeflingar fyrir þá einstaklinga sem upplifa félagslega einangrun. Valdeflingu er fyrst og fremst ætlað að bæta innri líðan þeirra sem þurfa á hverskyns aðstoð að halda svo að einstaklingar upplifi að þeir hafi vald yfir þeirra eigin lífi. Lykilorð valdeflingar eru t.d. persónulegur stuðningur, jafnræði og virðing. Tíminn sem er að ganga í garð getur verið erfiður tími fyrir marga og því er mikilvægt að við tökum eftir fólkinu í kringum okkur og stöldrum við. Manneskjan hefur þörf fyrir félagslega þátttöku og virkni. Því er mikilvægt að vera í heilbrigðu samneyti við aðra, sem vekur góðar og jákvæðar tilfinningar, ásamt því að vera sjálfur gefandi í samfélaginu. Samstaða og samfélag með öðru fólki gefur lífsfyllingu og við getum verið sammála um að við viljum búa í samfélagi þar sem velvilji og náungakærleikur ríkir. Vantar þig félagsskap? Viltu veita félagsskap og taka þátt í verkefnum hjá Rauða krossinum? Lumar þú á góðri hugmynd um hvernig við getum dregið úr félagslegri einangrun? Þá getur þú haft samband í síma 570-4000 eða sent okkur póst á : vinaverkefni@redcross.is Við minnum líka á Hjálparsímann 1717 og netspjallið 1717.is. Þar er alltaf opið, líka yfir hátíðirnar. Einnig minnum við á Píeta samtökin, en þau vinna að því að efla þekkingu og skilning á sálrænum sársauka og sjálfsvígum. Svarað er í síma allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar. Þeir sem vilja styrkja starf Rauða krossins geta líka gert það með því að gerast Mannvinir á heimasíðu félagsins, www.raudikrossinn.is. Höfundur er verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Félagasamtök Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Vinaverkefni Rauða krossins er eitt af elstu verkefnunum hjá hreyfingunni hér á landi, en þetta verkefni hefur verið starfrækt í rúm 20 ár. Félagsleg einangrun er alvarlegt samfélagsmein og eitt af meginverkefnum vinaverkefnanna er að sporna gegn henni með því að veita félagsskap, nærveru og samveru, en góð félagsleg tengsl eru forsenda fyrir góðri heilsu og vellíðan einstaklinga. Einmanaleiki er sú tilfinning sem við finnum fyrir þegar við upplifum skort á félagslegum tengslum. Félagsleg samskipti hafa mikil áhrif á heilsu, líðan og jafnvel lífslíkur einstaklinga. Þess vegna er alltaf ástæða til að ítreka mikilvægi þess að efla tengsl í samfélaginu og leggja enn frekari áherslu á mikilvægi þess að vinna gegn félagslegri einangrun. Það þarf einnig að skapa aðstæður þar sem unnið er sérstaklega með viðkvæma hópa samfélagsins, sem eru í meiri hættu en aðrir á að einangrast. Einmanaleiki getur leitt til þess að fólk dragi sig smátt og smátt í hlé og missi tengsl sín við samfélagið í kringum sig. Sumir einstaklingar eiga auðvelt með að brjótast út úr sinni félagslegu einangrun upp á eigin spýtur, en hinsvegar hafa ekki allir tök á því og þar af leiðandi er mikilvægt að meðvitund sé um þau úrræði sem í boði eru með tilliti til þess hver þörfin er hjá viðkomandi. Það er mjög einstaklingsbundið hvað hentar hverjum og einum til þess að auka félagslega virkni og þar með draga úr einmanaleika. Af þeirri ástæðu eru útfærslur vinaverkefna Rauða krossins af ýmsu tagi, en inntakið í verkefnunum er það að vinir verkefnanna eru sjálfboðaliðar sem heimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli og dvalar- eða hjúkrunarheimili. Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur verið allt frá spjalli, gönguferð eða ökuferð yfir í upplestur, aðstoð við handavinnu o.s.frv. Vinaverkefni Rauða krossins eru tilvalin leið til valdeflingar fyrir þá einstaklinga sem upplifa félagslega einangrun. Valdeflingu er fyrst og fremst ætlað að bæta innri líðan þeirra sem þurfa á hverskyns aðstoð að halda svo að einstaklingar upplifi að þeir hafi vald yfir þeirra eigin lífi. Lykilorð valdeflingar eru t.d. persónulegur stuðningur, jafnræði og virðing. Tíminn sem er að ganga í garð getur verið erfiður tími fyrir marga og því er mikilvægt að við tökum eftir fólkinu í kringum okkur og stöldrum við. Manneskjan hefur þörf fyrir félagslega þátttöku og virkni. Því er mikilvægt að vera í heilbrigðu samneyti við aðra, sem vekur góðar og jákvæðar tilfinningar, ásamt því að vera sjálfur gefandi í samfélaginu. Samstaða og samfélag með öðru fólki gefur lífsfyllingu og við getum verið sammála um að við viljum búa í samfélagi þar sem velvilji og náungakærleikur ríkir. Vantar þig félagsskap? Viltu veita félagsskap og taka þátt í verkefnum hjá Rauða krossinum? Lumar þú á góðri hugmynd um hvernig við getum dregið úr félagslegri einangrun? Þá getur þú haft samband í síma 570-4000 eða sent okkur póst á : vinaverkefni@redcross.is Við minnum líka á Hjálparsímann 1717 og netspjallið 1717.is. Þar er alltaf opið, líka yfir hátíðirnar. Einnig minnum við á Píeta samtökin, en þau vinna að því að efla þekkingu og skilning á sálrænum sársauka og sjálfsvígum. Svarað er í síma allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar. Þeir sem vilja styrkja starf Rauða krossins geta líka gert það með því að gerast Mannvinir á heimasíðu félagsins, www.raudikrossinn.is. Höfundur er verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins á Íslandi.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun