Fjárlög samþykkt og næsti þingfundur 23. janúar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2022 19:13 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hittast á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag. Þingið er hins vegar komið í jólafrí. Vísir/Vilhelm Fjárlög fyrir árið 2023 voru samþykkt á Alþingi nú síðdegis. Þar með er Alþingi komið í jólafrí. Stjórnarflokkarnir segja að áframhaldandi styrking innviða og grunnþjónusta og áhersla á að verja kaupmátt og viðhalda raunvirði bóta almannatrygginga séu meginstef fjárlaganna. „Lögin tryggja aukin framlög til nokkurra veigamikilla málaflokka. Þar vega heilbrigðismál þyngst, sem fá um 343 ma.kr. í framlög. Að frátöldum launa- og verðlagsbreytingum þá eru framlög til heilbrigðismála aukin um um ríflega 17 ma.kr. frá gildandi fjárlögum eða sem nemur 5,5%.Einnig má nefna löggæslumál, málefni öryrkja og fatlaðs fólks, orkumál og nýsköpun, þar sem verulega er bætt í framlög. Á sama tíma er staðinn vörður um þau meginmarkmið opinberra fjármála að stöðva hækkun skuldahlutfalla,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Þá eru talin upp nokkur áherslumál ríkisstjórnarinnar í fjárlögum: Stuðningsaðgerðir í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði: Barnabótakerfið styrkt og eflt, þar sem tæplega 3.000 fleiri fjölskyldur fá barnabætur, grunnfjárhæðir og skerðingarmörk hækka, húsnæðisbætur verða hækkaðar um 13,8% á næsta ári til viðbótar við 10% hækkun í júní sl. og tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%, Eignaskerðingamörk í vaxtabótakerfinu hækka um 50% í upphafi árs 2023 5 ma.kr. færðir frá ríki til sveitarfélaga í tengslum við málefni fatlaðs fólk Áframhaldandi mikill stuðningur við rannsóknir og þróun Átaksverkefni til kaupa á hreinorkuökutækjum til bílaleiga Fjöldatakmörk raf- og vetnisbíla sem fá skattaívilnun afnumin á næsta ári Hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna öryrkja í 200 þús. kr. á mánuði Enn frekari styrking Landspítala 1 ma.kr. til að vinna gegn langtímaáhrifum kórónuveirufaraldursins Aukin framlög til löggæslumála Framlög vegna fjölgunar einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd og stuðnings við Úkraínu Fram kemur á vef Alþingis að þingið hafi verið að störfum frá 13. september til 16. desember. Þingfundir voru samtals 52 og stóðu í tæpar 296 klukkustundir. Meðallengd þingfunda var 5 klukkustundir og 35 mín. Lengsti þingfundurinn stóð í 14 klukkustundir og 35 mín. Lengsta umræðan var um fjárlög 2023 en hún stóð samtals í 62 klst og 9 mínútur. Þingfundadagar voru alls 46. Af 150 frumvörpum urðu alls 26 að lögum og 124 voru óútrædd. Af 121 þingsályktunartillögu voru sex samþykktar og 115 tillögur voru óútræddar. Sex skriflegar skýrslur voru lagðar fram. Tíu beiðnir um skýrslur komu fram, þar af níu til ráðherra og ein til ríkisendurskoðanda. Þrjár munnlegar skýrslur ráðherra voru fluttar. Fyrirspurnir á þingskjölum voru samtals 298. Fyrirspurnir til munnlegs svars voru 29 og var tólf svarað. 269 skriflegar fyrirspurnir voru lagðar fram og var 127 þeirra svarað, 142 biðu svars er þingi var frestað. Þingmál til meðferðar í þinginu voru 587 og tala þingskjala var 867. Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra voru 131. Sérstakar umræður voru 17. Samtals höfðu verið haldnir 152 fundir hjá fastanefndum þegar þingfundum var frestað 16. desember. Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Stjórnarflokkarnir segja að áframhaldandi styrking innviða og grunnþjónusta og áhersla á að verja kaupmátt og viðhalda raunvirði bóta almannatrygginga séu meginstef fjárlaganna. „Lögin tryggja aukin framlög til nokkurra veigamikilla málaflokka. Þar vega heilbrigðismál þyngst, sem fá um 343 ma.kr. í framlög. Að frátöldum launa- og verðlagsbreytingum þá eru framlög til heilbrigðismála aukin um um ríflega 17 ma.kr. frá gildandi fjárlögum eða sem nemur 5,5%.Einnig má nefna löggæslumál, málefni öryrkja og fatlaðs fólks, orkumál og nýsköpun, þar sem verulega er bætt í framlög. Á sama tíma er staðinn vörður um þau meginmarkmið opinberra fjármála að stöðva hækkun skuldahlutfalla,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Þá eru talin upp nokkur áherslumál ríkisstjórnarinnar í fjárlögum: Stuðningsaðgerðir í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði: Barnabótakerfið styrkt og eflt, þar sem tæplega 3.000 fleiri fjölskyldur fá barnabætur, grunnfjárhæðir og skerðingarmörk hækka, húsnæðisbætur verða hækkaðar um 13,8% á næsta ári til viðbótar við 10% hækkun í júní sl. og tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%, Eignaskerðingamörk í vaxtabótakerfinu hækka um 50% í upphafi árs 2023 5 ma.kr. færðir frá ríki til sveitarfélaga í tengslum við málefni fatlaðs fólk Áframhaldandi mikill stuðningur við rannsóknir og þróun Átaksverkefni til kaupa á hreinorkuökutækjum til bílaleiga Fjöldatakmörk raf- og vetnisbíla sem fá skattaívilnun afnumin á næsta ári Hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna öryrkja í 200 þús. kr. á mánuði Enn frekari styrking Landspítala 1 ma.kr. til að vinna gegn langtímaáhrifum kórónuveirufaraldursins Aukin framlög til löggæslumála Framlög vegna fjölgunar einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd og stuðnings við Úkraínu Fram kemur á vef Alþingis að þingið hafi verið að störfum frá 13. september til 16. desember. Þingfundir voru samtals 52 og stóðu í tæpar 296 klukkustundir. Meðallengd þingfunda var 5 klukkustundir og 35 mín. Lengsti þingfundurinn stóð í 14 klukkustundir og 35 mín. Lengsta umræðan var um fjárlög 2023 en hún stóð samtals í 62 klst og 9 mínútur. Þingfundadagar voru alls 46. Af 150 frumvörpum urðu alls 26 að lögum og 124 voru óútrædd. Af 121 þingsályktunartillögu voru sex samþykktar og 115 tillögur voru óútræddar. Sex skriflegar skýrslur voru lagðar fram. Tíu beiðnir um skýrslur komu fram, þar af níu til ráðherra og ein til ríkisendurskoðanda. Þrjár munnlegar skýrslur ráðherra voru fluttar. Fyrirspurnir á þingskjölum voru samtals 298. Fyrirspurnir til munnlegs svars voru 29 og var tólf svarað. 269 skriflegar fyrirspurnir voru lagðar fram og var 127 þeirra svarað, 142 biðu svars er þingi var frestað. Þingmál til meðferðar í þinginu voru 587 og tala þingskjala var 867. Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra voru 131. Sérstakar umræður voru 17. Samtals höfðu verið haldnir 152 fundir hjá fastanefndum þegar þingfundum var frestað 16. desember.
Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira