Karim Benzema sem er handhafi Gullboltans varð fyrir því óláni að meiðast nokkrum dögum fyrir fyrsta leik Frakklands á heimsmeistaramótinu. Meiðsli Benzema hafa ekki haft mikil áhrif á Frakka sem eru komnir í úrslitaleikinn á heimsmeistaramótinu í Katar.
Eftir að Karim Benzema var sendur heim frá Katar hefur hann hætt öllum samskiptum við teymi Frakklands sem vildi halda honum í hópnum ef hann skyldi ná sér af meiðslunum en Didier Deschamps, þjálfari Frakklands var ekki á sama máli.
Breaking | Karim Benzema has cut off all contact with France staff since his injury in response to the fact that he wanted to stay with the squad & see how his injury evolved, but Didier Deschamps & doctor Franck Le Gall did not see the point, according to tomorrow’s L’Équipe.
— Get French Football News (@GFFN) December 17, 2022
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, bauð Karim Benzema að ferðast með sér á einkaflugvél til Katar og sjá úrslitaleikinn gegn Argentínu en Benzema hafnaði því boði. Laurent Blanc og Michel Platini höfnuðu einnig sama boði frá Emmanuel Macron.
🚨 Karim Benzema has declined Emmanuel Macron's invitation to board the presidential plane to attend the World Cup final tonight.
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) December 18, 2022
(Source: @RMCsport) pic.twitter.com/uvSc4QJMEr
Didier Deschamps, þjálfari Frakklands, vildi lítið tjá sig um að Karim Benzema myndi ekki mæta á úrslitaleikinn.
„Ég sé ekki um boðsmiða á úrslitaleikinn fyrir meidda leikmenn og fyrrum leikmenn. Sumir verða á leiknum aðrir ekki,“ sagði Didier Deschamps á blaðamannafundi í gær.