Spánn: Eina land Evrópu sem heldur í grímuskyldu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. desember 2022 14:30 Frá flugvellinum á Tenerife. Andrés Gutiérrez/Getty Images Spánn er eina landið í Evrópu þar sem enn er skylda að nota grímur í öllum almenningssamgöngum, þar á meðal þegar flogið er á milli landa. Spænsk flugfélög og ferðaskrifstofur mótmæla þessu ákaft og segja þetta hafa skaðleg áhrif á viðskiptin. Grímuskylda framlengd þrátt fyrir mikla andstöðu Spænsk stjórnvöld ákváðu síðast fyrir viku að framlengja grímuskyldu fólks í öllum almenningssamgöngum. Ákvörðunin uppskar hávær mótmæli talsmanna spænskra flugfélaga og ferðaskrifstofa, sem reyndar hafa mótmælt þessari mánaðarlegu framlengingu grímuskyldu um margra mánaða skeið. Enda engin furða, Spánn er nú eina land Evrópusambandsins þar sem þessari grímuskyldu er haldið til streitu. Styðst við ráðgjöf nafnlausra sérfræðinga Carolina Darias, heilbrigðisráðherra Spánar, segir að ákvörðunin sé tekin á grundvelli ráðlegginga sérfræðinganefndar, en ekki fæst uppgefið hvaða sérfræðingar það eru. Talsmenn ferðamála blása á þau rök og segja það undarlega sérfræðinga sem komist að annarri niðurstöðu en sérfræðinganefndir allra annarra ríkja í Evrópu. Segja grímuskyldu ógna afkomu fyrirtækja Þá segja talsmenn í flug-og ferðaþjónustu að grímuskyldan geti haft neikvæð áhrif á afkomu fyrirtækja. Til að mynda sé líklegt að einhverjir velji frekar að fljúga með erlendum félögum til og frá Spáni, svo viðkomandi þurfi ekki að vera með grímu í andlitinu allan þann tíma sem ferðast er. Sé flogið með erlendu flugfélagi, þarf bara að setja upp grímu á meðan vélin er í spænskri lofthelgi, en sé flogið með spænsku flugfélagi þarf að vera með grímu fyrir vitunum allan flugtímann. Menn geta svo velt fyrir sér gildi þeirrar forvarnar að þurfa að vera með grímu inni í spænskri lofthelgi í klukkustund eða svo og geta svo verið grímulausir afganginn af flugferðinni. Skortur á samhengi Svo má líka velta fyrir sér gildi grímuskyldu sem fáir hlíta. Örfáir ganga um með grímur á alþjóðaflugvöllum hér á Spáni og í neðanjarðarlestakerfum stórborganna eru sífellt færri með grímur fyrir vitunum. Engu að síður fara eftirlitsteymi á milli lesta og reka fólk til að setja upp grímurnar. Svo getur fólk velt fyrir sér samhenginu í því að þurfa að vera með grímu á 4ra klukkustunda lestarferðalagi til Madrid, einn í lestarklefa, en geta svo farið á tónleika daginn eftir þar sem samankomnir eru 50.000 tónleikagestir og þar þarf enginn að vera með grímu. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Sjá meira
Grímuskylda framlengd þrátt fyrir mikla andstöðu Spænsk stjórnvöld ákváðu síðast fyrir viku að framlengja grímuskyldu fólks í öllum almenningssamgöngum. Ákvörðunin uppskar hávær mótmæli talsmanna spænskra flugfélaga og ferðaskrifstofa, sem reyndar hafa mótmælt þessari mánaðarlegu framlengingu grímuskyldu um margra mánaða skeið. Enda engin furða, Spánn er nú eina land Evrópusambandsins þar sem þessari grímuskyldu er haldið til streitu. Styðst við ráðgjöf nafnlausra sérfræðinga Carolina Darias, heilbrigðisráðherra Spánar, segir að ákvörðunin sé tekin á grundvelli ráðlegginga sérfræðinganefndar, en ekki fæst uppgefið hvaða sérfræðingar það eru. Talsmenn ferðamála blása á þau rök og segja það undarlega sérfræðinga sem komist að annarri niðurstöðu en sérfræðinganefndir allra annarra ríkja í Evrópu. Segja grímuskyldu ógna afkomu fyrirtækja Þá segja talsmenn í flug-og ferðaþjónustu að grímuskyldan geti haft neikvæð áhrif á afkomu fyrirtækja. Til að mynda sé líklegt að einhverjir velji frekar að fljúga með erlendum félögum til og frá Spáni, svo viðkomandi þurfi ekki að vera með grímu í andlitinu allan þann tíma sem ferðast er. Sé flogið með erlendu flugfélagi, þarf bara að setja upp grímu á meðan vélin er í spænskri lofthelgi, en sé flogið með spænsku flugfélagi þarf að vera með grímu fyrir vitunum allan flugtímann. Menn geta svo velt fyrir sér gildi þeirrar forvarnar að þurfa að vera með grímu inni í spænskri lofthelgi í klukkustund eða svo og geta svo verið grímulausir afganginn af flugferðinni. Skortur á samhengi Svo má líka velta fyrir sér gildi grímuskyldu sem fáir hlíta. Örfáir ganga um með grímur á alþjóðaflugvöllum hér á Spáni og í neðanjarðarlestakerfum stórborganna eru sífellt færri með grímur fyrir vitunum. Engu að síður fara eftirlitsteymi á milli lesta og reka fólk til að setja upp grímurnar. Svo getur fólk velt fyrir sér samhenginu í því að þurfa að vera með grímu á 4ra klukkustunda lestarferðalagi til Madrid, einn í lestarklefa, en geta svo farið á tónleika daginn eftir þar sem samankomnir eru 50.000 tónleikagestir og þar þarf enginn að vera með grímu.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Sjá meira