Borgin ryður land fyrir 7-9 þúsund nýjar íbúðir og atvinnuhúsnæði Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2022 19:31 Hér sést hluti af vestari enda væntanlegs byggingarlands með Suðurlandsvegi og hluta Árbæjarhverfis. Vísir Nýtt hverfi með sjö til níu þúsund íbúðum fyrir um tuttugu þúsund íbúa mun rísa á næstu árum á Keldnalandi. Formaður borgarráðs er bjartsýnn á að byggingaframkvæmdir geti hafist eftir um tvö ár en uppbyggingin er mjög tengd borgarlínu. Fjármálaráðherra afhenti Betri samgöngum Keldnalandið til uppbyggingar á íbúða- og atvinnuhúsnæði í gær sem hluta af framlagi ríkisins samkvæmt samgöngusáttmála við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir landið er mjög stórt eða samanlagt 116 hektarar. „Þetta er gríðarlega stórt skref. Það sem meira er að Keldnaholtið bætist nú við framlag ríkisins til fjármögnunar á samgöngusáttmálanum,“ segir Einar. En allur ágóði af sölu lóða á landinu verður að framlagi ríkisins til Betri byggðar. Uppbyggingu á þessu svæði var flýtt í sáttmála nýju meirihlutaflokkanna í borginni síðast liðið vor að kröfu Framsóknarflokksins. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs vonar að hægt verði að hefja bygingaframkvæmdir í nýju tuttugu þúsund manna hverfi á Keldnalandi árið 2025.Vísir/Vilhelm „Vegna þess að það vantar húsnæði. Við sjáum að fasteignamarkaðurinn er yfir spenntur. Húsnæðisverðið er of hátt og það þarf að auka framboð. Það hefur stundum verið talað um að lóðaframboð sé af skornum skammti í Reykjavík. Hér erum við að bæta við heilum nýjum borgarhluta af óruddu landi,“ segir formaður borgarráðs. Strax í janúar verður farið í alþjóðlega samkeppni um skipulag nýja hverfisins. Einar vonar að niðurstöður hennar liggi fyrir næsta haust og er bjartsýnn á að skipulagsvinnan í framhaldinu gangi vel. „Ef það gengur hratt og vel væri náttúrlega alger draumur að geta stungið niður skóflu árið 2025.“ Hér sést austurendi hins nýja byggingarlands sem er mög stórt eða 116 hektarar.Vísir Og þetta hverfi tekur mið af nýjum viðmiðum borgarinnar um samgöngur og svo framvegis? „Já, við erum að styrkja þarna innviði í austurhluta borgarinnar,“ segir Einar. Þarna verði blönduð byggð auk húsnæðis fyrir þjónustu og annað atvinuhúsnæði sem muni styrkja hverfin í kring ásamt lagningu borgarlínu. Þetta væri stærsta byggingarverkefni í borginni í áratugi og á við hálft Breiðholt. „Sjö til níu þúsund íbúðir, 150 þúsund fermetrar af atvinnurými. En það ræðst allt af niðurstöðu hugmyndasamkeppninnar hvernig hverfið verður skipulagt. Það skiptir máli að hverfið sé bæði þétt en líka þannig að þar verði fjölbreyttar tegundir af húsnæði,“ segir Einar Þorsteinsson. Reykjavík Húsnæðismál Borgarlína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skipulag Borgarstjórn Tengdar fréttir Nýtt hverfi í Reykjavík rís á Keldnalandinu Á næstu árum mun rísa nýtt hverfi á Keldum og Keldnaholti en ríkið afsalaði sér landinu með formlegum hætti til Betri samgangna ohf. í gær. Skipulagsvinna hefst strax á næsta ári en svæðið er sagt vera álíka stórt og miðborg Reykjavíkur. 20. desember 2022 12:35 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Fjármálaráðherra afhenti Betri samgöngum Keldnalandið til uppbyggingar á íbúða- og atvinnuhúsnæði í gær sem hluta af framlagi ríkisins samkvæmt samgöngusáttmála við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs segir landið er mjög stórt eða samanlagt 116 hektarar. „Þetta er gríðarlega stórt skref. Það sem meira er að Keldnaholtið bætist nú við framlag ríkisins til fjármögnunar á samgöngusáttmálanum,“ segir Einar. En allur ágóði af sölu lóða á landinu verður að framlagi ríkisins til Betri byggðar. Uppbyggingu á þessu svæði var flýtt í sáttmála nýju meirihlutaflokkanna í borginni síðast liðið vor að kröfu Framsóknarflokksins. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs vonar að hægt verði að hefja bygingaframkvæmdir í nýju tuttugu þúsund manna hverfi á Keldnalandi árið 2025.Vísir/Vilhelm „Vegna þess að það vantar húsnæði. Við sjáum að fasteignamarkaðurinn er yfir spenntur. Húsnæðisverðið er of hátt og það þarf að auka framboð. Það hefur stundum verið talað um að lóðaframboð sé af skornum skammti í Reykjavík. Hér erum við að bæta við heilum nýjum borgarhluta af óruddu landi,“ segir formaður borgarráðs. Strax í janúar verður farið í alþjóðlega samkeppni um skipulag nýja hverfisins. Einar vonar að niðurstöður hennar liggi fyrir næsta haust og er bjartsýnn á að skipulagsvinnan í framhaldinu gangi vel. „Ef það gengur hratt og vel væri náttúrlega alger draumur að geta stungið niður skóflu árið 2025.“ Hér sést austurendi hins nýja byggingarlands sem er mög stórt eða 116 hektarar.Vísir Og þetta hverfi tekur mið af nýjum viðmiðum borgarinnar um samgöngur og svo framvegis? „Já, við erum að styrkja þarna innviði í austurhluta borgarinnar,“ segir Einar. Þarna verði blönduð byggð auk húsnæðis fyrir þjónustu og annað atvinuhúsnæði sem muni styrkja hverfin í kring ásamt lagningu borgarlínu. Þetta væri stærsta byggingarverkefni í borginni í áratugi og á við hálft Breiðholt. „Sjö til níu þúsund íbúðir, 150 þúsund fermetrar af atvinnurými. En það ræðst allt af niðurstöðu hugmyndasamkeppninnar hvernig hverfið verður skipulagt. Það skiptir máli að hverfið sé bæði þétt en líka þannig að þar verði fjölbreyttar tegundir af húsnæði,“ segir Einar Þorsteinsson.
Reykjavík Húsnæðismál Borgarlína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skipulag Borgarstjórn Tengdar fréttir Nýtt hverfi í Reykjavík rís á Keldnalandinu Á næstu árum mun rísa nýtt hverfi á Keldum og Keldnaholti en ríkið afsalaði sér landinu með formlegum hætti til Betri samgangna ohf. í gær. Skipulagsvinna hefst strax á næsta ári en svæðið er sagt vera álíka stórt og miðborg Reykjavíkur. 20. desember 2022 12:35 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Nýtt hverfi í Reykjavík rís á Keldnalandinu Á næstu árum mun rísa nýtt hverfi á Keldum og Keldnaholti en ríkið afsalaði sér landinu með formlegum hætti til Betri samgangna ohf. í gær. Skipulagsvinna hefst strax á næsta ári en svæðið er sagt vera álíka stórt og miðborg Reykjavíkur. 20. desember 2022 12:35