Ósáttur við Blaksambandið: „Ótrúlegt að það sé verið að bendla RÚV við þessar greiðslur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. desember 2022 18:00 Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV, segir ótrúlegt að RÚV sé bendlað við málið. Vísir/Samsett Hilmar Björnsson, íþróttastjóri á RÚV, skilur ekkert í ummælum Grétars Eggertssonar, formanns Blaksambands Íslands, við Vísi í morgun þess efnis að RÚV hafi rukkað sambandið um háar fjárhæðir vegna útsendinga á landsleikjum. Blaklandslið kvenna keppti í forkeppni fyrir undankeppni Evrópumótsins í sumar, en ákveðnar kröfur fylgja slíkum alþjóðlegum leikjum. Kröfur sem koma frá Alþjóðablaksambandinu. Mbl.is vakti athygli á því í gær út frá hlaðvarpsviðtali Valtýs Björn Valtýssonar við landsliðskonuna Jónu Margréti Arnarsdóttur að landsliðsfólk í blaki þyrfti að greiða 70 þúsund hvert fyrir hvern leik sem landsliðið spilar. Sá kostnaður sé vegna útsendinga RÚV. Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands, greindi frá því í Vísi í morgun að kostnaðurinn væri ekki vegna útsendinga RÚV frá leikjunum en sannarlega spilaði það sinn þátt í kostnaðinum sem sambandið deildi með leikmönnum. RÚV kom ekki nálægt upptöku á leikjunum Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV, segir ekkert til í því sem Grétar sagði við Vísi í morgun. Hann segir Blaksambandið hafa haft samband við íþróttadeild RÚV vegna leikjanna með skömmum fyrirvara en vegna þess hversu skammur hann var og annarra verkefna deildarinnar hafi RÚV ekki haft tök á að sinna leikjunum. Annar aðili hafi séð um verkið. „Ég vísa alfarið á bug þessum ummælum Grétars formanns blaksambandsins um að þetta mál snúist um RÚV,“ „RÚV kom ekki nálægt upptöku á þessum leikjum heldur þriðji aðili úti í bæ. Að beiðni Alþjóðablaksambandsins aðstoðaði RÚV við að senda merkið í gervihnött,“ segir Hilmar. Aðkoma Ríkisútvarpsins hafi ekki verið meiri en svo. RÚV hafi engan reikning sent Fyrirtækið Sport TV hafi séð um upptöku leikjanna. Sjónvarpskostnaður Blaksambandsins af leikjunum komi því þaðan. „Blaksambandið leitaði til Sport TV sem tók leikina upp og væntanlega kemur kostnaður þaðan en ekki frá RÚV,“ segir Hilmar sem kveðst ekki hafa sent einn einasta reikning á Blaksambandið vegna leikjanna, enda RÚV ekki verið sá aðili sem tók leikina upp. „RÚV sendi enga rukkun á Blaksambandið og hvað þá beint á landsliðsfólk. Það ótrúlegt að það sé verið að bendla RÚV við þessar greiðslur,“ segir Hilmar. Blak Ríkisútvarpið Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Í beinni: Bayern Munchen - Chelsea | Risaleikur á Allianz Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjá meira
Blaklandslið kvenna keppti í forkeppni fyrir undankeppni Evrópumótsins í sumar, en ákveðnar kröfur fylgja slíkum alþjóðlegum leikjum. Kröfur sem koma frá Alþjóðablaksambandinu. Mbl.is vakti athygli á því í gær út frá hlaðvarpsviðtali Valtýs Björn Valtýssonar við landsliðskonuna Jónu Margréti Arnarsdóttur að landsliðsfólk í blaki þyrfti að greiða 70 þúsund hvert fyrir hvern leik sem landsliðið spilar. Sá kostnaður sé vegna útsendinga RÚV. Grétar Eggertsson, formaður Blaksambands Íslands, greindi frá því í Vísi í morgun að kostnaðurinn væri ekki vegna útsendinga RÚV frá leikjunum en sannarlega spilaði það sinn þátt í kostnaðinum sem sambandið deildi með leikmönnum. RÚV kom ekki nálægt upptöku á leikjunum Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV, segir ekkert til í því sem Grétar sagði við Vísi í morgun. Hann segir Blaksambandið hafa haft samband við íþróttadeild RÚV vegna leikjanna með skömmum fyrirvara en vegna þess hversu skammur hann var og annarra verkefna deildarinnar hafi RÚV ekki haft tök á að sinna leikjunum. Annar aðili hafi séð um verkið. „Ég vísa alfarið á bug þessum ummælum Grétars formanns blaksambandsins um að þetta mál snúist um RÚV,“ „RÚV kom ekki nálægt upptöku á þessum leikjum heldur þriðji aðili úti í bæ. Að beiðni Alþjóðablaksambandsins aðstoðaði RÚV við að senda merkið í gervihnött,“ segir Hilmar. Aðkoma Ríkisútvarpsins hafi ekki verið meiri en svo. RÚV hafi engan reikning sent Fyrirtækið Sport TV hafi séð um upptöku leikjanna. Sjónvarpskostnaður Blaksambandsins af leikjunum komi því þaðan. „Blaksambandið leitaði til Sport TV sem tók leikina upp og væntanlega kemur kostnaður þaðan en ekki frá RÚV,“ segir Hilmar sem kveðst ekki hafa sent einn einasta reikning á Blaksambandið vegna leikjanna, enda RÚV ekki verið sá aðili sem tók leikina upp. „RÚV sendi enga rukkun á Blaksambandið og hvað þá beint á landsliðsfólk. Það ótrúlegt að það sé verið að bendla RÚV við þessar greiðslur,“ segir Hilmar.
Blak Ríkisútvarpið Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Í beinni: Bayern Munchen - Chelsea | Risaleikur á Allianz Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn