Ólykt sem herjar á íbúa Hafnarfjarðar veldur höfuðverk og ógleði Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 22. desember 2022 16:05 Fjölmargir íbúar Hafnarfjarðar hafa kvartað yfir lyktinni, sem minnir á bensín-eða olíulykt. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að fólk finni fyrir höfuðverk og ógleði vegna þessa. Vísir/Vilhelm Megn ólykt herjar nú á íbúa Hafnarfjarðar. Fjölmargir íbúar hafa kvartað yfir lyktinni á samfélagsmiðlum, sem minnir á bensín-eða olíulykt. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að fólk finni fyrir höfuðverk og ógleði vegna þessa. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins segir stofnunina leita logandi ljósi að skýringum og það sé áhyggjuefni ef hreinsiefni kunni að hafa borist í skólplagnir. Á íbúasíðunni Vesturbærinn minn – íbúar í vesturbæ Hafnarfjarðar má sjá fjölmargar færslur þar sem íbúar deila áhyggjum sínum. Þar deilir fólk því að það finni megna lykt upp úr niðurföllum og sturtubotnum sem berst um alla íbúð og valdi miklu ónæði og ónotum. Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins kannaðist við málið og staðfesti að margar kvartanir og tilkynningar hefðu borist vegna málsins. Hann sagðist þó engar haldbærar skýringar hafa á ólyktinni. „Við erum að heyra þetta víða í Hafnarfirði. Bæði í Vestur- og Norðurbænum. Við erum á fullu að skoða þetta með fráveitunni í Hafnarfirði og reynum að finna út hvað hugsanlega getur verið að. Við erum að ganga í brunna og reyna að átta okkur á þessu. Þá erum við búin að vera í sambandi við olíufélögin og biðja þau að hjálpa okkur að skoða niðurföll hjá sér og kanna hvort það sé eitthvað að þar,“ segir Hörður. Áhyggjuefni ef hreinsiefni berast í skólpkerfi Hörður segir að á morgun standi til að dæla úr skólplögnum og sjá hvaða áhrif það hefur. Þá mun fráveitan mæta með dælubíla og tengja inn á brunna. Samkvæmt Herði er þetta mögulega tengt því að fólk sé að þvo bíla sína mjög víða og tjöruhreinsir hafi borist í skólpkerfið. Ef það reynist rétt sé það áhyggjuefni. „Vissulega höfum við áhyggjur af því að það fari slík efni i skólpkerfi. Það er ástæða fyrir því að fólk er hvatt til að nýta ekki sterk efni í þvott á bílum og svo framvegis. Við vitum að það er þannig tíð núna, mikið frost og fólk er að nota tjöruhreinsi til að þvo bifreiðar. Það á ekki að gera það nema það séu olíuskiljur og annað til staðar. En aftur á móti eru vatnslásar í húsum sem eiga að vera það þéttir að svona skólplykt á ekki að geta borist inn í híbýli fólks þó það fari einhver olíuefni í skólpið. Við vitum að svona skolast eitthvað út í kerfið en höfum ekki fengið svona margar kvartanir eins og núna. Þetta er mjög óvenjulegt," segir Hörður. Íbúar á hverfissíðum í Hafnarfirði hafa merkt staði þar sem lyktin finnst inn á kort. Hörður segir erfitt að segja til um hvaðan uppruninn kemur þegar lykt berst eftir lögnum. Hann hvetur alla til að stilla notkun á hreinsi-og leysiefnum í hóf. „Ég hvet íbúa til að hjálpa okkur að uppræta þetta með því að nota ekki slík efni í bílskúrum. Farið frekar á staði eins og bílaþvottastöðvar þar sem eru olíugildrur til að taka á móti slíkum efnum,“ segir Hörður og ítrekar að starfsfólk Heilbrigðiseftirlitsins og Hafnarfjarðarbæjar séu á fullu að reyna finna út úr þessu. Hafnarfjörður Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Á íbúasíðunni Vesturbærinn minn – íbúar í vesturbæ Hafnarfjarðar má sjá fjölmargar færslur þar sem íbúar deila áhyggjum sínum. Þar deilir fólk því að það finni megna lykt upp úr niðurföllum og sturtubotnum sem berst um alla íbúð og valdi miklu ónæði og ónotum. Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins kannaðist við málið og staðfesti að margar kvartanir og tilkynningar hefðu borist vegna málsins. Hann sagðist þó engar haldbærar skýringar hafa á ólyktinni. „Við erum að heyra þetta víða í Hafnarfirði. Bæði í Vestur- og Norðurbænum. Við erum á fullu að skoða þetta með fráveitunni í Hafnarfirði og reynum að finna út hvað hugsanlega getur verið að. Við erum að ganga í brunna og reyna að átta okkur á þessu. Þá erum við búin að vera í sambandi við olíufélögin og biðja þau að hjálpa okkur að skoða niðurföll hjá sér og kanna hvort það sé eitthvað að þar,“ segir Hörður. Áhyggjuefni ef hreinsiefni berast í skólpkerfi Hörður segir að á morgun standi til að dæla úr skólplögnum og sjá hvaða áhrif það hefur. Þá mun fráveitan mæta með dælubíla og tengja inn á brunna. Samkvæmt Herði er þetta mögulega tengt því að fólk sé að þvo bíla sína mjög víða og tjöruhreinsir hafi borist í skólpkerfið. Ef það reynist rétt sé það áhyggjuefni. „Vissulega höfum við áhyggjur af því að það fari slík efni i skólpkerfi. Það er ástæða fyrir því að fólk er hvatt til að nýta ekki sterk efni í þvott á bílum og svo framvegis. Við vitum að það er þannig tíð núna, mikið frost og fólk er að nota tjöruhreinsi til að þvo bifreiðar. Það á ekki að gera það nema það séu olíuskiljur og annað til staðar. En aftur á móti eru vatnslásar í húsum sem eiga að vera það þéttir að svona skólplykt á ekki að geta borist inn í híbýli fólks þó það fari einhver olíuefni í skólpið. Við vitum að svona skolast eitthvað út í kerfið en höfum ekki fengið svona margar kvartanir eins og núna. Þetta er mjög óvenjulegt," segir Hörður. Íbúar á hverfissíðum í Hafnarfirði hafa merkt staði þar sem lyktin finnst inn á kort. Hörður segir erfitt að segja til um hvaðan uppruninn kemur þegar lykt berst eftir lögnum. Hann hvetur alla til að stilla notkun á hreinsi-og leysiefnum í hóf. „Ég hvet íbúa til að hjálpa okkur að uppræta þetta með því að nota ekki slík efni í bílskúrum. Farið frekar á staði eins og bílaþvottastöðvar þar sem eru olíugildrur til að taka á móti slíkum efnum,“ segir Hörður og ítrekar að starfsfólk Heilbrigðiseftirlitsins og Hafnarfjarðarbæjar séu á fullu að reyna finna út úr þessu.
Hafnarfjörður Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira