Krakkar oft komnir lengra en fagfólk í kynfræðslu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. desember 2022 19:00 Ása Sjöfn Lórensdóttir fagstjóri heilsuverndar skólabarna hjá Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar. Vísir/Egill Samræma þarf kynfræðslu í grunnskólum og gera hana betri að mati fagstjóra heilsuverndar skólabarna. Nauðsynlegt sé að uppfæra hana því oft séu krakkarnir komnir mun lengra en fagfólk. Hún segir slæmt að nánast engin kynfræðsla sé á leikskóla-og framhaldsskólastigi. Kallað hefur verið eftir aukinni kynfræðslu í grunnskólum en sífellt fleiri nemendur tilkynna um óæskilega kynferðislega hegðun. Ása Sjöfn Lórensdóttir fagstjóri heilsuverndar skólabarna hjá Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar sem sér um kynfræðslu í grunnskólum borgarinnar segir að allt efni hafi verið uppfært þar fyrir hálfu ári. En fleiri þurfi að koma að málaflokknum. „Fræðslan þarf að vera betri, hún þarf að vera samræmdari og við þurfum að geta talað um kynheilbrigði á eðlilegan máta. Það er í raun og veru ekkert markvisst í gangi í leikskólum hvað þetta varðar. Það er aðeins meira í grunnskólum, við erum með námskrá og fullt af efni. Í framhaldsskólum er heldur ekkert endilega neitt markvisst í gangi og þar vildum við gjarnan vilja auka fræðslu,“ segir hún. Í raun kemur þetta fram í þingsályktun sem var samþykkt fyrir tveimur árum þar sem kveðið er á um að forvarnir við kynbundnu ofbeldi verði samþættar kennslu og skólastarfi á öllum skólastigum. Ása segir enn fremur mikilvægt að fagfólk uppfæri þekkinguna því aðgangur að klámi sé gríðarlegur. Dæmi eru um að allt að sex ára gömul börn séu orðnir virkir notendur að klámi. „Stundum er það þannig að það eru að koma upp atvik í kynheilbrigðistímum að börnin fara að tala um hluti sem fræðararnir eða kennararnir hafa ekki hugmynd um. Þannig að þau eru komin miklu, miklu lengra og þá þurfum við að vera tilbúin að taka umræðuna þar. Þá hvað þau eru að skoða á netinu og hvaða áhrif það getur haft á þau,“ segir hún. Jákvætt að börnin segi frá Ása segir jákvætt að fleiri ungmenni tilkynni um óæskilega kynferðislega hegðun nú en áður þegar slík mál komust ekki upp á yfirborðið. „Það er mjög mikilvægt að börn geti sagt frá. Við vitum það að börn sem hafa orðið fyrir áföllum í bernsku og ekki fengið hjálp til að vinna úr þeim eru líklegri til að þróa með sér heilsufarsvanda í framtíðinni. Það er því gríðarlega mikilvægt að þau hafi vettvang innan skólakerfisins til að segja frá og fá aðstoð,“ segir Ása að lokum. Kynferðisofbeldi Kynlíf Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Of algengt að meintum þolanda eða geranda sé slaufað í grunnskólum Ráðgjafateymi borgarinnar fær vikulega eða oftar til sín mál vegna óæskilegrar kynferðislegra hegðunar grunnskólabarna. Sérfræðingur hjá borginni segir of algengt að meintum þolendum og gerendum sé slaufað eftir að sögusagnir fari á flug. Gríðarlega mikilvægt sé að auka kynfræðslu. 21. desember 2022 19:01 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Kallað hefur verið eftir aukinni kynfræðslu í grunnskólum en sífellt fleiri nemendur tilkynna um óæskilega kynferðislega hegðun. Ása Sjöfn Lórensdóttir fagstjóri heilsuverndar skólabarna hjá Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar sem sér um kynfræðslu í grunnskólum borgarinnar segir að allt efni hafi verið uppfært þar fyrir hálfu ári. En fleiri þurfi að koma að málaflokknum. „Fræðslan þarf að vera betri, hún þarf að vera samræmdari og við þurfum að geta talað um kynheilbrigði á eðlilegan máta. Það er í raun og veru ekkert markvisst í gangi í leikskólum hvað þetta varðar. Það er aðeins meira í grunnskólum, við erum með námskrá og fullt af efni. Í framhaldsskólum er heldur ekkert endilega neitt markvisst í gangi og þar vildum við gjarnan vilja auka fræðslu,“ segir hún. Í raun kemur þetta fram í þingsályktun sem var samþykkt fyrir tveimur árum þar sem kveðið er á um að forvarnir við kynbundnu ofbeldi verði samþættar kennslu og skólastarfi á öllum skólastigum. Ása segir enn fremur mikilvægt að fagfólk uppfæri þekkinguna því aðgangur að klámi sé gríðarlegur. Dæmi eru um að allt að sex ára gömul börn séu orðnir virkir notendur að klámi. „Stundum er það þannig að það eru að koma upp atvik í kynheilbrigðistímum að börnin fara að tala um hluti sem fræðararnir eða kennararnir hafa ekki hugmynd um. Þannig að þau eru komin miklu, miklu lengra og þá þurfum við að vera tilbúin að taka umræðuna þar. Þá hvað þau eru að skoða á netinu og hvaða áhrif það getur haft á þau,“ segir hún. Jákvætt að börnin segi frá Ása segir jákvætt að fleiri ungmenni tilkynni um óæskilega kynferðislega hegðun nú en áður þegar slík mál komust ekki upp á yfirborðið. „Það er mjög mikilvægt að börn geti sagt frá. Við vitum það að börn sem hafa orðið fyrir áföllum í bernsku og ekki fengið hjálp til að vinna úr þeim eru líklegri til að þróa með sér heilsufarsvanda í framtíðinni. Það er því gríðarlega mikilvægt að þau hafi vettvang innan skólakerfisins til að segja frá og fá aðstoð,“ segir Ása að lokum.
Kynferðisofbeldi Kynlíf Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Of algengt að meintum þolanda eða geranda sé slaufað í grunnskólum Ráðgjafateymi borgarinnar fær vikulega eða oftar til sín mál vegna óæskilegrar kynferðislegra hegðunar grunnskólabarna. Sérfræðingur hjá borginni segir of algengt að meintum þolendum og gerendum sé slaufað eftir að sögusagnir fari á flug. Gríðarlega mikilvægt sé að auka kynfræðslu. 21. desember 2022 19:01 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Of algengt að meintum þolanda eða geranda sé slaufað í grunnskólum Ráðgjafateymi borgarinnar fær vikulega eða oftar til sín mál vegna óæskilegrar kynferðislegra hegðunar grunnskólabarna. Sérfræðingur hjá borginni segir of algengt að meintum þolendum og gerendum sé slaufað eftir að sögusagnir fari á flug. Gríðarlega mikilvægt sé að auka kynfræðslu. 21. desember 2022 19:01