Sandra átti frábært ár, bæði með Val og íslenska landsliðinu. Hún er á meðal tíu efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins í fyrsta sinn.
Hin 36 ára Sandra lék 21 af 22 leikjum Vals í deild og bikar á síðasta tímabili. Hún hefur spilað með Val síðan 2016.
Sandra er leikjahæst í sögu efstu deildar á Íslandi með 331 leik. Hún hefur sex sinnum orðið Íslandsmeistari með Val og Stjörnunni og fjórum sinnum bikarmeistari.
Hún hefur leikið 48 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, þar á meðal alla þrjá leiki íslenska liðsins á EM.