Djokovic er staddur í landinu til að taka þátt á Opna ástralska risamótinu í tennis, en hann fékk ekki að keppa á seinasta móti vegna þess að hann er ekki bólusettur gegn veirunni skæðu.
Eftir að Djokovic var vísað úr landi í janúar á þessu ári mátti tenniskappinn ekki koma til landsins næstu þrjú ár. Þeim dómi hefur hins vegar verið snúið við og Djokovic er mættur til að reyna að vinna mótið í tíunda sinn. Áður en honum var vísað úr landi í upphafi árs hafði hann unnið mótið þrjú ár í röð.
The nine-time Australian Open winner had an automatic three-year visa ban overturned in November.
— BBC Sport (@BBCSport) December 27, 2022
The Serbian sits just one Grand Slam title behind Rafael Nadal's tally of 22 heading into this year's competition.
More ⬇️#BBCTennis
Vegna mikils fjölda kórónuveirusmita í janúar á þessu ári máttu aðeins bólusettir ferðamenn koma til landsins, nema þeir hefðu fengið undanþágu frá heilbrigðisyfirvöldum.
Djokovic dvaldi á sóttvarnarhóteli frá því að hann kom til Ástralíu þar sem hann var, og er enn, óbólusettur og mistök urðu á vegabréfsáritun hans. Eftir á skýringar hans voru þær að hann hefði fengið Covid-19 seint á síðasta ári en það hefði gleymst að skrá það svo það kom ekki fram er pappírar hans voru skoðaðir í Ástralíu.