Tungutak Baldur Hafstað skrifar 29. desember 2022 13:01 Málfræðingar trana sér yfirleitt ekki fram, og reyndar finnst mér að okkar virtustu málvísindamenn mættu láta meira í sér heyra á opinberum vettvangi. En nú verð ég að hrósa Ríkisútvarpinu og Guðrúnu Línberg Guðjónsdóttur fyrir að hafa í þáttunum Orð af orði rætt við þrjá sérfræðinga sem nýlega fluttu fyrirlestra á málþingi undir yfirskriftinni „Kynhlutlaust mál“. Á þinginu töluðu fulltrúar þriggja kynslóða: Finnur Ágúst Ingimundarson MA; dr. Guðrún Þórhallsdóttir dósent; og dr. Höskuldur Þráinsson, fyrrverandi prófessor. Til glöggvunar skal ég nefnda örfá atriði sem fram komu í máli þremenninganna: 1. Við höfum lengi sagt: „Allir velkomnir“ – í svokölluðu kynhlutlausu karlkyni. Að baki liggur „arfleifð indóevrópska samkynsins“. Þetta hefur ekkert með líffræðilegt kyn að gera frekar en orðin gestur og læknir: Við segjum t.d.: „Það komu margir gestir,“ og eigum við bæði konur og karla. 2. Hugtökin „sjálfgefið kyn“ og „vísandi kyn“ eru hjálpleg í umræðunni: „Heyra allir í mér?“ (sjálfgefið kyn) og „Heyrið þið öll í mér?“ (vísandi kyn). En stundum er ekki hægt að velja hér á milli, sbr. spurninguna: „Eru allir mættir?“ Við getum tæplega sagt: „Eruð þið öll mætt?“ 4. „Í þessu húsi eru íbúðir fyrir aldraða“ (ekki: öldruð). Málfræðilegt karlkyn er sjálfgefið í dæmum af þessu tagi, sbr.: Ég pantaði borð fyrir fjóra; Margur er ríkari en hann hyggur. Höskuldur Þráinsson spurði: „Getur fólk sem elst upp í íslensku málumhverfi komist hjá því að túlka karlkynið í dæmum af þessu tagi sem sjálfgefið, þ.e. þannig að það eigi ekkert sérstaklega við karla, sé kynhlutlaust?“ 5. Það er mikilvægt að eiga málstaðal sem allir skynja á sama hátt. Breytileiki í kynjanotkun getur valdið misskilningi. 6. Það verður erfitt að venja heila þjóð á nýja notkun málfræðilegra kynja. „Nýlenskan“ felur í sér handstýrða málbreytingu. Þetta nýja mál hefur aldrei verið til, enginn hefur alist upp við það; það hefur enginn beðið um að árþúsunda hefð að baki íslenskunni verði raskað. Ég hvet ykkur, ágætu lesendur, og þá kannski helst fréttamenn, stjórnmálamenn og auglýsendur, til að fara inn á slóðina https://islenskan.is/malfregnir þar sem fyrrnefndir sérfræðingar hafa orðið. Að lokum tvennt: 1. Nánast hver einasti viðmælandi fréttamanna talar enn það mál sem hann lærði ómeðvitað í bernsku, hvort sem hann er karl eða kona, ungur eða gamall. Hann segir t.d.: „Það var enginn heima“ (en ekki: „Það voru engin heima“). Hann segir: „Það komu margir í afmælið“ (en ekki: „Það komu mörg í afmælið“). 2. Þeir stjórnmálamenn sem vilja taka nýlenskuna upp eru þegar komnir í vanda: Fylgið hrynur af vinstri grænum sem auglýsa: „Öll velkomin“ – og segja niðurlútir eftir á: „Sárafá mættu“. En atkvæði sópast að Samfylkingunni sem auglýsir: „Allir velkomnir“ – og sendir frá sér frétt að fundi loknum: „Fjölmargir mættu“. Höfundur er fyrrverandi prófessor í íslensku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Málfræðingar trana sér yfirleitt ekki fram, og reyndar finnst mér að okkar virtustu málvísindamenn mættu láta meira í sér heyra á opinberum vettvangi. En nú verð ég að hrósa Ríkisútvarpinu og Guðrúnu Línberg Guðjónsdóttur fyrir að hafa í þáttunum Orð af orði rætt við þrjá sérfræðinga sem nýlega fluttu fyrirlestra á málþingi undir yfirskriftinni „Kynhlutlaust mál“. Á þinginu töluðu fulltrúar þriggja kynslóða: Finnur Ágúst Ingimundarson MA; dr. Guðrún Þórhallsdóttir dósent; og dr. Höskuldur Þráinsson, fyrrverandi prófessor. Til glöggvunar skal ég nefnda örfá atriði sem fram komu í máli þremenninganna: 1. Við höfum lengi sagt: „Allir velkomnir“ – í svokölluðu kynhlutlausu karlkyni. Að baki liggur „arfleifð indóevrópska samkynsins“. Þetta hefur ekkert með líffræðilegt kyn að gera frekar en orðin gestur og læknir: Við segjum t.d.: „Það komu margir gestir,“ og eigum við bæði konur og karla. 2. Hugtökin „sjálfgefið kyn“ og „vísandi kyn“ eru hjálpleg í umræðunni: „Heyra allir í mér?“ (sjálfgefið kyn) og „Heyrið þið öll í mér?“ (vísandi kyn). En stundum er ekki hægt að velja hér á milli, sbr. spurninguna: „Eru allir mættir?“ Við getum tæplega sagt: „Eruð þið öll mætt?“ 4. „Í þessu húsi eru íbúðir fyrir aldraða“ (ekki: öldruð). Málfræðilegt karlkyn er sjálfgefið í dæmum af þessu tagi, sbr.: Ég pantaði borð fyrir fjóra; Margur er ríkari en hann hyggur. Höskuldur Þráinsson spurði: „Getur fólk sem elst upp í íslensku málumhverfi komist hjá því að túlka karlkynið í dæmum af þessu tagi sem sjálfgefið, þ.e. þannig að það eigi ekkert sérstaklega við karla, sé kynhlutlaust?“ 5. Það er mikilvægt að eiga málstaðal sem allir skynja á sama hátt. Breytileiki í kynjanotkun getur valdið misskilningi. 6. Það verður erfitt að venja heila þjóð á nýja notkun málfræðilegra kynja. „Nýlenskan“ felur í sér handstýrða málbreytingu. Þetta nýja mál hefur aldrei verið til, enginn hefur alist upp við það; það hefur enginn beðið um að árþúsunda hefð að baki íslenskunni verði raskað. Ég hvet ykkur, ágætu lesendur, og þá kannski helst fréttamenn, stjórnmálamenn og auglýsendur, til að fara inn á slóðina https://islenskan.is/malfregnir þar sem fyrrnefndir sérfræðingar hafa orðið. Að lokum tvennt: 1. Nánast hver einasti viðmælandi fréttamanna talar enn það mál sem hann lærði ómeðvitað í bernsku, hvort sem hann er karl eða kona, ungur eða gamall. Hann segir t.d.: „Það var enginn heima“ (en ekki: „Það voru engin heima“). Hann segir: „Það komu margir í afmælið“ (en ekki: „Það komu mörg í afmælið“). 2. Þeir stjórnmálamenn sem vilja taka nýlenskuna upp eru þegar komnir í vanda: Fylgið hrynur af vinstri grænum sem auglýsa: „Öll velkomin“ – og segja niðurlútir eftir á: „Sárafá mættu“. En atkvæði sópast að Samfylkingunni sem auglýsir: „Allir velkomnir“ – og sendir frá sér frétt að fundi loknum: „Fjölmargir mættu“. Höfundur er fyrrverandi prófessor í íslensku.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar