Óbreytt staða í borgarstjórn Kolbrún Baldursdóttir skrifar 29. desember 2022 15:31 Nýtt kjörtímabil hófst á árinu og stimplaði Flokkur fólksins sig aftur inn í borgarstjórn. Vonir okkar í Flokki fólksins stóðu til að fá tækifæri til að komast í meirihluta borgarstjórnar til þess að geta tekið þátt í ákvörðunum sem leiða mættu til bættra lífskjara hinna verst settu og þeirra sem standa höllum fæti. Það varð hins vegar ekki hlutskiptið að þessu sinni í það minnsta. Fáum óraði fyrir hversu slæm staða borgarinnar er í kjölfar stjórnarsetu Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og VG. Allt of stór hópur barna, öryrkja og eldra fólks á um sárt að binda og líður ekki vel. Of margar fjölskyldur og einstaklingar geta ekki séð sér farborða og hafa áhyggjur af grunnþörfum sem eru fæði, klæði og húsnæði. Vissulega er ekki allt svart.Ýmislegt gengur vel í Reykjavík og margir hafa það gott. Börnum upp til hópa líður vel í sínum aðstæðum og mörgum fjölskyldum og eldra fólki finnst gott að búa í Reykjavík. Óveðurský hafa hrannast upp Þrátt fyrir að margir hafi það gott í Reykjavík hafa óveðurský hrannast upp undanfarin ár sem rekja má til slakrar stjórnunar borgarinnar. Fátækt hefur aukist og sýna rannsóknir að vanlíðan barna, öryrkja og ákveðins hóps eldri borgara vex. Fjárhagur Reykjavíkurborgar hefur tekið lóðrétta stefnu niður á við. Lengi hefur verið ljóst hvert stefndi og sýndu vísbendingar það áður en faraldurinn skall á. Flokkur fólksins hefur bent á óábyrga fjármálastjórnun Reykjavíkurborgar frá árinu 2018. Ákveðin svið t.d. þjónustu- og nýsköpunarsvið í sinni stafrænu vegferð hafa nánast leikið sér með útsvarsfé borgarbúa þótt stafrænar lausnir séu sannarlega framtíðin. Einnig má nefna mikla þenslu á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Það hlaut að koma að skuldadögum. Fátækt er staðreynd Ógn fátæktarinnar leggst mismunandi á fjölskyldur en verst á börnin í þeim fjölskyldum sem bágast standa. Iðulega eru það einstæðir foreldrar, börn foreldra sem eru á örorkubótum, börn með fötlun, börn innflytjenda og börn sem tilheyra fjölskyldum með flóknar og umfangsmiklar þjónustuþarfir. Talið er að einstæðir foreldrar, öryrkjar, atvinnulausir og annað lágtekjufólk þar sem er einungis ein fyrirvinna búi við fátækt eða hættu á að falla í fátæktargildruna.Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að ójöfnuður hefur aukist og þá einnig innan menntakerfisins. Umræða um húsnæðisskort í Reykjavík hefur verið hávær allt árið. Þeir sem koma verst út eru einstæðir foreldrar og öryrkjar sem eru á leigumarkaði. Ekki bólar á neinum úrræðum til að styðja sérstaklega við þessa hópa. Flokkur fólksins vill að gripið verði til sértækra og markvissra aðgerða í þágu þeirra verst settu. Horfa þarf sérstaklega til barnafjölskyldna þar sem áhrifin eru neikvæðust á börn. Efla þarf félagslegan stuðning við börn og unglinga sem eru jaðarsett og félagslega útskúfuð. Til þess þarf skýra stefnu í samræmi við ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.Flokkur fólksins lagði til að farið verði með kerfisbundnum hætti í að vinna að innleiðingu Barnasáttmálans. Tillögunni var vísað til borgarstjórnar og er þar enn óafgreidd. Flokkur fólksins er óþreytandi í umræðunni um biðlista Áhersla þessa og síðasta borgarstjórnarmeirihluta snýst um aðra hluti en grunnþarfir fólks. Biðlistar barna eftir þjónustu fagfólks, einna helst sálfræðinga og talmeinafræðinga, hefur farið frá 400 börnum árið 2018 í 2048 börn í lok árs 2022. Ástandið hefur tekið toll af andlegri heilsu foreldra og barna. Tilkynningar um vanrækslu, ofbeldi og áhættuhegðun hafa einnig aukist. Ein af afleiðingum þess ástands sem ríkir nú í Reykjavíkurborg er vopnaburður eggvopna og barefla ungmenna. Í borgarstjórn á haustdögum lagði flokkurinn fram tillögu um að stýrihópur yrði settur á laggirnar sem myndi kortleggja aukinn vopnaburð eggvopna meðal ungmenna í Reykjavík. Tillögunni var vísað til ofbeldisvarnaráðs en hefur ekki fengið frekari skoðun þar. Á næsta borgarstjórnarfundi mun oddviti Flokks fólksins óska eftir umræðu um þessi mál og þá staðreynd að færst hefur í aukana að ungt fólk taki myndskeið af ofbeldi sem það er sjálft beint eða óbeint þátttakandi í eða verður vitni að og setji á samfélagsmiðla. Myndskeið af þessu tagi fara sem eldur í sinu og virðist vaxandi hópur barna sýna þeim áhuga og dreifa þeim áfram um netmiðlana. Þetta er mikið áhyggjuefni. Það er því tímabært að ráðamenn í samstarfi við foreldra og skólasamfélagið rannsaki orsakir að baki því að ungt fólk aðhyllist í vaxandi mæli ofbeldi, ofbeldis- og níðingsverk og telji sig fá vinsældir út á að ýmist beita því eða dreifa því. Breyttur meirihluti en óbreytt staða Nú er hálft ár liðið með örlítið breyttum meirihluta og reyna margir án efa að sjá fyrir sér hvernig þetta kjörtímabil verður. Mun Framsóknarflokkurinn marka spor í borgarstjórn eða verða áherslur að mestu þær sömu? Ef marka má þá mánuði sem eru liðnir er hér um afskaplega svipaðan meirihluta að ræða og þann fyrri. Svo virðist sem nýir borgarfulltrúar Framsóknar séu settir í fremstu víglínu við að svara fyrir eitt og annað sem fyrri meirihluti er ábyrgur fyrir. Flokkur fólksins er óþreytandi við að minna á að í þessu ástandi verðum við að huga að fólkinu í borginni. Annað getur beðið þar til betur árar. Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Flokkur fólksins Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Sjá meira
Nýtt kjörtímabil hófst á árinu og stimplaði Flokkur fólksins sig aftur inn í borgarstjórn. Vonir okkar í Flokki fólksins stóðu til að fá tækifæri til að komast í meirihluta borgarstjórnar til þess að geta tekið þátt í ákvörðunum sem leiða mættu til bættra lífskjara hinna verst settu og þeirra sem standa höllum fæti. Það varð hins vegar ekki hlutskiptið að þessu sinni í það minnsta. Fáum óraði fyrir hversu slæm staða borgarinnar er í kjölfar stjórnarsetu Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og VG. Allt of stór hópur barna, öryrkja og eldra fólks á um sárt að binda og líður ekki vel. Of margar fjölskyldur og einstaklingar geta ekki séð sér farborða og hafa áhyggjur af grunnþörfum sem eru fæði, klæði og húsnæði. Vissulega er ekki allt svart.Ýmislegt gengur vel í Reykjavík og margir hafa það gott. Börnum upp til hópa líður vel í sínum aðstæðum og mörgum fjölskyldum og eldra fólki finnst gott að búa í Reykjavík. Óveðurský hafa hrannast upp Þrátt fyrir að margir hafi það gott í Reykjavík hafa óveðurský hrannast upp undanfarin ár sem rekja má til slakrar stjórnunar borgarinnar. Fátækt hefur aukist og sýna rannsóknir að vanlíðan barna, öryrkja og ákveðins hóps eldri borgara vex. Fjárhagur Reykjavíkurborgar hefur tekið lóðrétta stefnu niður á við. Lengi hefur verið ljóst hvert stefndi og sýndu vísbendingar það áður en faraldurinn skall á. Flokkur fólksins hefur bent á óábyrga fjármálastjórnun Reykjavíkurborgar frá árinu 2018. Ákveðin svið t.d. þjónustu- og nýsköpunarsvið í sinni stafrænu vegferð hafa nánast leikið sér með útsvarsfé borgarbúa þótt stafrænar lausnir séu sannarlega framtíðin. Einnig má nefna mikla þenslu á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Það hlaut að koma að skuldadögum. Fátækt er staðreynd Ógn fátæktarinnar leggst mismunandi á fjölskyldur en verst á börnin í þeim fjölskyldum sem bágast standa. Iðulega eru það einstæðir foreldrar, börn foreldra sem eru á örorkubótum, börn með fötlun, börn innflytjenda og börn sem tilheyra fjölskyldum með flóknar og umfangsmiklar þjónustuþarfir. Talið er að einstæðir foreldrar, öryrkjar, atvinnulausir og annað lágtekjufólk þar sem er einungis ein fyrirvinna búi við fátækt eða hættu á að falla í fátæktargildruna.Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að ójöfnuður hefur aukist og þá einnig innan menntakerfisins. Umræða um húsnæðisskort í Reykjavík hefur verið hávær allt árið. Þeir sem koma verst út eru einstæðir foreldrar og öryrkjar sem eru á leigumarkaði. Ekki bólar á neinum úrræðum til að styðja sérstaklega við þessa hópa. Flokkur fólksins vill að gripið verði til sértækra og markvissra aðgerða í þágu þeirra verst settu. Horfa þarf sérstaklega til barnafjölskyldna þar sem áhrifin eru neikvæðust á börn. Efla þarf félagslegan stuðning við börn og unglinga sem eru jaðarsett og félagslega útskúfuð. Til þess þarf skýra stefnu í samræmi við ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.Flokkur fólksins lagði til að farið verði með kerfisbundnum hætti í að vinna að innleiðingu Barnasáttmálans. Tillögunni var vísað til borgarstjórnar og er þar enn óafgreidd. Flokkur fólksins er óþreytandi í umræðunni um biðlista Áhersla þessa og síðasta borgarstjórnarmeirihluta snýst um aðra hluti en grunnþarfir fólks. Biðlistar barna eftir þjónustu fagfólks, einna helst sálfræðinga og talmeinafræðinga, hefur farið frá 400 börnum árið 2018 í 2048 börn í lok árs 2022. Ástandið hefur tekið toll af andlegri heilsu foreldra og barna. Tilkynningar um vanrækslu, ofbeldi og áhættuhegðun hafa einnig aukist. Ein af afleiðingum þess ástands sem ríkir nú í Reykjavíkurborg er vopnaburður eggvopna og barefla ungmenna. Í borgarstjórn á haustdögum lagði flokkurinn fram tillögu um að stýrihópur yrði settur á laggirnar sem myndi kortleggja aukinn vopnaburð eggvopna meðal ungmenna í Reykjavík. Tillögunni var vísað til ofbeldisvarnaráðs en hefur ekki fengið frekari skoðun þar. Á næsta borgarstjórnarfundi mun oddviti Flokks fólksins óska eftir umræðu um þessi mál og þá staðreynd að færst hefur í aukana að ungt fólk taki myndskeið af ofbeldi sem það er sjálft beint eða óbeint þátttakandi í eða verður vitni að og setji á samfélagsmiðla. Myndskeið af þessu tagi fara sem eldur í sinu og virðist vaxandi hópur barna sýna þeim áhuga og dreifa þeim áfram um netmiðlana. Þetta er mikið áhyggjuefni. Það er því tímabært að ráðamenn í samstarfi við foreldra og skólasamfélagið rannsaki orsakir að baki því að ungt fólk aðhyllist í vaxandi mæli ofbeldi, ofbeldis- og níðingsverk og telji sig fá vinsældir út á að ýmist beita því eða dreifa því. Breyttur meirihluti en óbreytt staða Nú er hálft ár liðið með örlítið breyttum meirihluta og reyna margir án efa að sjá fyrir sér hvernig þetta kjörtímabil verður. Mun Framsóknarflokkurinn marka spor í borgarstjórn eða verða áherslur að mestu þær sömu? Ef marka má þá mánuði sem eru liðnir er hér um afskaplega svipaðan meirihluta að ræða og þann fyrri. Svo virðist sem nýir borgarfulltrúar Framsóknar séu settir í fremstu víglínu við að svara fyrir eitt og annað sem fyrri meirihluti er ábyrgur fyrir. Flokkur fólksins er óþreytandi við að minna á að í þessu ástandi verðum við að huga að fólkinu í borginni. Annað getur beðið þar til betur árar. Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun