Þriðjungur vill sjá Kristrúnu sem fjármálaráðherra Snorri Másson skrifar 31. desember 2022 14:52 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, virðist ná til kjósenda samkvæmt könnunum. Vísir Maskína spurði í nýlegri könnun um frammistöðu formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi á yfirstandandi kjörtímabili og niðurstöðurnar voru um margt forvitnilegar. Þá var spurt hver eigi að vera forsætisráðherra og hver fjármálaráðherra. Greint var frá niðurstöðunum í Kryddsíld Stöðvar 2. Kristrún Frostadóttir brýst fram á sviðið sem nokkuð óumdeildur leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Hún skorar hæst allra flokksleiðtoga á þingi; 42% segja hana hafa staðið sig vel, enginn fær eins góða einkunn; og aðeins 20% segja hana hafa staðið sig illa, enginn sleppur eins vel frá þeim sleggjudómi. Fast á hæla Kristrúnar fylgir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, 37,5% segja hana hafa staðið sig vel en 35,9% segja hana hafa staðið sig illa. Næstur er Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins en tæp 30 prósent segja hann hafa staðið sig vel en 27,8% illa. Svo er Inga Sæland á svipuðum slóðum og Sigurður Ingi en eilítið fleirum finnst hún hafa staðið sig illa, 34 prósentum. Næst kemur Þorgerður Katrín; hún stóð sig vel samkvæmt tuttugu og tveimur prósentum fólks. Gamall flokksbróðir Þorgerðar, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, er samkvæmt 21% fólks sagður hafa staðið sig vel. Um hann eru greinilega deildari meiningar en flesta aðra stjórnmálamenn því að meira en helmingur manna, 53%, segja Bjarna hafa staðið sig illa. Neðstur á listanum er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, sem bíður óumdeilanlegan ósigur í þessari óformlegu vinsældakosningu; 11% segja hann hafa staðið sig vel á kjörtímabilinu en 62,3% illa. Kristrún skýst upp listann Maskína spurði þátttakendur í könnuninni þeirrar einföldu spurningar: Hver væri besti forsætisráðherrann að þínu mati? Katrín Jakobsdóttir sitjandi forsætisráðherra skorar þar hæst með 33,9% en tíðindum sætir að Kristrún Frostadóttir skýst þar upp í annað sætið með 22,9% sem telja að hún væri besti forsætisráðherrann. Næstur á eftir Kristrúnu kemur Bjarni Benediktsson með 7,6%, Þorgerður Katrín með 6,2% og svo Sigurður Ingi, Sigmundur Davíð og Inga Sæland á svipuðum slóðum. Um 4 prósent velja Pírata og meira en 10% fólk sem ekki er á þessum lista. Og skákar Bjarna Fólk var einnig spurt hver yrði besti fjármálaráðherrann að þeirra mati og þar fer einn stjórnmálamaður með afgerandi forystu, nefnilega Kristrún Frostadóttir. 31,3% aðspurðra telja að Kristrún væri besti fjármálaráðherrann. Á eftir Kristrúnu kemur sitjandi fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson með 23,7% kosningu. Þar á eftir er Þorgerður Katrín með 9%, Katrín Jakobsdóttir og Inga Sæland með um 6%, Sigmundur Davíð með tæp fimm prósent og restin fær enn minni kosningu. Skoðanakannanir Samfylkingin Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Greint var frá niðurstöðunum í Kryddsíld Stöðvar 2. Kristrún Frostadóttir brýst fram á sviðið sem nokkuð óumdeildur leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Hún skorar hæst allra flokksleiðtoga á þingi; 42% segja hana hafa staðið sig vel, enginn fær eins góða einkunn; og aðeins 20% segja hana hafa staðið sig illa, enginn sleppur eins vel frá þeim sleggjudómi. Fast á hæla Kristrúnar fylgir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, 37,5% segja hana hafa staðið sig vel en 35,9% segja hana hafa staðið sig illa. Næstur er Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins en tæp 30 prósent segja hann hafa staðið sig vel en 27,8% illa. Svo er Inga Sæland á svipuðum slóðum og Sigurður Ingi en eilítið fleirum finnst hún hafa staðið sig illa, 34 prósentum. Næst kemur Þorgerður Katrín; hún stóð sig vel samkvæmt tuttugu og tveimur prósentum fólks. Gamall flokksbróðir Þorgerðar, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, er samkvæmt 21% fólks sagður hafa staðið sig vel. Um hann eru greinilega deildari meiningar en flesta aðra stjórnmálamenn því að meira en helmingur manna, 53%, segja Bjarna hafa staðið sig illa. Neðstur á listanum er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, sem bíður óumdeilanlegan ósigur í þessari óformlegu vinsældakosningu; 11% segja hann hafa staðið sig vel á kjörtímabilinu en 62,3% illa. Kristrún skýst upp listann Maskína spurði þátttakendur í könnuninni þeirrar einföldu spurningar: Hver væri besti forsætisráðherrann að þínu mati? Katrín Jakobsdóttir sitjandi forsætisráðherra skorar þar hæst með 33,9% en tíðindum sætir að Kristrún Frostadóttir skýst þar upp í annað sætið með 22,9% sem telja að hún væri besti forsætisráðherrann. Næstur á eftir Kristrúnu kemur Bjarni Benediktsson með 7,6%, Þorgerður Katrín með 6,2% og svo Sigurður Ingi, Sigmundur Davíð og Inga Sæland á svipuðum slóðum. Um 4 prósent velja Pírata og meira en 10% fólk sem ekki er á þessum lista. Og skákar Bjarna Fólk var einnig spurt hver yrði besti fjármálaráðherrann að þeirra mati og þar fer einn stjórnmálamaður með afgerandi forystu, nefnilega Kristrún Frostadóttir. 31,3% aðspurðra telja að Kristrún væri besti fjármálaráðherrann. Á eftir Kristrúnu kemur sitjandi fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson með 23,7% kosningu. Þar á eftir er Þorgerður Katrín með 9%, Katrín Jakobsdóttir og Inga Sæland með um 6%, Sigmundur Davíð með tæp fimm prósent og restin fær enn minni kosningu.
Skoðanakannanir Samfylkingin Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira