„Ráði hnefarétturinn er voðinn vís“ Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2023 17:37 Guðni Th. Jóhannesson sagði í ávarpi sínu að mönnum væri enginn greiði gerður með sjálfshóli eða sjálfsblekkingum. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi stöðu Íslands í samfélagi þjóða í nýársávarpi sínu fyrr í dag og þá sérstaklega í tengslum við þá stöðu sem uppi er í alþjóðasamfélaginu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Forsetinn sagði að blessunarlega hafi Ísland og Íslendingar ýmislegt fram að færa á alþjóðavettvangi. „Oftar en ekki erum við samt aðeins sjónarvottar að því sem fram vindur. Þannig er eðli smáþjóðar – smáþjóðar sem reiðir sig á alþjóðalög, að vald hins sterka gildi ekki í einu og öllu. Ráði hnefarétturinn er voðinn vís, það sýnir sagan og samtíð sömuleiðis,“ sagði forsetinn. Hann sagði að enn geisi styrjöld í Úkraínu, eftir innrás Rússlandshers og að þótt við séum lítils megnug í slíkum ófriði þá hafi þjóðin lagt sitt af mörkum – tekið á á móti flóttafólki og sent vistir út. „Hann er lofsverður, sá einhugur sem Íslendingar hafa sýnt í stuðningi við stríðshrjáða þjóð.“ Forseti minnti á að víðar en í Úkraínu gæti eymdar og alls kyns vanda. „Við skulum svo sannarlega ekki gleyma því sem bjátar á, utan landsteina og einnig hér heima. Já, við megum hugsa hlýtt til þeirra sem eiga um sárt að binda. Áramót eru ýmsum erfiður tími sorgar og saknaðar – en fyrir svo mörg önnur eru þau þó stund einlægrar gleði og göfugra heita. Vissulega getum við ekki vitað fyrir víst hvað nýtt ár ber í skauti sér. Satt er það sem skáldið Hulda sagði svo vel á sínum tíma, að enginn sem vermist við geisla sólarinnar veit hvort hann muni sjá hana að morgni. Engu að síður getum við leyft okkur að vona að bjart sé fram undan. Og hver veit nema hin svartsýnni myndu jafnvel fallast á að sólarglenna geti sett strik í reikninginn eins og Prins Póló söng svo hnyttilega.“ Enginn greiði gerður með sjálfshóli og sjálfsblekkingum Guðni sagði þá að sjá mætti ýmis teikn um betri tíð fyrir mannkyn allt. Framfarir á sviði vísinda og tækni lofi góðu, ný lyf við alzheimer og öðrum erfiðum sjúkdómum, öflugar rannsóknir á taugakerfinu og sé þá fráleitt allt talið. Hlutfallslega hafi andlát ungbarna aldrei verið eins fátíð um víða veröld og á síðasta ári. „Í loftslagsmálum vakna vonir við bindingu kolefnis og aðrar uppfinningar, jafnvel hagnýtan kjarnasamruna, aukna umhverfisvitund og aðgerðir á alþjóðavísu. Hér og nú er líka sjálfsagt að benda á allt það góða við land okkar og þjóð – en um leið gerum við okkur engan greiða með sjálfshóli eða sjálfsblekkingum, og enn síður með óhóflegri íhaldssemi, blandinni ótta við breytingar. Rangsnúin fortíðarþrá getur villt fólki sýn – en það gerir óheft nýjungalof reyndar einnig, „ofsatrúin á tímans batnandi rás“ sem Sigurður Pálsson orti um af skörpu viti í Nýársljóði sínu. Snýst þetta ekki allt um jafnvægi þegar vel er að gáð, umburðarlyndi og ígrundun, hófsemi og aga, raunsæi og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum,“ sagði forseti í ávarpi sínu. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Þessir fá fálkaorðuna í ár Guðni Th. Jóhannesson forseti sæmir 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2023 14:52 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Forsetinn sagði að blessunarlega hafi Ísland og Íslendingar ýmislegt fram að færa á alþjóðavettvangi. „Oftar en ekki erum við samt aðeins sjónarvottar að því sem fram vindur. Þannig er eðli smáþjóðar – smáþjóðar sem reiðir sig á alþjóðalög, að vald hins sterka gildi ekki í einu og öllu. Ráði hnefarétturinn er voðinn vís, það sýnir sagan og samtíð sömuleiðis,“ sagði forsetinn. Hann sagði að enn geisi styrjöld í Úkraínu, eftir innrás Rússlandshers og að þótt við séum lítils megnug í slíkum ófriði þá hafi þjóðin lagt sitt af mörkum – tekið á á móti flóttafólki og sent vistir út. „Hann er lofsverður, sá einhugur sem Íslendingar hafa sýnt í stuðningi við stríðshrjáða þjóð.“ Forseti minnti á að víðar en í Úkraínu gæti eymdar og alls kyns vanda. „Við skulum svo sannarlega ekki gleyma því sem bjátar á, utan landsteina og einnig hér heima. Já, við megum hugsa hlýtt til þeirra sem eiga um sárt að binda. Áramót eru ýmsum erfiður tími sorgar og saknaðar – en fyrir svo mörg önnur eru þau þó stund einlægrar gleði og göfugra heita. Vissulega getum við ekki vitað fyrir víst hvað nýtt ár ber í skauti sér. Satt er það sem skáldið Hulda sagði svo vel á sínum tíma, að enginn sem vermist við geisla sólarinnar veit hvort hann muni sjá hana að morgni. Engu að síður getum við leyft okkur að vona að bjart sé fram undan. Og hver veit nema hin svartsýnni myndu jafnvel fallast á að sólarglenna geti sett strik í reikninginn eins og Prins Póló söng svo hnyttilega.“ Enginn greiði gerður með sjálfshóli og sjálfsblekkingum Guðni sagði þá að sjá mætti ýmis teikn um betri tíð fyrir mannkyn allt. Framfarir á sviði vísinda og tækni lofi góðu, ný lyf við alzheimer og öðrum erfiðum sjúkdómum, öflugar rannsóknir á taugakerfinu og sé þá fráleitt allt talið. Hlutfallslega hafi andlát ungbarna aldrei verið eins fátíð um víða veröld og á síðasta ári. „Í loftslagsmálum vakna vonir við bindingu kolefnis og aðrar uppfinningar, jafnvel hagnýtan kjarnasamruna, aukna umhverfisvitund og aðgerðir á alþjóðavísu. Hér og nú er líka sjálfsagt að benda á allt það góða við land okkar og þjóð – en um leið gerum við okkur engan greiða með sjálfshóli eða sjálfsblekkingum, og enn síður með óhóflegri íhaldssemi, blandinni ótta við breytingar. Rangsnúin fortíðarþrá getur villt fólki sýn – en það gerir óheft nýjungalof reyndar einnig, „ofsatrúin á tímans batnandi rás“ sem Sigurður Pálsson orti um af skörpu viti í Nýársljóði sínu. Snýst þetta ekki allt um jafnvægi þegar vel er að gáð, umburðarlyndi og ígrundun, hófsemi og aga, raunsæi og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum,“ sagði forseti í ávarpi sínu.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Þessir fá fálkaorðuna í ár Guðni Th. Jóhannesson forseti sæmir 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2023 14:52 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Þessir fá fálkaorðuna í ár Guðni Th. Jóhannesson forseti sæmir 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2023 14:52