„Þetta var ekki minn fyrsti leiksigur“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 1. janúar 2023 20:58 Ólafur Þ. Harðarson tók við fálkaorðu á Bessastöðum fyrr í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Það var stemmning á Bessastöðum í dag en leikari, réttarmannfræðingur, kvensjúkdómalæknir og tónskáld voru meðal þeirra sem sæmd voru hinni íslensku fálkaorðu eins og hefðin býður upp á á nýársdag. Þær voru fjórtán, fálkaorðurnar sem voru veittar á Bessastöðum í dag við hátíðlega athöfn en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sá að venju um að næla þeim í barm þeirra sem hlotnaðist þessi mikli heiður. Fólk úr alls kyns geirum var í hópnum en meðal þeirra sem hlutu riddarakross að þessu sinni voru Anna Sigríður Þorvaldsdóttir tónskáld, Arnar Hauksson kvensjúkdómalæknir og Eva Elvira Klonowski réttarmannfræðingur. Nína Dögg Filippusdóttir, leikkona, fékk riddarakross fyrir framlag sitt til leiklistar og sjónvarps- og kvikmyndagerðar. Hún segir þetta mikinn heiður. „Þetta er bara mjög góð tilfinning. Þetta er mjög hátíðlegt og ég er bara mjög þakklát fyrir að hafa verið séð, eins og maður segir.“ Héðinn Unnsteinsson fékk riddarakross fyrir störf sín í þágu geðheilbrigðismála og segir að nú um hátíðarnar sé einmitt gott að gefa geðheilsu gaum. „Þetta eru ánægjulegir tímar, þetta eru tímar samveru en í auknum heimi þar sem eru meiri fjarskipti þá þurfum við að æfa okkur líka í nærverunni. Að vera í kringum fólk og ég held þetta sé einmitt tíminn til þess.“ Vísir/Steingrímur Dúi Ólafur Þ. Harðarson, fyrrverandi prófessor fékk riddarakross fyrir rannsóknir og þekkingarmiðlun á sviði stjórnmálafræði. Ólafur lék einmitt í áramótaskaupinu ígær. „Já þetta var nú ekki minn fyrsti leiksigur. En hann var mjög góður.“ Vísir/Steingrímur Dúi Fálkaorðan Forseti Íslands Tímamót Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Þær voru fjórtán, fálkaorðurnar sem voru veittar á Bessastöðum í dag við hátíðlega athöfn en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sá að venju um að næla þeim í barm þeirra sem hlotnaðist þessi mikli heiður. Fólk úr alls kyns geirum var í hópnum en meðal þeirra sem hlutu riddarakross að þessu sinni voru Anna Sigríður Þorvaldsdóttir tónskáld, Arnar Hauksson kvensjúkdómalæknir og Eva Elvira Klonowski réttarmannfræðingur. Nína Dögg Filippusdóttir, leikkona, fékk riddarakross fyrir framlag sitt til leiklistar og sjónvarps- og kvikmyndagerðar. Hún segir þetta mikinn heiður. „Þetta er bara mjög góð tilfinning. Þetta er mjög hátíðlegt og ég er bara mjög þakklát fyrir að hafa verið séð, eins og maður segir.“ Héðinn Unnsteinsson fékk riddarakross fyrir störf sín í þágu geðheilbrigðismála og segir að nú um hátíðarnar sé einmitt gott að gefa geðheilsu gaum. „Þetta eru ánægjulegir tímar, þetta eru tímar samveru en í auknum heimi þar sem eru meiri fjarskipti þá þurfum við að æfa okkur líka í nærverunni. Að vera í kringum fólk og ég held þetta sé einmitt tíminn til þess.“ Vísir/Steingrímur Dúi Ólafur Þ. Harðarson, fyrrverandi prófessor fékk riddarakross fyrir rannsóknir og þekkingarmiðlun á sviði stjórnmálafræði. Ólafur lék einmitt í áramótaskaupinu ígær. „Já þetta var nú ekki minn fyrsti leiksigur. En hann var mjög góður.“ Vísir/Steingrímur Dúi
Fálkaorðan Forseti Íslands Tímamót Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira