Fótbolti

Spjaldafylleri spænska dómarans heldur áfram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mateu Lahoz gefur hér Xavi Hernandez, þjálfara Barcelona, gula spjaldið í leiknum um helgina.
Mateu Lahoz gefur hér Xavi Hernandez, þjálfara Barcelona, gula spjaldið í leiknum um helgina. Getty/Adria Puig

Óhætt er að segja að spænski fótboltadómarinn Mateu Lahoz hafi verið duglegur að veifa spjöldum í síðustu tveimur leikjum sínum.

Lahoz endaði þátttöku sína á heimsmeistaramótinu í Katar með miklum spjaldaleik og tók upp þráðinn í fyrsta leik sínum í spænsku deildinni eftir HM-frí.

Lahoz gaf fimmtán gul og eitt rautt spjald í leik Argentínu og Hollands í átta liða úrslitum HM sem er met í sögu keppninnar. Hann fékk ekki að dæma fleiri leiki í keppninni.

Um helgina dæmdi hann svo Katalóníuslag Barcelona og Espanyol á Nývangi.

Lahoz lyfti fimmtán gulum spjöldum og tveimur rauðum spjöldum í leiknum sem endaði með 1-1 jafntefli.

Um tíma varð allt vitlaust og þá fóru fimm gul spjöld og tvö rauð spjöld á loft á aðeins sex mínútna kafla.

Bæði liðin enduðu með tíu menn inn á vellinum. Lahoz rak reyndar tvo leikmenn Espanyol af velli en þurfti að draga annað rauða spjaldið til baka eftir að hafa fengið hjálp frá myndbandsdómurunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×